Birgðirnar innihalda einnig 40 mýs og 36 þúsund orma, sem nota á við rannsóknir á öldrun og breytingum á vöðvum í þyngdarleysi. Áætlað er að Dragon-geimfari SpaceX nái til geimstöðvarinnar á laugardaginn.
Á leið aftur til jarðar kom þó upp bilun í vökvapumpu jafnvægisbúnaðar eldflaugarinnar svo hún snerist. Samkvæmt Elon Musk, stofnanda SpaceX, jafnað hreyfill eldflaugarinnar hana þó skömmu fyrir lendingu og virtist hún hafa lent í heilu lagi.
Eldflaugin virtist lenda upprétt og hefði hún mögulega náð að lenda á jörðinni.
Engines stabilized rocket spin just in time, enabling an intact landing in water! Ships en route to rescue Falcon. pic.twitter.com/O3h8eCgGJ7
— Elon Musk (@elonmusk) December 5, 2018
SpaceX hefur tólf sinnum lent á jörðinni áður og er þetta í fyrsta sinn sem slík lending misheppnast. Þá hafa lendingar á drónaskipum oft misheppnast. Allt í allt segir Koenigsmann að fyrirtækið hafi lent 32 eldflaugum í heilu lagi, sé eldflaugin í gær ekki talin með.
Tracking shot of Falcon water landing pic.twitter.com/6Hv2aZhLjM
— Elon Musk (@elonmusk) December 5, 2018