Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - KR 64-46 | Snæfell rúllaði yfir KR í toppslagnum Arnór Óskarsson skrifar 8. desember 2018 18:30 Kristen Denise McCarthy. vísir/ernir Snæfell tók á móti KR-ingum í 11. Umferð Domino‘s deild kvenna í Stykkishólmi í dag. Var þetta í annað skiptið sem liðin mætast á þessu tímabili, en fyrri viðureign liðana lauk með naumum þriggja stiga sigri KR-inga í DHL-höllinni. Í ljósi þess og stöðu liðana í deildinni var búist við hörkuleik í Stykkishólmi. Leikurinn hófst með áhlaupi Snæfellinga en heimakonur komust fljótlega í 7-0. KR-ingar komust þó hægt og rólega inn í lekinn. Staðan eftir fyrsta leikhluta 18-14. Í öðrum leikhluta mættu KR-ingar ákveðnari til leiks og byrjuðu betur en heimakonur. Snæfell átti í erfiðleikum með að finnna réttan takt og var sóknarleikur beggja liða mjög sveiflukenndur. Hægt og rólega náði Snæfell þó ágætis tökum á leiknum og kláraði leikhlutan með níu stiga mun. Hálfleikstölur 33-24. Þriðji leikhluti var afar daufur og virtist hvorugt liðið ætla að taka af skarið. Sóknarleikur liðana skilaði litlum árangri og töluvert minna var skorað en í byrjun leiks. Í fjórða leikhluta tókst Snæfell að ná stjórn á leiknum og var ekkert í leik KRinga sem benti til þess að breyting yrði þar á. Lokatölur 64-46. Snæfell er nú ásamt Keflavík með 18 stig eftir 11 leiki. Af hverju vann Snæfell? Varnarleikur Snæfells var þess eðlis að KRingar misstu alla leikgleði. Heimakonur gengu ákveðnar til verks og þurftu dómarar leiksins því að vera vel vakandi sem þeir voru. Snæfellskonum líður greinilega mjög vel á heimavellinum sínum og ku það einnig vera góð skýring á velgengninni. Leikur liðsins var á heildina litið yfirvegaður og létu leikmenn ekki neinu komu sér úr jafnvægi. Hverjir stóðu uppúr? Kristen Denise McCarthy var öflug í kvöld og skilaði 24 stigum, 13 fráköstum og gaf 6 stoðsendingar. Þess má þó geta að varnarleikurinn hafi skipt sköpum í dag og því eðlilegt að segja að hér hafi verið sannur liðssigur á ferð. Hjá KR var Vilma Kesanen stigahæðst með 14 stig. Orla O‘Reilley og Kiana Johnson áttu ekki góðan dag en þau hafa skilað töluvert betri frammistöðu. Hvað gerist næst? KR-ingar eiga heimaleik og fá til sín Breiðablik. Snæfell heimsækir nágrana sína í Borgarnesi og mætir Skallagrím þann 12. desember. Gunnhildur: Spiluðum góðan varnarleik Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, var að vonum kát með úrslit kvöldsins. Hún var ekki í neinum vafa um hvað skóp sigurinn í dag. „Varnarleikurinn. Við spiluðum svakalega góða vörn á Orla O‘Reilly og Kianu Johnsson. Ég held að þær hafi skorað samtals 21 stig og þegar við náum að halda þeim í lágmarki held ég að við séum að gera vel varnalega.“ Gunnhildur var ánægð með frammistöðu liðsins þó að leikurinn hafi verið sveiflukenndur á köflum. „Við náðum upp fínni stemmingu. Leikurinn var soldið skrítinn, soldið upp og niður. En í heildina held ég að við höfum gert mjög vel sem lið. Við fengum framlag og góðan varnarleik frá öllum sem skilaði sigri.“ Af og til heyrðist vel í Baldri Þorleifssyni, þjálfara Snæfells, kalla á sína leikmenn og virtist hann ekki endilega sáttur við allt það sem liðið var að gera á vellinum. Aðspurð út í þetta sló Gunnhildur í létta strengi. „Við unnum með tuttugu stigum þannig að það hlýtur að hafa verið eitthvað rétt í okkar leik.“ Baldur: Varnarleikurinn dró okkur að landi Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells, var sammála Gunnhildi varðandi ástæðu fyrir góðan sigur. „Varnarleikurinn. Varnarleikurinn dró okkur að landi núna. Við náðum að halda skyttunum niðri og gott betur að mínu mati.“ En það gekk alls ekki allt vel í kvöld þrátt fyrir öruggan sigur og virtist Baldur vera mjög meðvitaður um það. „Við hikstuðum aðeins við svæðisvörn KR en við leystum það ágætlega eftir nokkrar sóknir.“ Varðandi þriðja leikhluta sem var frekar daufur sagði Baldur: „Það sem var að gerast í þriðja leikhluta var að liðin hlupu fram og til baka nánast hauslaus. Og ég vissi það og það vissu það allir að það lið sem kæmi til með að taka stjórn á leiknum kæmi til með að vinna þennan leik. Það var það sem ég var að reyna að benda leikmönnum á.“ Benedikt: Komum flatar til leiks og fengum það sem við áttum skilið Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari KR, var dapur eftir tapið í kvöld. „Við vorum flatar. Þegar leið á leikinn vorum við að reyna að snúa því við en það bara gekk ekki.“ Varðandi skýringu á leik liðsins í kvöld var Benedikt fáorður. „Ég veit það ekki. Ég er búinn að velta einhverju fyrir mér en það er ekkert sem ég tala um hérna fyrir utan klefann.“ Unnur Tara Jónsdóttir meiddist í öðrum leikhluta og fór af velli. Hún er mikill leiðtogi og tók Benedikt undir það að ekki hafi verið gott að missa hana útaf. „Við fengum það sem við áttum skilið núna. Snæfell var klárlega betra liðið og átti þennan sigur fyllilega skilið. En nú þurfum við að rífa okkur í gang fyrir næsta leik og spila töluvert betur. Það er mikilvægur leikur fljótlega.“ Dominos-deild kvenna
Snæfell tók á móti KR-ingum í 11. Umferð Domino‘s deild kvenna í Stykkishólmi í dag. Var þetta í annað skiptið sem liðin mætast á þessu tímabili, en fyrri viðureign liðana lauk með naumum þriggja stiga sigri KR-inga í DHL-höllinni. Í ljósi þess og stöðu liðana í deildinni var búist við hörkuleik í Stykkishólmi. Leikurinn hófst með áhlaupi Snæfellinga en heimakonur komust fljótlega í 7-0. KR-ingar komust þó hægt og rólega inn í lekinn. Staðan eftir fyrsta leikhluta 18-14. Í öðrum leikhluta mættu KR-ingar ákveðnari til leiks og byrjuðu betur en heimakonur. Snæfell átti í erfiðleikum með að finnna réttan takt og var sóknarleikur beggja liða mjög sveiflukenndur. Hægt og rólega náði Snæfell þó ágætis tökum á leiknum og kláraði leikhlutan með níu stiga mun. Hálfleikstölur 33-24. Þriðji leikhluti var afar daufur og virtist hvorugt liðið ætla að taka af skarið. Sóknarleikur liðana skilaði litlum árangri og töluvert minna var skorað en í byrjun leiks. Í fjórða leikhluta tókst Snæfell að ná stjórn á leiknum og var ekkert í leik KRinga sem benti til þess að breyting yrði þar á. Lokatölur 64-46. Snæfell er nú ásamt Keflavík með 18 stig eftir 11 leiki. Af hverju vann Snæfell? Varnarleikur Snæfells var þess eðlis að KRingar misstu alla leikgleði. Heimakonur gengu ákveðnar til verks og þurftu dómarar leiksins því að vera vel vakandi sem þeir voru. Snæfellskonum líður greinilega mjög vel á heimavellinum sínum og ku það einnig vera góð skýring á velgengninni. Leikur liðsins var á heildina litið yfirvegaður og létu leikmenn ekki neinu komu sér úr jafnvægi. Hverjir stóðu uppúr? Kristen Denise McCarthy var öflug í kvöld og skilaði 24 stigum, 13 fráköstum og gaf 6 stoðsendingar. Þess má þó geta að varnarleikurinn hafi skipt sköpum í dag og því eðlilegt að segja að hér hafi verið sannur liðssigur á ferð. Hjá KR var Vilma Kesanen stigahæðst með 14 stig. Orla O‘Reilley og Kiana Johnson áttu ekki góðan dag en þau hafa skilað töluvert betri frammistöðu. Hvað gerist næst? KR-ingar eiga heimaleik og fá til sín Breiðablik. Snæfell heimsækir nágrana sína í Borgarnesi og mætir Skallagrím þann 12. desember. Gunnhildur: Spiluðum góðan varnarleik Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, var að vonum kát með úrslit kvöldsins. Hún var ekki í neinum vafa um hvað skóp sigurinn í dag. „Varnarleikurinn. Við spiluðum svakalega góða vörn á Orla O‘Reilly og Kianu Johnsson. Ég held að þær hafi skorað samtals 21 stig og þegar við náum að halda þeim í lágmarki held ég að við séum að gera vel varnalega.“ Gunnhildur var ánægð með frammistöðu liðsins þó að leikurinn hafi verið sveiflukenndur á köflum. „Við náðum upp fínni stemmingu. Leikurinn var soldið skrítinn, soldið upp og niður. En í heildina held ég að við höfum gert mjög vel sem lið. Við fengum framlag og góðan varnarleik frá öllum sem skilaði sigri.“ Af og til heyrðist vel í Baldri Þorleifssyni, þjálfara Snæfells, kalla á sína leikmenn og virtist hann ekki endilega sáttur við allt það sem liðið var að gera á vellinum. Aðspurð út í þetta sló Gunnhildur í létta strengi. „Við unnum með tuttugu stigum þannig að það hlýtur að hafa verið eitthvað rétt í okkar leik.“ Baldur: Varnarleikurinn dró okkur að landi Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells, var sammála Gunnhildi varðandi ástæðu fyrir góðan sigur. „Varnarleikurinn. Varnarleikurinn dró okkur að landi núna. Við náðum að halda skyttunum niðri og gott betur að mínu mati.“ En það gekk alls ekki allt vel í kvöld þrátt fyrir öruggan sigur og virtist Baldur vera mjög meðvitaður um það. „Við hikstuðum aðeins við svæðisvörn KR en við leystum það ágætlega eftir nokkrar sóknir.“ Varðandi þriðja leikhluta sem var frekar daufur sagði Baldur: „Það sem var að gerast í þriðja leikhluta var að liðin hlupu fram og til baka nánast hauslaus. Og ég vissi það og það vissu það allir að það lið sem kæmi til með að taka stjórn á leiknum kæmi til með að vinna þennan leik. Það var það sem ég var að reyna að benda leikmönnum á.“ Benedikt: Komum flatar til leiks og fengum það sem við áttum skilið Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari KR, var dapur eftir tapið í kvöld. „Við vorum flatar. Þegar leið á leikinn vorum við að reyna að snúa því við en það bara gekk ekki.“ Varðandi skýringu á leik liðsins í kvöld var Benedikt fáorður. „Ég veit það ekki. Ég er búinn að velta einhverju fyrir mér en það er ekkert sem ég tala um hérna fyrir utan klefann.“ Unnur Tara Jónsdóttir meiddist í öðrum leikhluta og fór af velli. Hún er mikill leiðtogi og tók Benedikt undir það að ekki hafi verið gott að missa hana útaf. „Við fengum það sem við áttum skilið núna. Snæfell var klárlega betra liðið og átti þennan sigur fyllilega skilið. En nú þurfum við að rífa okkur í gang fyrir næsta leik og spila töluvert betur. Það er mikilvægur leikur fljótlega.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum