Ísland í 17. sæti yfir stærstu fiskveiðiþjóðir heims Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 11:21 Í skýrslunni er fjallað um almennt um alþjóðlegan og íslenskan sjávarútveg auk þess sem fjallað er sérstaklega um rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Fréttablaðið/GVA Ísland er í 17. sæti yfir stærstu fiskveiðiþjóðir heims með 1,3 prósent markaðshlutdeild á heimsvísu. Bretland er stærsta viðskiptaþjóð sjávarútvegsins með um 16 prósent af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða, alls um 31 milljarður króna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn sem kom út í dag. Í skýrslunni er fjallað almennt um alþjóðlegan og íslenskan sjávarútveg auk þess sem fjallað er sérstaklega um rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Á meðal þess sem fram kemur þegar litið er til sjávarútvegsins í alþjóðlegu samhengi er að fiskeldi mun drífa áfram magnaukningu í framleiðslu sjávarafurða á næstu árum. Þannig gerir spá OECD ráð fyrir því að fiskeldi muni í fyrsta skipti standa undir meira magni sjávarafurða en hefðbundnar fiskveiðar árið 2020. Kína er svo stórtækasta fiskveiðiþjóð heims en Kínverjar veiddu um 17,4 milljónir tonna, eða um 19 prósent af veiðum á heimsvísu, árið 2017. Kínverjar veiða meira en allar fiskveiðiþjóðir Evrópu samanlagt en í Evrópu veiðir Ísland mest á eftir Rússlandi og Noregi. Þegar litið er til verðmæta sjávarútvegsins hérlendis þá sýnir skýrsla bankans að þorskur er langverðmætasta útflutningstegundin. Þá hafa botnfiskafurðir hækkað mest allra sjávarafurða, eða um 5,4 prósent frá ársbyrjun 2017. „Kemur það íslenskum sjávarútvegi sérlega vel enda mestu verðmæti greinarinnar fólgin í botnfiskafurðum,“ segir í skýrslunni en hana má lesa í heild sinni hér. Sjávarútvegur Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Ísland er í 17. sæti yfir stærstu fiskveiðiþjóðir heims með 1,3 prósent markaðshlutdeild á heimsvísu. Bretland er stærsta viðskiptaþjóð sjávarútvegsins með um 16 prósent af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða, alls um 31 milljarður króna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn sem kom út í dag. Í skýrslunni er fjallað almennt um alþjóðlegan og íslenskan sjávarútveg auk þess sem fjallað er sérstaklega um rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Á meðal þess sem fram kemur þegar litið er til sjávarútvegsins í alþjóðlegu samhengi er að fiskeldi mun drífa áfram magnaukningu í framleiðslu sjávarafurða á næstu árum. Þannig gerir spá OECD ráð fyrir því að fiskeldi muni í fyrsta skipti standa undir meira magni sjávarafurða en hefðbundnar fiskveiðar árið 2020. Kína er svo stórtækasta fiskveiðiþjóð heims en Kínverjar veiddu um 17,4 milljónir tonna, eða um 19 prósent af veiðum á heimsvísu, árið 2017. Kínverjar veiða meira en allar fiskveiðiþjóðir Evrópu samanlagt en í Evrópu veiðir Ísland mest á eftir Rússlandi og Noregi. Þegar litið er til verðmæta sjávarútvegsins hérlendis þá sýnir skýrsla bankans að þorskur er langverðmætasta útflutningstegundin. Þá hafa botnfiskafurðir hækkað mest allra sjávarafurða, eða um 5,4 prósent frá ársbyrjun 2017. „Kemur það íslenskum sjávarútvegi sérlega vel enda mestu verðmæti greinarinnar fólgin í botnfiskafurðum,“ segir í skýrslunni en hana má lesa í heild sinni hér.
Sjávarútvegur Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira