Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2018 08:00 Frá Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Mikið fannfergi hefur verið norðanlands síðustu tvo sólarhringana og hafa margir þurft að moka snjó frá heimilum sínum. Húsfélög stórra húsa moka bílaplön sín á eigin kostnað og oft er snjórinn ruddur í stóra skafla. Nú þarf hins vegar að moka honum upp á vörubíla og fara með hann á losunarsvæði með tilheyrandi aukakostnaði fyrir húsfélög sem og aukinni mengun af völdum stórra vinnuvéla á ferð um bæjarlandið. Á vef Akureyrarkaupstaðar hefur verið sett upp kort þar sem losunarstaðir eru skilgreindir. Geta bæjarbúar keyrt með snjóinn á þessi skilgreindu snjólosunarsvæði, utan alfaraleiðar gangandi vegfarenda. Bæjarbúar hafa margir hverjir haft það á orði hvort þeir þurfi þá að setja snjóinn í svarta poka. „Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að snjó hafi verið mokað á gangstéttir og aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Því var ákveðið að skilgreina snjólosunarsvæði og var það kynnt snjómokstursverktökum sem og bæjarbúum,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar. „Við höfum fengið nokkrar athugasemdir við þetta fyrirkomulag í dag og förum við yfir málið eftir helgi. Við leggjum þó ríka áherslu á að tryggja öryggi gangandi vegfarenda á Akureyri.“ Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir frétt bæjarins í of neikvæðum tón. „Betra hefði verið að leiðbeina bæjarbúum um hvað skuli gera þegar snjómagnið er svo mikið,“ segir Gunnar. „Ég geri ráð fyrir að menn séu að tala um að tryggja öryggi gangandi fólks og að setja ekki of mikinn snjó í ruðninga. En það hefði mátt stilla málinu öðruvísi upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Veður Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Mikið fannfergi hefur verið norðanlands síðustu tvo sólarhringana og hafa margir þurft að moka snjó frá heimilum sínum. Húsfélög stórra húsa moka bílaplön sín á eigin kostnað og oft er snjórinn ruddur í stóra skafla. Nú þarf hins vegar að moka honum upp á vörubíla og fara með hann á losunarsvæði með tilheyrandi aukakostnaði fyrir húsfélög sem og aukinni mengun af völdum stórra vinnuvéla á ferð um bæjarlandið. Á vef Akureyrarkaupstaðar hefur verið sett upp kort þar sem losunarstaðir eru skilgreindir. Geta bæjarbúar keyrt með snjóinn á þessi skilgreindu snjólosunarsvæði, utan alfaraleiðar gangandi vegfarenda. Bæjarbúar hafa margir hverjir haft það á orði hvort þeir þurfi þá að setja snjóinn í svarta poka. „Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að snjó hafi verið mokað á gangstéttir og aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Því var ákveðið að skilgreina snjólosunarsvæði og var það kynnt snjómokstursverktökum sem og bæjarbúum,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar. „Við höfum fengið nokkrar athugasemdir við þetta fyrirkomulag í dag og förum við yfir málið eftir helgi. Við leggjum þó ríka áherslu á að tryggja öryggi gangandi vegfarenda á Akureyri.“ Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir frétt bæjarins í of neikvæðum tón. „Betra hefði verið að leiðbeina bæjarbúum um hvað skuli gera þegar snjómagnið er svo mikið,“ segir Gunnar. „Ég geri ráð fyrir að menn séu að tala um að tryggja öryggi gangandi fólks og að setja ekki of mikinn snjó í ruðninga. En það hefði mátt stilla málinu öðruvísi upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Veður Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira