Ekki kynþáttaníð að vera kölluð kíví Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2018 07:18 Konan, sem sést ekki á myndinni, var ósátt við að vera líkt við kíví-fugl. Getty/ullstein bild Nýsjálenskri konu tókst ekki að sannfæra ástralskan dómstól um að hún hafi mátt þola kynþáttaníð af hendi samstarfsfólks síns, sem á að hafa kallað hana „kíví.“ Konan, Julie Savage, segir að viðurnefnið hafi haft slík áhrif á sig að hún hafi neyðst til að segja starfi sínu lausu, en hún var yfirmaður í bakaríi í áströlsku borginni Adelaide fram til ársins 2016. Hún hafi því ákveðið að leita réttar síns og fá staðfestingu á því að kíví-stimpillinn væri í raun rasískur og gerði lítið úr nýsjálenskum uppruna hennar. Dómstóll í suðurhluta Ástralíu var þó ekki tilbúinn að fallast á það. Konan hafi ekki mátt þola ósanngjarna meðferð eða kynþáttaníð á vinnustaðnum. Þvert á móti væri viðurnefnið eitthvað sem Nýsjálendingar notuðu sjálfir um sig og væri alla jafna til marks um væntumþykju. Ekki væri að sjá að nein lög hefðu verið brotin. „Það að kalla Nýsjálending kíví er ekki móðgun í sjálfu sér. Kíví er ekki mógðun,“ er haft eftir dómaranum, Leonie Farrel, á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir jafnframt að Kívi vísi til litla, ófleyga fuglsins sem finnst á Nýja-Sjálandi, en ekki loðna ávaxtarins sem ber sama nafn. Eigandi umrædds bakarís fagnaði að vonum sigri og segir dómstólinn hafa komist að réttri niðurstöðu. Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Nýsjálenskri konu tókst ekki að sannfæra ástralskan dómstól um að hún hafi mátt þola kynþáttaníð af hendi samstarfsfólks síns, sem á að hafa kallað hana „kíví.“ Konan, Julie Savage, segir að viðurnefnið hafi haft slík áhrif á sig að hún hafi neyðst til að segja starfi sínu lausu, en hún var yfirmaður í bakaríi í áströlsku borginni Adelaide fram til ársins 2016. Hún hafi því ákveðið að leita réttar síns og fá staðfestingu á því að kíví-stimpillinn væri í raun rasískur og gerði lítið úr nýsjálenskum uppruna hennar. Dómstóll í suðurhluta Ástralíu var þó ekki tilbúinn að fallast á það. Konan hafi ekki mátt þola ósanngjarna meðferð eða kynþáttaníð á vinnustaðnum. Þvert á móti væri viðurnefnið eitthvað sem Nýsjálendingar notuðu sjálfir um sig og væri alla jafna til marks um væntumþykju. Ekki væri að sjá að nein lög hefðu verið brotin. „Það að kalla Nýsjálending kíví er ekki móðgun í sjálfu sér. Kíví er ekki mógðun,“ er haft eftir dómaranum, Leonie Farrel, á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir jafnframt að Kívi vísi til litla, ófleyga fuglsins sem finnst á Nýja-Sjálandi, en ekki loðna ávaxtarins sem ber sama nafn. Eigandi umrædds bakarís fagnaði að vonum sigri og segir dómstólinn hafa komist að réttri niðurstöðu.
Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira