Þurfa að greiða Samskipum 162 milljónir króna í skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2018 15:02 Gamla Eimskip hefur verið dæmt til að greiða 162 milljónir króna til Samskipa. FBL/Stefán Félagið A1988, áður Eimskipafélag Íslands, hefur verið dæmt til greiðslu 162 milljóna króna skaðabóta vegna máls sem má rekja aftur til ársins 2011. Þá höfðuðu Samskip skaðabótamál vegna samkeppnisbrota Gamla Eimskips. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna en greint er frá niðurstöðunni á vef Samskipa. Þar segir að málshöfðunin sé grundvölluð á ólögmætum aðgerðum sem Gamla Eimskip beitti Samskip á árunum 1999-2002. Sektuðu samkeppnisyfirvöld Gamla Eimskip fyrir ólögmætar aðgerðir félagsins. Málið nú var höfðað gegn félaginu A1988 hf. en eftir efnahagshrunið leitaði Gamla Eimskip nauðasamninga og var nafni félagsins breytt í A1988 hf. á hluthafafundi félagsins þann 8. september 2011. „Eimskip bar því við að eiga ekki aðild að málinu, en í dómnum kemur fram að nafnabreytingar Eimskips fái ekki haggað þeirri staðreynd að flutningastarfssemi félagsins á fyrri kennitölu þess hafi sannanlega flust, með öllum réttindum og skyldum, yfir til hinnar nýju kennitölu A1988 hf,“ segir á vef Samskipa. Samskip hf. höfðuðu málið til að sækja skaðabætur en upprunalega var Gamla Eimskip dæmt til stjórnvaldssektar að fjárhæð 230 milljónir króna fyrir brot gegn 11. grein samkeppnislaga. Segir í fréttinni á vef Samskipa að Gamla Eimskip hafi misnotað markaðsráðandi stöðu og gert viðskiptamönnum sínum ólögmæt tilboð og samið við þá um ólögmæt einkakaup eða tryggðarafslætti. Var Gamla Eimskip dæmt til að greiða 162 milljónir króna í skaðabætur að viðbættum vöxtum frá 11. október. Þá þarf Eimskip að greiða málskostnað upp á 45 milljónir.Fréttin var uppfærð klukkan 15:43 til að árétta að ekki væri um Eimskip hf að ræða heldur Gamla Eimskip. Að neðan má sjá tilkynningu frá Eimskipum: Rétt er að félagið A 1988 hefur verið dæmt til að greiða Samskipum bætur en það félag hefur ekki neitt með rekstur Eimskips að gera og því er Eimskip ekki að greiða neinar bætur til Samskipa. Myndbirting með fréttinni er einnig hörmuð og gefur í raun ranga mynd af dómi héraðsdóms. Það er ljóst að Eimskipafélag Íslands HF var og hefur aldrei átt neina aðild að málinu. Dómsmál Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Félagið A1988, áður Eimskipafélag Íslands, hefur verið dæmt til greiðslu 162 milljóna króna skaðabóta vegna máls sem má rekja aftur til ársins 2011. Þá höfðuðu Samskip skaðabótamál vegna samkeppnisbrota Gamla Eimskips. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna en greint er frá niðurstöðunni á vef Samskipa. Þar segir að málshöfðunin sé grundvölluð á ólögmætum aðgerðum sem Gamla Eimskip beitti Samskip á árunum 1999-2002. Sektuðu samkeppnisyfirvöld Gamla Eimskip fyrir ólögmætar aðgerðir félagsins. Málið nú var höfðað gegn félaginu A1988 hf. en eftir efnahagshrunið leitaði Gamla Eimskip nauðasamninga og var nafni félagsins breytt í A1988 hf. á hluthafafundi félagsins þann 8. september 2011. „Eimskip bar því við að eiga ekki aðild að málinu, en í dómnum kemur fram að nafnabreytingar Eimskips fái ekki haggað þeirri staðreynd að flutningastarfssemi félagsins á fyrri kennitölu þess hafi sannanlega flust, með öllum réttindum og skyldum, yfir til hinnar nýju kennitölu A1988 hf,“ segir á vef Samskipa. Samskip hf. höfðuðu málið til að sækja skaðabætur en upprunalega var Gamla Eimskip dæmt til stjórnvaldssektar að fjárhæð 230 milljónir króna fyrir brot gegn 11. grein samkeppnislaga. Segir í fréttinni á vef Samskipa að Gamla Eimskip hafi misnotað markaðsráðandi stöðu og gert viðskiptamönnum sínum ólögmæt tilboð og samið við þá um ólögmæt einkakaup eða tryggðarafslætti. Var Gamla Eimskip dæmt til að greiða 162 milljónir króna í skaðabætur að viðbættum vöxtum frá 11. október. Þá þarf Eimskip að greiða málskostnað upp á 45 milljónir.Fréttin var uppfærð klukkan 15:43 til að árétta að ekki væri um Eimskip hf að ræða heldur Gamla Eimskip. Að neðan má sjá tilkynningu frá Eimskipum: Rétt er að félagið A 1988 hefur verið dæmt til að greiða Samskipum bætur en það félag hefur ekki neitt með rekstur Eimskips að gera og því er Eimskip ekki að greiða neinar bætur til Samskipa. Myndbirting með fréttinni er einnig hörmuð og gefur í raun ranga mynd af dómi héraðsdóms. Það er ljóst að Eimskipafélag Íslands HF var og hefur aldrei átt neina aðild að málinu.
Dómsmál Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira