Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2018 15:18 Umfangsmikil mótmæli og óeirðir áttu sér stað í borgum Frakklands um síðustu helgi. Í París er talið að lætin hafi ekki verið meiri frá 1968. AP/Michel Euler Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helginaog hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. Ráðherrar Emmanuel Macron hafa reynt að draga úr spennu með því að breyta orðræðu sinni og lofa því að hlusta á mótmælendur. Þá hafði sérstökum sköttum á eldsneyti verið frestað. Nú hefur verið alfarið hætt við skattana.Samkvæmt Reuters segir franskur embættismaður að ríkisstjórnin hafi heimildir fyrir því að einhverjir ætli sér að ferðast til Parísar um helgina með því markmið að taka þátt í mótmælunum, valda skemmum og jafnvel myrða.Umfangsmikil mótmæli og óeirðir áttu sér stað í borgum Frakklands um síðustu helgi. Í París er talið að lætin hafi ekki verið meiri frá 1968. Kveikt var í bílum, verslanir og kaffihús voru rænd og byggingar skemmdar. Fjöldi fólks slasaðist og voru hundruð handtekin. Ríkisstjórn Macron hefur gert greinarmun á friðsömum mótmælendum annars vegar og skemmdarvörgum og þjófum hins vegar, sem ríkisstjórnin segir að hafi notað sér friðsama mótmælendur. Með því markmiði að koma í veg fyrir frekari mótmæli sagði Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta alfarið við aukna skatta á eldsneyti. Áður hafði þeim eingöngu verið frestað í hálft ár. Þá sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra, að hann væri tilbúinn til að leggja fram tillögur að skattalækkunum og hann vildi að bónusar verkamanna yrðu ekki skattskyldir. Samhliða því yrði þó að draga úr kostnaði ríkisins. Þá sagði Le Maire einnig að ef Evrópusambandið kæmist ekki að niðurstöðu varðandi skattlagningu tæknifyrirtækja eins og Google og Facebook, myndi ríkisstjórnin skattleggja þessi fyrirtæki einhliða. Varðandi undirbúning í parís hefur verið ákveðið að fresta nokkrum fótboltaleikjum og verðu Louvre safninu og öðrum mögulega lokað. Þá stendur til að hafa minnst 65 þúsund lögregluþjóna í viðbragðsstöðu víðsvegar um Frakkland. Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helginaog hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. Ráðherrar Emmanuel Macron hafa reynt að draga úr spennu með því að breyta orðræðu sinni og lofa því að hlusta á mótmælendur. Þá hafði sérstökum sköttum á eldsneyti verið frestað. Nú hefur verið alfarið hætt við skattana.Samkvæmt Reuters segir franskur embættismaður að ríkisstjórnin hafi heimildir fyrir því að einhverjir ætli sér að ferðast til Parísar um helgina með því markmið að taka þátt í mótmælunum, valda skemmum og jafnvel myrða.Umfangsmikil mótmæli og óeirðir áttu sér stað í borgum Frakklands um síðustu helgi. Í París er talið að lætin hafi ekki verið meiri frá 1968. Kveikt var í bílum, verslanir og kaffihús voru rænd og byggingar skemmdar. Fjöldi fólks slasaðist og voru hundruð handtekin. Ríkisstjórn Macron hefur gert greinarmun á friðsömum mótmælendum annars vegar og skemmdarvörgum og þjófum hins vegar, sem ríkisstjórnin segir að hafi notað sér friðsama mótmælendur. Með því markmiði að koma í veg fyrir frekari mótmæli sagði Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta alfarið við aukna skatta á eldsneyti. Áður hafði þeim eingöngu verið frestað í hálft ár. Þá sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra, að hann væri tilbúinn til að leggja fram tillögur að skattalækkunum og hann vildi að bónusar verkamanna yrðu ekki skattskyldir. Samhliða því yrði þó að draga úr kostnaði ríkisins. Þá sagði Le Maire einnig að ef Evrópusambandið kæmist ekki að niðurstöðu varðandi skattlagningu tæknifyrirtækja eins og Google og Facebook, myndi ríkisstjórnin skattleggja þessi fyrirtæki einhliða. Varðandi undirbúning í parís hefur verið ákveðið að fresta nokkrum fótboltaleikjum og verðu Louvre safninu og öðrum mögulega lokað. Þá stendur til að hafa minnst 65 þúsund lögregluþjóna í viðbragðsstöðu víðsvegar um Frakkland.
Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55