Körfubolti

Boston Celtics komið á skrið | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kyrie Irving var öflugur í liði Boston.
Kyrie Irving var öflugur í liði Boston. vísir/getty
Boston Celtics vann fjórða leikinn í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði New York Knicks, 128-100, í stórveldaslag á heimavelli.

Flestir spáðu Boston-liðinu öruggum sigri í austurdeildinni en liðið hefur farið rólega af stað og er með fjórtán sigra og tíu töp eftir 24 leik. Það er sjö sigrum á eftir toppliði Toronto í sjötta sæti austursins.

Kyrie Irving fór fyrir heimamönum með 22 stigum og átta stoðsendingum en Al Horford skoraði 19 stig og tók tólf fráköst. Tim Hardaway Jr. skoraði 22 stig fyrir Knicks sem er aðeins búið að vinna átta leiki og er í tólfta sæti austurdeildarinnar.

Annars var fátt um fína drætti á rólegu kvöldi í NBA-deildinni. Vandræði Houston Rockets halda áfram en liðið tapaði, 118-91, fyrir Utah Jazz á útivelli þar sem að James Harden skoraði aðeins fimmtán stig.

Houston er í þrettánda sæti af fimmtán liðum í vestrinum með ellefu sigra og þrettán töp.

Úrslit næturinnar:

Boston Celtics - NY Knicks 128-100

Portland Trail Blazers - Phoenix Suns 108-86

Utah Jazz - Houston Rockets 118-91

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×