Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2018 15:18 Umfangsmikil mótmæli og óeirðir áttu sér stað í borgum Frakklands um síðustu helgi. Í París er talið að lætin hafi ekki verið meiri frá 1968. AP/Michel Euler Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helginaog hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. Ráðherrar Emmanuel Macron hafa reynt að draga úr spennu með því að breyta orðræðu sinni og lofa því að hlusta á mótmælendur. Þá hafði sérstökum sköttum á eldsneyti verið frestað. Nú hefur verið alfarið hætt við skattana.Samkvæmt Reuters segir franskur embættismaður að ríkisstjórnin hafi heimildir fyrir því að einhverjir ætli sér að ferðast til Parísar um helgina með því markmið að taka þátt í mótmælunum, valda skemmum og jafnvel myrða.Umfangsmikil mótmæli og óeirðir áttu sér stað í borgum Frakklands um síðustu helgi. Í París er talið að lætin hafi ekki verið meiri frá 1968. Kveikt var í bílum, verslanir og kaffihús voru rænd og byggingar skemmdar. Fjöldi fólks slasaðist og voru hundruð handtekin. Ríkisstjórn Macron hefur gert greinarmun á friðsömum mótmælendum annars vegar og skemmdarvörgum og þjófum hins vegar, sem ríkisstjórnin segir að hafi notað sér friðsama mótmælendur. Með því markmiði að koma í veg fyrir frekari mótmæli sagði Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta alfarið við aukna skatta á eldsneyti. Áður hafði þeim eingöngu verið frestað í hálft ár. Þá sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra, að hann væri tilbúinn til að leggja fram tillögur að skattalækkunum og hann vildi að bónusar verkamanna yrðu ekki skattskyldir. Samhliða því yrði þó að draga úr kostnaði ríkisins. Þá sagði Le Maire einnig að ef Evrópusambandið kæmist ekki að niðurstöðu varðandi skattlagningu tæknifyrirtækja eins og Google og Facebook, myndi ríkisstjórnin skattleggja þessi fyrirtæki einhliða. Varðandi undirbúning í parís hefur verið ákveðið að fresta nokkrum fótboltaleikjum og verðu Louvre safninu og öðrum mögulega lokað. Þá stendur til að hafa minnst 65 þúsund lögregluþjóna í viðbragðsstöðu víðsvegar um Frakkland. Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helginaog hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. Ráðherrar Emmanuel Macron hafa reynt að draga úr spennu með því að breyta orðræðu sinni og lofa því að hlusta á mótmælendur. Þá hafði sérstökum sköttum á eldsneyti verið frestað. Nú hefur verið alfarið hætt við skattana.Samkvæmt Reuters segir franskur embættismaður að ríkisstjórnin hafi heimildir fyrir því að einhverjir ætli sér að ferðast til Parísar um helgina með því markmið að taka þátt í mótmælunum, valda skemmum og jafnvel myrða.Umfangsmikil mótmæli og óeirðir áttu sér stað í borgum Frakklands um síðustu helgi. Í París er talið að lætin hafi ekki verið meiri frá 1968. Kveikt var í bílum, verslanir og kaffihús voru rænd og byggingar skemmdar. Fjöldi fólks slasaðist og voru hundruð handtekin. Ríkisstjórn Macron hefur gert greinarmun á friðsömum mótmælendum annars vegar og skemmdarvörgum og þjófum hins vegar, sem ríkisstjórnin segir að hafi notað sér friðsama mótmælendur. Með því markmiði að koma í veg fyrir frekari mótmæli sagði Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta alfarið við aukna skatta á eldsneyti. Áður hafði þeim eingöngu verið frestað í hálft ár. Þá sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra, að hann væri tilbúinn til að leggja fram tillögur að skattalækkunum og hann vildi að bónusar verkamanna yrðu ekki skattskyldir. Samhliða því yrði þó að draga úr kostnaði ríkisins. Þá sagði Le Maire einnig að ef Evrópusambandið kæmist ekki að niðurstöðu varðandi skattlagningu tæknifyrirtækja eins og Google og Facebook, myndi ríkisstjórnin skattleggja þessi fyrirtæki einhliða. Varðandi undirbúning í parís hefur verið ákveðið að fresta nokkrum fótboltaleikjum og verðu Louvre safninu og öðrum mögulega lokað. Þá stendur til að hafa minnst 65 þúsund lögregluþjóna í viðbragðsstöðu víðsvegar um Frakkland.
Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55