Enginn frestur fyrir May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þarf að hafa hraðar hendur. EPA/Andy Rain Þingið mun greiða atkvæði þann 11. desember um samkomulagið sem ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefur náð við ESB um útgöngu Breta. Þetta sagði í yfirlýsingu frá embætti forsætisráðherra í gær en The Times hafði greint frá því að ríkisstjórnin hefði beðið þingið um að fresta atkvæðagreiðslunni vegna áhyggja af tapi eins og útlit er fyrir að verði raunin. May leitar nú logandi ljósi að stuðningi en samkvæmt greiningu Bloomberg þarf hún að snúa um 85 þingmönnum til þess að ná samningnum í gegnum þingið. Í útvarpsviðtali við BBC í gær sagði May að það væru bara þrír möguleikar í stöðunni. „Að yfirgefa Evrópusambandið með þessum samningi, að gera það án nokkurs samnings eða að fara ekki neitt,“ sagði ráðherrann. Michel Barnier, sem leiðir samninganefnd ESB, sagði að samningurinn sem liggur fyrir væri sá besti sem Bretum stæði til boða. Þetta er í takt við fyrri yfirlýsingar hans og toppa sambandsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra Breta, sagði svo að það væri algjör firra að halda því fram að hægt væri að semja upp á nýtt ef þingið hafnar samningnum. Framtíðarhorfur eru afar óskýrar fyrir May. Ef samningurinn er felldur á þingi má leiða líkur að því að það marki endalok valdatíðar hennar. Þá hefur forysta DUP, norðurírska smáflokksins sem ver stjórn May vantrausti, lýst því yfir að flokkurinn muni endurskoða samstarfið ef samningurinn verður samþykktur. Hvernig sem á það er litið er May sem sagt í erfiðri stöðu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Þingið mun greiða atkvæði þann 11. desember um samkomulagið sem ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefur náð við ESB um útgöngu Breta. Þetta sagði í yfirlýsingu frá embætti forsætisráðherra í gær en The Times hafði greint frá því að ríkisstjórnin hefði beðið þingið um að fresta atkvæðagreiðslunni vegna áhyggja af tapi eins og útlit er fyrir að verði raunin. May leitar nú logandi ljósi að stuðningi en samkvæmt greiningu Bloomberg þarf hún að snúa um 85 þingmönnum til þess að ná samningnum í gegnum þingið. Í útvarpsviðtali við BBC í gær sagði May að það væru bara þrír möguleikar í stöðunni. „Að yfirgefa Evrópusambandið með þessum samningi, að gera það án nokkurs samnings eða að fara ekki neitt,“ sagði ráðherrann. Michel Barnier, sem leiðir samninganefnd ESB, sagði að samningurinn sem liggur fyrir væri sá besti sem Bretum stæði til boða. Þetta er í takt við fyrri yfirlýsingar hans og toppa sambandsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra Breta, sagði svo að það væri algjör firra að halda því fram að hægt væri að semja upp á nýtt ef þingið hafnar samningnum. Framtíðarhorfur eru afar óskýrar fyrir May. Ef samningurinn er felldur á þingi má leiða líkur að því að það marki endalok valdatíðar hennar. Þá hefur forysta DUP, norðurírska smáflokksins sem ver stjórn May vantrausti, lýst því yfir að flokkurinn muni endurskoða samstarfið ef samningurinn verður samþykktur. Hvernig sem á það er litið er May sem sagt í erfiðri stöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51