Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2018 08:00 Frá Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Mikið fannfergi hefur verið norðanlands síðustu tvo sólarhringana og hafa margir þurft að moka snjó frá heimilum sínum. Húsfélög stórra húsa moka bílaplön sín á eigin kostnað og oft er snjórinn ruddur í stóra skafla. Nú þarf hins vegar að moka honum upp á vörubíla og fara með hann á losunarsvæði með tilheyrandi aukakostnaði fyrir húsfélög sem og aukinni mengun af völdum stórra vinnuvéla á ferð um bæjarlandið. Á vef Akureyrarkaupstaðar hefur verið sett upp kort þar sem losunarstaðir eru skilgreindir. Geta bæjarbúar keyrt með snjóinn á þessi skilgreindu snjólosunarsvæði, utan alfaraleiðar gangandi vegfarenda. Bæjarbúar hafa margir hverjir haft það á orði hvort þeir þurfi þá að setja snjóinn í svarta poka. „Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að snjó hafi verið mokað á gangstéttir og aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Því var ákveðið að skilgreina snjólosunarsvæði og var það kynnt snjómokstursverktökum sem og bæjarbúum,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar. „Við höfum fengið nokkrar athugasemdir við þetta fyrirkomulag í dag og förum við yfir málið eftir helgi. Við leggjum þó ríka áherslu á að tryggja öryggi gangandi vegfarenda á Akureyri.“ Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir frétt bæjarins í of neikvæðum tón. „Betra hefði verið að leiðbeina bæjarbúum um hvað skuli gera þegar snjómagnið er svo mikið,“ segir Gunnar. „Ég geri ráð fyrir að menn séu að tala um að tryggja öryggi gangandi fólks og að setja ekki of mikinn snjó í ruðninga. En það hefði mátt stilla málinu öðruvísi upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Veður Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Mikið fannfergi hefur verið norðanlands síðustu tvo sólarhringana og hafa margir þurft að moka snjó frá heimilum sínum. Húsfélög stórra húsa moka bílaplön sín á eigin kostnað og oft er snjórinn ruddur í stóra skafla. Nú þarf hins vegar að moka honum upp á vörubíla og fara með hann á losunarsvæði með tilheyrandi aukakostnaði fyrir húsfélög sem og aukinni mengun af völdum stórra vinnuvéla á ferð um bæjarlandið. Á vef Akureyrarkaupstaðar hefur verið sett upp kort þar sem losunarstaðir eru skilgreindir. Geta bæjarbúar keyrt með snjóinn á þessi skilgreindu snjólosunarsvæði, utan alfaraleiðar gangandi vegfarenda. Bæjarbúar hafa margir hverjir haft það á orði hvort þeir þurfi þá að setja snjóinn í svarta poka. „Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að snjó hafi verið mokað á gangstéttir og aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Því var ákveðið að skilgreina snjólosunarsvæði og var það kynnt snjómokstursverktökum sem og bæjarbúum,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar. „Við höfum fengið nokkrar athugasemdir við þetta fyrirkomulag í dag og förum við yfir málið eftir helgi. Við leggjum þó ríka áherslu á að tryggja öryggi gangandi vegfarenda á Akureyri.“ Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir frétt bæjarins í of neikvæðum tón. „Betra hefði verið að leiðbeina bæjarbúum um hvað skuli gera þegar snjómagnið er svo mikið,“ segir Gunnar. „Ég geri ráð fyrir að menn séu að tala um að tryggja öryggi gangandi fólks og að setja ekki of mikinn snjó í ruðninga. En það hefði mátt stilla málinu öðruvísi upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Veður Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira