Rannsaka ásakanir um kynferðisbrot á hendur Neil deGrasse Tyson Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2018 23:30 Neil deGrasse Tyson. Getty/Craig Barritt Stjarneðlisfræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn Neil deGrasse Tyson sætir nú rannsókn vegna ásakana um kynferðisbrot á hendur honum. Greint var frá ásökununum í grein á vefritinu Patheos á fimmtudag. Þar stíga fram tvær konur og saka Tyson um að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun í samskiptum við þær. Önnur þeirra, dr. Katelyn N. Allers, eðlis- og stjörnufræðikennari við Bucknell-háskóla, segir Tyson hafa káfað á sér í veislu sem haldin var eftir ráðstefnu Bandaríska stjörnufræðisambandsins árið 2009. Hin konan heitir Ashley Watson og er fyrrverandi aðstoðarkona Tysons. Watson heldur því fram að hún hafi neyðst til að segja upp starfi sínu eftir að Tyson fór þess ítrekað á leit við hana að þau hæfu kynferðislegt samband.Sjá einnig: Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Tyson er stjórnandi sjónvarpsþáttaraðarinnar Cosmos, sem bar titilinn Alheimurinn þegar hún var sýnd á RÚV, og mun stýra framhaldsþáttaröð sem frumsýnd verður á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox á næsta ári. Í yfirlýsingu frá framleiðendum þáttanna segir að ásakanirnar á hendur Tyson verði rannsakaðar og að brugðist verði við þeim á viðeigandi hátt að rannsókn lokinni. Fox-sjónvarpsstöðin tekur í sama streng í yfirlýsingu. Þar segir að stöðin hefði nýlega fengið veður af ásökunum á hendur Tyson og að málið sé tekið alvarlega. Þá verði ásakanirnar rannsakaðar.Fagnar óháðri rannsókn Tyson tjáði sig um ásakanirnar á Facebook-síðu sinni í kvöld, bæði þær sem greint var frá á fimmtudag og ásakanir konu sem steig fram í fyrra. Tyson hafnaði því að hafa káfað á Allers árið 2009 en minntist þess að hún hefði beðið hann um að sitja fyrir með sér á mynd er þau hittust á ráðstefnunni. Þá kannaðist hann ekki við að hafa hagað sér ósæmilega í garð fyrrverandi aðstoðarkonu sinnar, en viðurkenndi þó að hún hefði tjáð sér að hann hefði farið yfir strikið. „Ég er sá sem ásakanirnar eru bornar á, af hverju ætti nokkur maður að trúa því sem ég segi? [...] Þar komum við að gildi óháðrar rannsóknar sem Fox/NatGEO tilkynnti um að muni fara fram. Ég fagna því,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni, sem lesa má í heild hér. Cosmos-þættirnir voru frumsýndir árið 2014 en í þeim reynir Tyson að leita skýringa á uppruna mannsins með aðstoð vísindanna. Þetta er jafnframt ekki í fyrsta sinn sem Tyson er sakaður um kynferðisbrot eins og áður segir. Í fyrra sakaði tónlistarkonan Tchiya Amet Tyson um að hafa nauðgað sér þegar þau voru saman í háskólanámi.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Tyson sem birt voru seint í kvöld. Bandaríkin Geimurinn MeToo Tengdar fréttir Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Í gær var frumsýndur fyrsti þáttur hinnar nýju Cosmos seríu með stjarneðlisfræðingnum Neil deGrasse Tyson. 10. mars 2014 11:52 Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Stjarneðlisfræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn Neil deGrasse Tyson sætir nú rannsókn vegna ásakana um kynferðisbrot á hendur honum. Greint var frá ásökununum í grein á vefritinu Patheos á fimmtudag. Þar stíga fram tvær konur og saka Tyson um að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun í samskiptum við þær. Önnur þeirra, dr. Katelyn N. Allers, eðlis- og stjörnufræðikennari við Bucknell-háskóla, segir Tyson hafa káfað á sér í veislu sem haldin var eftir ráðstefnu Bandaríska stjörnufræðisambandsins árið 2009. Hin konan heitir Ashley Watson og er fyrrverandi aðstoðarkona Tysons. Watson heldur því fram að hún hafi neyðst til að segja upp starfi sínu eftir að Tyson fór þess ítrekað á leit við hana að þau hæfu kynferðislegt samband.Sjá einnig: Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Tyson er stjórnandi sjónvarpsþáttaraðarinnar Cosmos, sem bar titilinn Alheimurinn þegar hún var sýnd á RÚV, og mun stýra framhaldsþáttaröð sem frumsýnd verður á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox á næsta ári. Í yfirlýsingu frá framleiðendum þáttanna segir að ásakanirnar á hendur Tyson verði rannsakaðar og að brugðist verði við þeim á viðeigandi hátt að rannsókn lokinni. Fox-sjónvarpsstöðin tekur í sama streng í yfirlýsingu. Þar segir að stöðin hefði nýlega fengið veður af ásökunum á hendur Tyson og að málið sé tekið alvarlega. Þá verði ásakanirnar rannsakaðar.Fagnar óháðri rannsókn Tyson tjáði sig um ásakanirnar á Facebook-síðu sinni í kvöld, bæði þær sem greint var frá á fimmtudag og ásakanir konu sem steig fram í fyrra. Tyson hafnaði því að hafa káfað á Allers árið 2009 en minntist þess að hún hefði beðið hann um að sitja fyrir með sér á mynd er þau hittust á ráðstefnunni. Þá kannaðist hann ekki við að hafa hagað sér ósæmilega í garð fyrrverandi aðstoðarkonu sinnar, en viðurkenndi þó að hún hefði tjáð sér að hann hefði farið yfir strikið. „Ég er sá sem ásakanirnar eru bornar á, af hverju ætti nokkur maður að trúa því sem ég segi? [...] Þar komum við að gildi óháðrar rannsóknar sem Fox/NatGEO tilkynnti um að muni fara fram. Ég fagna því,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni, sem lesa má í heild hér. Cosmos-þættirnir voru frumsýndir árið 2014 en í þeim reynir Tyson að leita skýringa á uppruna mannsins með aðstoð vísindanna. Þetta er jafnframt ekki í fyrsta sinn sem Tyson er sakaður um kynferðisbrot eins og áður segir. Í fyrra sakaði tónlistarkonan Tchiya Amet Tyson um að hafa nauðgað sér þegar þau voru saman í háskólanámi.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Tyson sem birt voru seint í kvöld.
Bandaríkin Geimurinn MeToo Tengdar fréttir Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Í gær var frumsýndur fyrsti þáttur hinnar nýju Cosmos seríu með stjarneðlisfræðingnum Neil deGrasse Tyson. 10. mars 2014 11:52 Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Í gær var frumsýndur fyrsti þáttur hinnar nýju Cosmos seríu með stjarneðlisfræðingnum Neil deGrasse Tyson. 10. mars 2014 11:52
Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30