Formaður VR veður reyk Björn Jón Bragason skrifar 6. desember 2018 07:00 Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. Mér er málið skylt, rétt eins og stórum hluta þjóðarinnar. Ég hef verið félagsmaður í VR og sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna í 18 ár. Með yfirlýsingum sínum gengur formaður VR gegn hagsmunum mínum og annarra sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Hlutverk lífeyrissjóða er að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau með sem bestum hætti og greiða sjóðfélögum út lífeyri eftir starfslok. Það fer beinlínis í bága við lög að beita sjóðunum í þágu annarra markmiða. Mér finnst einnig ástæða til að vekja athygli formanns VR á að þó svo að fjórir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna sitji í umboði félagsins þá eru þeir óháðir. Þeir bera eingöngu skyldur og ábyrgð gagnvart sjóðfélögum og mega ekki taka við fyrirmælum frá formanni VR eða öðrum. Og öllum má ljóst vera að það er ekki hagsmunamál okkar sjóðfélaga að gera fjárfestingar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að tæki í baráttu formanns VR. Þess yrði þá ekki langt að bíða að fulltrúar atvinnurekenda gripu til sama óyndisúrræðis og beittu sjóðunum í eigin þágu. Raunar er þetta síður en svo í fyrsta skiptið sem formaður VR hefur uppi sérstæðar yfirlýsingar. Hann hefur til að mynda boðað skæruverkföll og kynnti nýlega kröfugerð sem er til þess fallin að koma verðbólgunni á nýjan leik í tveggja stafa tölu. Formaðurinn gerir okkur félagsmönnum ekkert gagn með illa ígrunduðum gífuryrðum. Við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu skiptir meginmáli að verja þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Við þá vinnu mættu viðsemjendur hafa í huga þessi orð Jóns Sigurðssonar forseta sem birtust í Nýjum félagsritum árið 1841: „Kjör manna, stétta og þjóða eru svo samtvinnuð, að eins gagn er í rauninni allra gagn og eins skaði allra skaði.Höfundur er sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. Mér er málið skylt, rétt eins og stórum hluta þjóðarinnar. Ég hef verið félagsmaður í VR og sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna í 18 ár. Með yfirlýsingum sínum gengur formaður VR gegn hagsmunum mínum og annarra sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Hlutverk lífeyrissjóða er að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau með sem bestum hætti og greiða sjóðfélögum út lífeyri eftir starfslok. Það fer beinlínis í bága við lög að beita sjóðunum í þágu annarra markmiða. Mér finnst einnig ástæða til að vekja athygli formanns VR á að þó svo að fjórir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna sitji í umboði félagsins þá eru þeir óháðir. Þeir bera eingöngu skyldur og ábyrgð gagnvart sjóðfélögum og mega ekki taka við fyrirmælum frá formanni VR eða öðrum. Og öllum má ljóst vera að það er ekki hagsmunamál okkar sjóðfélaga að gera fjárfestingar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að tæki í baráttu formanns VR. Þess yrði þá ekki langt að bíða að fulltrúar atvinnurekenda gripu til sama óyndisúrræðis og beittu sjóðunum í eigin þágu. Raunar er þetta síður en svo í fyrsta skiptið sem formaður VR hefur uppi sérstæðar yfirlýsingar. Hann hefur til að mynda boðað skæruverkföll og kynnti nýlega kröfugerð sem er til þess fallin að koma verðbólgunni á nýjan leik í tveggja stafa tölu. Formaðurinn gerir okkur félagsmönnum ekkert gagn með illa ígrunduðum gífuryrðum. Við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu skiptir meginmáli að verja þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Við þá vinnu mættu viðsemjendur hafa í huga þessi orð Jóns Sigurðssonar forseta sem birtust í Nýjum félagsritum árið 1841: „Kjör manna, stétta og þjóða eru svo samtvinnuð, að eins gagn er í rauninni allra gagn og eins skaði allra skaði.Höfundur er sagnfræðingur
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar