„Hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. desember 2018 20:00 Kona sem sagði upp prófessorstöðu við Háskóla Íslands í dag vegna meintar áreitni yfirmanns telur rektor hafa brugðist sér. Hún hafi engin viðbrögð fengið eftir að hafa lagt fram margs konar gögn sem hún telur hafa sannað mál sitt. Yfirmaður hennar vísar ásökunum á bug. Sigrún Helga Lund sagði upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í opinberri færslu á Facebook í morgun. Þar sakar hún yfirmann sinn um einelti og kynferðislega áreitni. „Í raun og veru er þetta mál bara enn ein klisjan. Þetta er bara klassíska dæmið um óeðlileg kynferðisleg samskipti, það er rosalega mikið um einelti og andlegt ofbeldi," segir Sigrún Helga Lund. Hún segist fyrst hafa kvartað undan framkomunni sumarið 2016. Ekki hafi verið brugðist við því og þegar ástandið versnaði svaraði hún fyrir sig og löðrungaði yfirmanninn. Þegar hún átti að sæta áminningu leitaði hún til lögfræðings sem kærði málið til siðanefndar. Þar segist hún hafa lagt fram ýmis gögn. „Tölvupóstar, Facebook-skilaboð, ljósmyndir og þess háttar. Í raun og veru heil mappa af mjög erfiðum samskiptum," segir Sigrún.Sigurður Yngvi Kristinssonháskóli íslands/kristinn ingvarssonSigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, steig fram í dag og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar ásökunum Sigrúnar. Hann baðst undan viðtali en í yfirlýsingu segir hann erfiðleika hafa komið upp í samstarfinu. Hann hafi þá vikið henni úr rannsóknarhóp sínum og því hafi hún ráðist á hann. Úrskurðir siðanefndar eru ekki birtir opinberlega en Sigurður birtir lokaorð úrskurðarins í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að hann hafi að hluta gerst brotlegur við tvær greinar. Annars vegar að starfsfólk eigi að sýna virðingu í samskiptum og forðast að láta persónuleg tengsl hafa áhrif á samvinnu. Þá gerðist hann brotlegur við jafnræðisákvæði sem tekur á einelti og mismunun. Brotið sé þó ekki talið alvarlegt. Sigrún telur rektor hafa brugðist sér og sýnt andvaraleysi í málinu. Á sama tíma og hún hafi engin viðbrögð fengið hafi rektor rætt opinberlega um jafnréttismál í tilefni metoo-umræðunnar. Í yfirlýsingu frá Háskóla Íslands vegna málsins segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega en að háskólinn hafi undanfarið lagt áherslu á ða bæta alla ferla. Áreitni verði ekki liðin innan skólans. „Það vilja allir skreyta sig með þessu. Það vilja allir þykjast vera frábærir og vera með einhverjar stefnur á blaði og annað. En svo að taka raunverulega á því veit ég ekki með. Ég hef heyrt orðrétt haft eftir honum að þetta mál sé ofboðslega erfitt fyrir hann. Ég sagði bara; Já, hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" segir Sigrún Helga Lund. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Kona sem sagði upp prófessorstöðu við Háskóla Íslands í dag vegna meintar áreitni yfirmanns telur rektor hafa brugðist sér. Hún hafi engin viðbrögð fengið eftir að hafa lagt fram margs konar gögn sem hún telur hafa sannað mál sitt. Yfirmaður hennar vísar ásökunum á bug. Sigrún Helga Lund sagði upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í opinberri færslu á Facebook í morgun. Þar sakar hún yfirmann sinn um einelti og kynferðislega áreitni. „Í raun og veru er þetta mál bara enn ein klisjan. Þetta er bara klassíska dæmið um óeðlileg kynferðisleg samskipti, það er rosalega mikið um einelti og andlegt ofbeldi," segir Sigrún Helga Lund. Hún segist fyrst hafa kvartað undan framkomunni sumarið 2016. Ekki hafi verið brugðist við því og þegar ástandið versnaði svaraði hún fyrir sig og löðrungaði yfirmanninn. Þegar hún átti að sæta áminningu leitaði hún til lögfræðings sem kærði málið til siðanefndar. Þar segist hún hafa lagt fram ýmis gögn. „Tölvupóstar, Facebook-skilaboð, ljósmyndir og þess háttar. Í raun og veru heil mappa af mjög erfiðum samskiptum," segir Sigrún.Sigurður Yngvi Kristinssonháskóli íslands/kristinn ingvarssonSigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, steig fram í dag og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar ásökunum Sigrúnar. Hann baðst undan viðtali en í yfirlýsingu segir hann erfiðleika hafa komið upp í samstarfinu. Hann hafi þá vikið henni úr rannsóknarhóp sínum og því hafi hún ráðist á hann. Úrskurðir siðanefndar eru ekki birtir opinberlega en Sigurður birtir lokaorð úrskurðarins í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að hann hafi að hluta gerst brotlegur við tvær greinar. Annars vegar að starfsfólk eigi að sýna virðingu í samskiptum og forðast að láta persónuleg tengsl hafa áhrif á samvinnu. Þá gerðist hann brotlegur við jafnræðisákvæði sem tekur á einelti og mismunun. Brotið sé þó ekki talið alvarlegt. Sigrún telur rektor hafa brugðist sér og sýnt andvaraleysi í málinu. Á sama tíma og hún hafi engin viðbrögð fengið hafi rektor rætt opinberlega um jafnréttismál í tilefni metoo-umræðunnar. Í yfirlýsingu frá Háskóla Íslands vegna málsins segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega en að háskólinn hafi undanfarið lagt áherslu á ða bæta alla ferla. Áreitni verði ekki liðin innan skólans. „Það vilja allir skreyta sig með þessu. Það vilja allir þykjast vera frábærir og vera með einhverjar stefnur á blaði og annað. En svo að taka raunverulega á því veit ég ekki með. Ég hef heyrt orðrétt haft eftir honum að þetta mál sé ofboðslega erfitt fyrir hann. Ég sagði bara; Já, hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" segir Sigrún Helga Lund.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent