Aldrei jafn spenntur að taka þátt í undirbúningstímabili Hjörvar Ólafsson skrifar 7. desember 2018 14:30 Matthías Vilhjálmsson á Valsvellinum með félögum sínum. fréttablaðið Matthías Vilhjálmsson er að klára sitt fjórða keppnistímabil með norska liðinu Rosenborg, en liðið hefur verið afar sigursælt þau ár sem Matthías hefur leikið með því. Hann hefur orðið norskur meistari öll fjögur árin sem hann hefur leikið með liðinu og þar að auki þrisvar sinnum bikarmeistari. Rosenborg varð tvöfaldur meistari á leiktíðinni sem er að ljúka í Noregi, en Matthías lék einungis sjö deildarleiki með liðinu. Þar áður hefur hann verið í mun stærra hlutverki hjá liðinu, en hann skoraði tvö deildarmörk í 12 leikjum árið 2015, fimm mörk í 29 deildarleikjum árið 2016 og sjö mörk í 18 leikjum í deildinni árið 2017. „Það var auðvitað öðruvísi tilfinning að landa þessum titlum en þeim fyrri þar sem ég var meiddur fyrri hluta tímabilsins og mikið á varamannabekknum á þeim seinni. Það var samt mjög gaman að tilheyra leikmannahópi sem vann tvöfalt og setti um leið met sem það lið sem vinnur flesta titla á jafn skömmum tíma og raun ber vitni,“ segir Matthías í samtali við Fréttablaðið. „Um það leyti sem ég er að koma til baka eftir krossbandslitið í ágúst voru þjálfaraskipti hjá liðinu. Sá sem tók við liðinu þekkti ekkert til mín og vissi ekkert um styrkleika mína sem leikmaður. Það var ekki óskastaða að vera ekki í mínu besta líkamlega ástandi að reyna að koma mér inn í lið sem var á sigurbraut. Ég hefði klárlega viljað spila meira og þarf að spila meira en ég gerði eftir að ég varð heill heilsu. Ég er að nálgast mitt fyrra form og mér finnst framfarirnar hjá mér síðasta mánuðinn hafa verið heilmiklar,“ segir hann um stöðu mála hjá sér. „Nú er ég bara með hugann við það að klára þetta keppnistímabil með sóma og ég held að það séu fáir leikmenn jafn spenntir fyrir undirbúningstímabili og ég. Mig sárvantar að komast í líkamlega krefjandi æfingar sem byggja upp líkamlegt form og styrk í hnénu. Fyrst um sinn var ég aðeins ragur við að beita hnénu af fullum krafti en nú er ég farinn að fara í tæklingar af fullum krafti og iða í skinninu að komast á æfingar og fá að spila meira,“ segir þessi öflugi leikmaður. „Sá sem stýrir liðinu þessa stundina var ráðinn út leiktíðina og það verður tekin ákvörðun um það í desember hver mun taka við liðinu til frambúðar. Ég mun bíða og sjá hver tekur við liðinu og hvaða hlutverk sá aðili ætlar mér á næstu leiktíð. Mér líður vel hér hjá Rosenborg og minn fyrsti kostur væri að koma mér inn í byrjunarliðið hér. Ef það tekst hins vegar ekki þarf ég að leita annað eftir meiri spiltíma. Það er hins vegar seinni tíma ákvörðun sem langt er í að ég þurfi að taka,“ segir hann. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson er að klára sitt fjórða keppnistímabil með norska liðinu Rosenborg, en liðið hefur verið afar sigursælt þau ár sem Matthías hefur leikið með því. Hann hefur orðið norskur meistari öll fjögur árin sem hann hefur leikið með liðinu og þar að auki þrisvar sinnum bikarmeistari. Rosenborg varð tvöfaldur meistari á leiktíðinni sem er að ljúka í Noregi, en Matthías lék einungis sjö deildarleiki með liðinu. Þar áður hefur hann verið í mun stærra hlutverki hjá liðinu, en hann skoraði tvö deildarmörk í 12 leikjum árið 2015, fimm mörk í 29 deildarleikjum árið 2016 og sjö mörk í 18 leikjum í deildinni árið 2017. „Það var auðvitað öðruvísi tilfinning að landa þessum titlum en þeim fyrri þar sem ég var meiddur fyrri hluta tímabilsins og mikið á varamannabekknum á þeim seinni. Það var samt mjög gaman að tilheyra leikmannahópi sem vann tvöfalt og setti um leið met sem það lið sem vinnur flesta titla á jafn skömmum tíma og raun ber vitni,“ segir Matthías í samtali við Fréttablaðið. „Um það leyti sem ég er að koma til baka eftir krossbandslitið í ágúst voru þjálfaraskipti hjá liðinu. Sá sem tók við liðinu þekkti ekkert til mín og vissi ekkert um styrkleika mína sem leikmaður. Það var ekki óskastaða að vera ekki í mínu besta líkamlega ástandi að reyna að koma mér inn í lið sem var á sigurbraut. Ég hefði klárlega viljað spila meira og þarf að spila meira en ég gerði eftir að ég varð heill heilsu. Ég er að nálgast mitt fyrra form og mér finnst framfarirnar hjá mér síðasta mánuðinn hafa verið heilmiklar,“ segir hann um stöðu mála hjá sér. „Nú er ég bara með hugann við það að klára þetta keppnistímabil með sóma og ég held að það séu fáir leikmenn jafn spenntir fyrir undirbúningstímabili og ég. Mig sárvantar að komast í líkamlega krefjandi æfingar sem byggja upp líkamlegt form og styrk í hnénu. Fyrst um sinn var ég aðeins ragur við að beita hnénu af fullum krafti en nú er ég farinn að fara í tæklingar af fullum krafti og iða í skinninu að komast á æfingar og fá að spila meira,“ segir þessi öflugi leikmaður. „Sá sem stýrir liðinu þessa stundina var ráðinn út leiktíðina og það verður tekin ákvörðun um það í desember hver mun taka við liðinu til frambúðar. Ég mun bíða og sjá hver tekur við liðinu og hvaða hlutverk sá aðili ætlar mér á næstu leiktíð. Mér líður vel hér hjá Rosenborg og minn fyrsti kostur væri að koma mér inn í byrjunarliðið hér. Ef það tekst hins vegar ekki þarf ég að leita annað eftir meiri spiltíma. Það er hins vegar seinni tíma ákvörðun sem langt er í að ég þurfi að taka,“ segir hann.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira