Erlent

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sendir Rússum tóninn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Trump og Mattis á góðri stundu.
Trump og Mattis á góðri stundu. Drew Angerer/Getty
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, hefur gagnrýnt rússnesk stjórnvöld harðlega fyrir „óskammfeilin“ brot á samkomulagi við Úkraínu og kyrrsetningu þriggja úkraínskra skipa. Þá gagnrýndi hann Rússa einnig fyrir að reyna að hafa áhrif á nýafstaðnar þingkosningar vestanhafs og fyrir að virða kjarnorkusamkomulag við Bandaríkin að vettugi.

Mattis var á mælendaskrá á varnarmálaráðstefnu í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í dag, aðeins degi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti vék sér undan því að hitta kollega sinn frá Rússlandi, Vladimir Pútín, eftir að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þeirra fastar. Pútín lét í dag hafa eftir sér að engin lausn á deilum Rússa og Úkraínumanna væri í sjónmáli og notaði orðið „stríð“ yfir ástandið sem nú er uppi.

Þá gagnrýndi Mattis ríkisstjórn Pútíns fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru um miðjan nóvember í Bandaríkjunum og sakaði hann Rússa um að hafa reynt að hindra framgang lýðræðisins.

Loks kenndi Mattis Pútín og hans ríkisstjórn um hvernig farið væri fyrir kjarnorkusamkomulagi Bandaríkjanna og Rússa en í október á þessu ári tilkynnti Bandaríkjaforseti að hann hygðist draga aðild Bandaríkjanna að samkomulaginu til baka. Þetta hafi verið ákvðeið vegna ítrekaðra tilfella þar sem Rússar virtu samkomulagið að vettugi og hefðu uppi háttsemi sem stæði þvert gegn samkomulaginu, að sögn Mattis.


Tengdar fréttir

Trump aflýsir fundi með Pútín

Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda.

Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs

Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×