Á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru ökumenn minntir á að leggja ekki af stað nema bíllinn sé búinn til vetraraksturs.
Færð og aðstæður á vegum um landið eru þessar samkvæmt vef Vegagerðarinnar:
Suðurland: Snjóþekja er mjög víða en þæfingsfærð milli Víkur og Steina en þar er unnið að hreinsun.
Suðvesturland: Hálkublettir eru á Reykjnesbraut og Kjalarnesi, hálka á Hellisheiði en annars víða snjóþekja.
Höfuðborgarsvæðið: Hálkublettir á flestum leiðum.
Vesturland: Þar er snjóþekja á flestum leiðum en ófært á Fróðárheiði. Þæfingsfærð er á Vatnaleið og í Staðarsveit en unnið að hreinsun. Þungfært er á milli Búða og Hellna á Snæfellsnesi.
Vestfirðir: Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum og éljagangur á stöku stað. Þungfært er frá Drangsnesi yfir í Bjarnarfjörð og ófært norður í Árneshrepp.
Norðurland: Víða er snjóþekja eða hálka á vegum en þæfingsfærð er úr Hrútafirði og austur að Víðidal og einnig þæfingsfærð á Vatnsskarði en unnið að hreinsun.
Norðausturland: Þar er hálka á flestum leiðum en þungfært í Bárðardal. Dettifossvegur er lokaður.
Austurland: Hálka er víðast hvar á vegum en lokað er um Breiðdalsheiði og Öxi.
Suðausturland: Greiðfært er frá Reyðarfirði að Hvalnesi en þar eru hálkublettir vestur að Skeiðarársandi og snjóþekja í Eldhrauni og á Mýrdalssandi.