100 ára kvæðakona á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. desember 2018 20:15 Ein besta kvæðakona landsins sem fagnar brátt hundrað og eins árs afmæli býr á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli þar sem hún flytur daglega stemmur af mikilli snilld. Þegar Sigurður Sigurðarson dýralækni, sem er mjög fær kvæðamaður kemur í heimsókn færist fjör í leikinn á Kirkjuhvoli. Það er gaman að sjá Maríu Jónsdóttur og Sigurð stemma saman, hún að verða 101 árs og hann að verða 80 ára. Sigurður segir að María sé ein af bestu kvæðakonum landsins. „Ég veit ekki um aðra kvæðakonu sem er meira en 100 ára gömul en María verður lokaatriðið á diski sem ég er að gefa út fyrir jólin með sextíu sönglögum og nokkrum kvæðalögum þar á meðal“, segir Sigurður. María byrjaði að kveða 10 ára gömul og hefur kveðið fjölbreytt kvæðalög í gegnum árin. Hún lærði að kveða hjá pabba sínum. María skilur hins vegar ekkert í því af hverju hún er orðin svona gömul. „Það hefur aldrei verið mín ósk að vera svona gömul en ég hef aldrei hugsað um það hvað ég verði gömul“, segir María og hefur engar áhyggjur af því að skaparinn hafi gleymt henni, hún hafi ekki gleymt honum. María er mikil listakona, nú er hún til dæmis að hekla fallegar sessur. Sigurður fer hér að lokum með kveðskap eftir Sigurð Breiðfjörð. María er mikil listakona, hér er ein af þeim sessum sem hún hefur heklað.Magnús Hlynur Rangárþing eystra Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Ein besta kvæðakona landsins sem fagnar brátt hundrað og eins árs afmæli býr á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli þar sem hún flytur daglega stemmur af mikilli snilld. Þegar Sigurður Sigurðarson dýralækni, sem er mjög fær kvæðamaður kemur í heimsókn færist fjör í leikinn á Kirkjuhvoli. Það er gaman að sjá Maríu Jónsdóttur og Sigurð stemma saman, hún að verða 101 árs og hann að verða 80 ára. Sigurður segir að María sé ein af bestu kvæðakonum landsins. „Ég veit ekki um aðra kvæðakonu sem er meira en 100 ára gömul en María verður lokaatriðið á diski sem ég er að gefa út fyrir jólin með sextíu sönglögum og nokkrum kvæðalögum þar á meðal“, segir Sigurður. María byrjaði að kveða 10 ára gömul og hefur kveðið fjölbreytt kvæðalög í gegnum árin. Hún lærði að kveða hjá pabba sínum. María skilur hins vegar ekkert í því af hverju hún er orðin svona gömul. „Það hefur aldrei verið mín ósk að vera svona gömul en ég hef aldrei hugsað um það hvað ég verði gömul“, segir María og hefur engar áhyggjur af því að skaparinn hafi gleymt henni, hún hafi ekki gleymt honum. María er mikil listakona, nú er hún til dæmis að hekla fallegar sessur. Sigurður fer hér að lokum með kveðskap eftir Sigurð Breiðfjörð. María er mikil listakona, hér er ein af þeim sessum sem hún hefur heklað.Magnús Hlynur
Rangárþing eystra Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira