Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 14:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Rúmlega tvö þúsund bandarískir hermenn verða dregnir frá Sýrlandi og öllum landaðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams verður hætt samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Erlendir miðlar greinar frá ákvörðun Trump og vitna til embættismanna varnarmálaráðuneytisins. Reuters-fréttastofan segir að hún myndi stangast á við stefnu Jim Mattis, varnarmálaráðherra, um að Bandaríkin hafi áfram viðveru í Sýrlandi til að koma í veg fyrir að Ríki íslams nái að hasla sér völl þar aftur. Hryðjuverkamennirnir stefndu að því að stofna kalífadæmi á landsvæðum í Írak og Sýrlandi.Washington Post segir að Bandaríkjaher hafi enn ekki tekist að uppræta samtökin algerlega í miðju Sýrlandi. Hætta sé á að þau nái aftur fótfestu hverfi bandarískir hermenn þaðan. Ákvörðunin hafi verið tekin skyndilega í gær í skugga ágreinings við tyrknesk stjórnvöld. Tyrkir segja að kúrdískir bandamenn Bandaríkjahers séu hryðjuverkamenn og hafa heitið því að beita hervaldi gegn þeim. Trump forseti hefur ítrekað viljað draga herlið Bandaríkjanna frá átakasvæðum eins og Sýrlandi, Afganistan og Írak. Ráðgjöfum hans og yfirmönnum hersins hefur fram að þessu tekist að tala hann ofan af því. „Við höfum sigrað Ríki íslams í Sýrlandi, eina ástæða mín fyrir að vera þarna í Trump-forsetatíðinni,“ tísti Trump í dag inn á milli fullyrðinga um að Mexíkóar myndu greiða fyrir landamæramúr og ásakana um pólitískar ásakanir gegn sér vegna góðgerðasamtaka sem saksóknarar segja að hafi verið notuð ólöglega.We have defeated ISIS in Syria, my only reason for being there during the Trump Presidency.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 19, 2018 Kúvending á stefnu ríkisstjórnarinnar Ákvörðun Trump nú virðist alger kúvending á stefnu ríkisstjórnar hans. Brett McGurk, sérstakur fulltrúi forsetans í baráttunni gegn Ríki íslams, sagði á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í síðustu viku að bandarískir hermenn yrðu áfram í Sýrlandi eftir að Ríki íslams yrði lagt að velli þar til tryggt yrði að ósigur þess yrði varanlegur. Endalok hryðjuverkasamtakanna væru lengri tíma verkefni. „Enginn sem vinnur að þessum málefnum frá degi til dags er andvaralaus. Það er enginn að lýsa því yfir að sigur sé unninn. Að sigra kalífadæmið í núverandi mynd er eitt stig í mun lengri herferð,“ sagði McGurk 11. desember. Lindsay Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti áhrifamaður flokksins í utanríkismálum, segir að það yrðu risavaxin mistök í anda Baracks Obama fyrrverandi forseta að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ekki sé búið að sigra Ríki íslams í Sýrlandi eða Írak og allra síst Afganistan. Afturköllun herliðsins yrði hvatning fyrir Ríki íslams að safna aftur liði. „Donald Trump forseti hefur rétt fyrir sér að vilja að halda aftur af útþenslu Írans. Hins vegar að græfi það gríðarlega undan þeim tilraunum að draga herliðið okkar í Sýrlandi til baka og setti bandamenn okkar Kúrda í hættu,“ tísti Graham.Withdrawal of this small American force in Syria would be a huge Obama-like mistake. https://t.co/atsjHUyJlB— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 19, 2018 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Sýrland Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Rúmlega tvö þúsund bandarískir hermenn verða dregnir frá Sýrlandi og öllum landaðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams verður hætt samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Erlendir miðlar greinar frá ákvörðun Trump og vitna til embættismanna varnarmálaráðuneytisins. Reuters-fréttastofan segir að hún myndi stangast á við stefnu Jim Mattis, varnarmálaráðherra, um að Bandaríkin hafi áfram viðveru í Sýrlandi til að koma í veg fyrir að Ríki íslams nái að hasla sér völl þar aftur. Hryðjuverkamennirnir stefndu að því að stofna kalífadæmi á landsvæðum í Írak og Sýrlandi.Washington Post segir að Bandaríkjaher hafi enn ekki tekist að uppræta samtökin algerlega í miðju Sýrlandi. Hætta sé á að þau nái aftur fótfestu hverfi bandarískir hermenn þaðan. Ákvörðunin hafi verið tekin skyndilega í gær í skugga ágreinings við tyrknesk stjórnvöld. Tyrkir segja að kúrdískir bandamenn Bandaríkjahers séu hryðjuverkamenn og hafa heitið því að beita hervaldi gegn þeim. Trump forseti hefur ítrekað viljað draga herlið Bandaríkjanna frá átakasvæðum eins og Sýrlandi, Afganistan og Írak. Ráðgjöfum hans og yfirmönnum hersins hefur fram að þessu tekist að tala hann ofan af því. „Við höfum sigrað Ríki íslams í Sýrlandi, eina ástæða mín fyrir að vera þarna í Trump-forsetatíðinni,“ tísti Trump í dag inn á milli fullyrðinga um að Mexíkóar myndu greiða fyrir landamæramúr og ásakana um pólitískar ásakanir gegn sér vegna góðgerðasamtaka sem saksóknarar segja að hafi verið notuð ólöglega.We have defeated ISIS in Syria, my only reason for being there during the Trump Presidency.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 19, 2018 Kúvending á stefnu ríkisstjórnarinnar Ákvörðun Trump nú virðist alger kúvending á stefnu ríkisstjórnar hans. Brett McGurk, sérstakur fulltrúi forsetans í baráttunni gegn Ríki íslams, sagði á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í síðustu viku að bandarískir hermenn yrðu áfram í Sýrlandi eftir að Ríki íslams yrði lagt að velli þar til tryggt yrði að ósigur þess yrði varanlegur. Endalok hryðjuverkasamtakanna væru lengri tíma verkefni. „Enginn sem vinnur að þessum málefnum frá degi til dags er andvaralaus. Það er enginn að lýsa því yfir að sigur sé unninn. Að sigra kalífadæmið í núverandi mynd er eitt stig í mun lengri herferð,“ sagði McGurk 11. desember. Lindsay Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti áhrifamaður flokksins í utanríkismálum, segir að það yrðu risavaxin mistök í anda Baracks Obama fyrrverandi forseta að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ekki sé búið að sigra Ríki íslams í Sýrlandi eða Írak og allra síst Afganistan. Afturköllun herliðsins yrði hvatning fyrir Ríki íslams að safna aftur liði. „Donald Trump forseti hefur rétt fyrir sér að vilja að halda aftur af útþenslu Írans. Hins vegar að græfi það gríðarlega undan þeim tilraunum að draga herliðið okkar í Sýrlandi til baka og setti bandamenn okkar Kúrda í hættu,“ tísti Graham.Withdrawal of this small American force in Syria would be a huge Obama-like mistake. https://t.co/atsjHUyJlB— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 19, 2018
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Sýrland Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira