Pírataruglið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 1. desember 2018 09:00 Alþingispíratinn um kostnað við akstur þingmanna: „Það verður að kalla til lögreglu til að rannsaka þetta mál, úr því að forsætisnefnd neitar að brenna þennan þingmann á báli. Við erum sko að ræða um meðferð opinbers fjár.“ Alvarlegt augnaráð og þungi fylgir. Borgarstjórnarpíratinn um Braggamálið: „Það er mikilvægt að við lærum af þessu og förum yfir alla verkferla, þetta eru nefnilega alveg gríðarlega flóknir ferlar, þú skilur.“ Flóttalegt augnaráð og vandræðalegt bros fylgir. Það er ótrúlegt að fylgjast með Pírataflokknum þessa dagana. Fyrst kemur í ljós að flokkurinn er gegnumsýktur af eineltismenningu og frásagnir fólks sem þar hefur starfað og orðið fyrir eineltinu eru mjög sorglegar. Allt verður það verra sökum þess að Píratar virðast líta á sig sem betri en annað fólk. Þeir sem hafa lesið Dýragarð Orwells vita hvernig fer fyrir slíku fólki. En það er ekki síður áhugavert að sjá hversu mjög miklu munar á Pírötum á Alþingi og Pírötum í borgarstjórn eins og sést að ofan. Þingpíratarnir sem eru í minnihluta á Alþingi hafa slegið Norðurlandamet í spurningum og jafnvel þegar spurningar þeirra og ásakanir um óeðlilega meðferð opinberra fjármuna hafa verið hraktar, þá halda þeir áfram rétt eins og svör skipti ekki máli, einungis spurningarnar. En borgarstjórnarpíratarnir eru í meirihluta í Reykjavíkurborg. Þeir lýstu því yfir á dögunum með opinberri samþykkt að friður þyrfti að fást „fyrir ágangi stjórnmálamanna sem í fullkominni málefnafátækt einbeita sér að málum sem eingöngu virðast til þess fallin að gera öll útgjöld borgarinnar tortryggileg“. Tær snilld! Mann hreinlega svimar af ruglinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Alþingispíratinn um kostnað við akstur þingmanna: „Það verður að kalla til lögreglu til að rannsaka þetta mál, úr því að forsætisnefnd neitar að brenna þennan þingmann á báli. Við erum sko að ræða um meðferð opinbers fjár.“ Alvarlegt augnaráð og þungi fylgir. Borgarstjórnarpíratinn um Braggamálið: „Það er mikilvægt að við lærum af þessu og förum yfir alla verkferla, þetta eru nefnilega alveg gríðarlega flóknir ferlar, þú skilur.“ Flóttalegt augnaráð og vandræðalegt bros fylgir. Það er ótrúlegt að fylgjast með Pírataflokknum þessa dagana. Fyrst kemur í ljós að flokkurinn er gegnumsýktur af eineltismenningu og frásagnir fólks sem þar hefur starfað og orðið fyrir eineltinu eru mjög sorglegar. Allt verður það verra sökum þess að Píratar virðast líta á sig sem betri en annað fólk. Þeir sem hafa lesið Dýragarð Orwells vita hvernig fer fyrir slíku fólki. En það er ekki síður áhugavert að sjá hversu mjög miklu munar á Pírötum á Alþingi og Pírötum í borgarstjórn eins og sést að ofan. Þingpíratarnir sem eru í minnihluta á Alþingi hafa slegið Norðurlandamet í spurningum og jafnvel þegar spurningar þeirra og ásakanir um óeðlilega meðferð opinberra fjármuna hafa verið hraktar, þá halda þeir áfram rétt eins og svör skipti ekki máli, einungis spurningarnar. En borgarstjórnarpíratarnir eru í meirihluta í Reykjavíkurborg. Þeir lýstu því yfir á dögunum með opinberri samþykkt að friður þyrfti að fást „fyrir ágangi stjórnmálamanna sem í fullkominni málefnafátækt einbeita sér að málum sem eingöngu virðast til þess fallin að gera öll útgjöld borgarinnar tortryggileg“. Tær snilld! Mann hreinlega svimar af ruglinu.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar