Einn mesti gagnaleki sögunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 07:15 Marriott rekur meðal annars hótel í Kína. Nordicphotos/AFP Upplýsingum um 500 milljónir gesta hótelfyrirtækisins Starwood hefur verið stolið úr gagnagrunni fyrirtækisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem móðurfyrirtækið Marriott sendi til yfirvalda. Þar sagði að árásin hafi átt sér stað fyrir 10. september síðastliðinn og mögulega hefði innbrotið átt sér stað fyrir heilum fjórum árum. „Við rannsókn komst Marriott að því að einhver afritaði upplýsingar í leyfisleysi,“ sagði í yfirlýsingunni. Starwood rekur hótel undir nöfnunum W Hotels, Sheraton, Le Méridien og Four Points. Hótelrisinn Marriott keypti Starwood árið 2016 og úr varð stærsta hótelsamsteypa heims. Starwood-hlutinn starfrækir um 1.200 gististaði. Fyrirtækið hefur hafist handa við að gera gestum sem lentu í lekanum viðvart og samkvæmt Techcrunch hafa gestir í til að mynda Bandaríkjunum, Kanada og á Bretlandi verið látnir vita. Þar kemur sömuleiðis fram að vegna GDPR, nýju evrópsku persónuverndarlöggjafarinnar, gæti Starwood verið sektað um allt að fjögur prósent árlegrar veltu vegna málsins. Magn upplýsinga sem stolið var úr gagnagrunninum er gífurlegt. Í tilfellum um 327 milljóna gesta má finna til að mynda nöfn þeirra, heimilisföng, símanúmer, netföng, vegabréfsnúmer, bankaupplýsingar, fæðingardag, kyn og/eða komu- og brottfarartíma. Aukinheldur má í sumum tilfellum búast við því að dulkóðaðar kortaupplýsingar fylgi. Fyrirtækið getur hins vegar ekki útilokað að dulkóðunarlyklunum hafi einnig verið stolið. „Við hörmum þennan atburð. Marriott hefur tilkynnt þetta til yfirvalda og mun halda áfram stuðningi við rannsókn þeirra,“ sagði í tilkynningu í gær. Séu einhverjir Íslendingar á meðal þeirra sem urðu fyrir því að upplýsingum um þá var stolið mega viðkomandi búast við tölvupósti frá hótelsamsteypunni. Þá hefur einnig verið sett upp vefsíða fyrir smeyka hótelgesti, answers.kroll.com, og eru allir þeir sem gistu á hótelum Starwood beðnir um að vera vakandi fyrir mögulegri misnotkun á greiðslukortum sínum. Þá ber sömuleiðis að varast óprúttna tölvuþrjóta sem gætu sent póst í nafni fyrirtækisins. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tölvuárásir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Upplýsingum um 500 milljónir gesta hótelfyrirtækisins Starwood hefur verið stolið úr gagnagrunni fyrirtækisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem móðurfyrirtækið Marriott sendi til yfirvalda. Þar sagði að árásin hafi átt sér stað fyrir 10. september síðastliðinn og mögulega hefði innbrotið átt sér stað fyrir heilum fjórum árum. „Við rannsókn komst Marriott að því að einhver afritaði upplýsingar í leyfisleysi,“ sagði í yfirlýsingunni. Starwood rekur hótel undir nöfnunum W Hotels, Sheraton, Le Méridien og Four Points. Hótelrisinn Marriott keypti Starwood árið 2016 og úr varð stærsta hótelsamsteypa heims. Starwood-hlutinn starfrækir um 1.200 gististaði. Fyrirtækið hefur hafist handa við að gera gestum sem lentu í lekanum viðvart og samkvæmt Techcrunch hafa gestir í til að mynda Bandaríkjunum, Kanada og á Bretlandi verið látnir vita. Þar kemur sömuleiðis fram að vegna GDPR, nýju evrópsku persónuverndarlöggjafarinnar, gæti Starwood verið sektað um allt að fjögur prósent árlegrar veltu vegna málsins. Magn upplýsinga sem stolið var úr gagnagrunninum er gífurlegt. Í tilfellum um 327 milljóna gesta má finna til að mynda nöfn þeirra, heimilisföng, símanúmer, netföng, vegabréfsnúmer, bankaupplýsingar, fæðingardag, kyn og/eða komu- og brottfarartíma. Aukinheldur má í sumum tilfellum búast við því að dulkóðaðar kortaupplýsingar fylgi. Fyrirtækið getur hins vegar ekki útilokað að dulkóðunarlyklunum hafi einnig verið stolið. „Við hörmum þennan atburð. Marriott hefur tilkynnt þetta til yfirvalda og mun halda áfram stuðningi við rannsókn þeirra,“ sagði í tilkynningu í gær. Séu einhverjir Íslendingar á meðal þeirra sem urðu fyrir því að upplýsingum um þá var stolið mega viðkomandi búast við tölvupósti frá hótelsamsteypunni. Þá hefur einnig verið sett upp vefsíða fyrir smeyka hótelgesti, answers.kroll.com, og eru allir þeir sem gistu á hótelum Starwood beðnir um að vera vakandi fyrir mögulegri misnotkun á greiðslukortum sínum. Þá ber sömuleiðis að varast óprúttna tölvuþrjóta sem gætu sent póst í nafni fyrirtækisins.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tölvuárásir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila