Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 10:48 Sigrún Helga Lund. Vísir/Vilhelm Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns í hennar garð. Sigrún greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hún segir í samtali við Vísi að enn hafi ekkert heyrst frá Háskóla Íslands eða rektor, Jóni Atla Benediktssyni, vegna málsins. Sigrún segist hafa lýst yfir áhyggjum af „erfiðum samskiptum og kynferðislegu háttalagi“ af hendi yfirmanns í sinn garð í starfsmannaviðtali árið 2016. Hún segir engin viðbrögð hafa fylgt þeirri kvörtun og ástandið í kjölfarið versnað ört. Sigrún segir svo í samtali við Vísi að í janúar 2017 hafi upp úr soðið í samskiptum hennar við manninn. „[…] og þegar það var loks orðið óbærilegt svaraði ég fyrir mig og löðrungaði yfirmanninn. Þá fyrst brást Háskólinn við en á allt annan máta en mig óraði fyrir.“ Sigrún segist í færslunni hafa sett fram margvísleg sönnunargögn um alvarlegt andlegt ofbeldi og einelti af hálfu yfirmannsins en engin tilraun hafi verið gerð til að rannsaka málið innan háskólans. Hún hafi í kjölfarið verið rekin af vinnustaðnum og skipað að fara í veikindaleyfi. „Þegar ég neitaði að hlýða var mér hótað áminningu sem HÍ neyddist þó til að láta niður falla enda málið allt á sandi byggt.“Sigrún segist hafa óskað eftir því að vera færð til á vinnustaðnum eftir að dómur siðanefndar féll, þar sem skrifstofa mannsins var á sama gangi og skrifstofa hennar, en ekki var orðið við þeirri ósk.Hún segist að lokum hafa safnað nægilegum styrk til að kæra málið til siðanefndar Háskóla Íslands sem kvað upp dóm í júlí síðastliðnum. Að sögn Sigrúnar staðfesti dómurinn að umræddur yfirmaður hafi brotið þrjár greinar siðareglna, þar með talda jafnræðisreglu sem m.a. snýr að banni við hvers kyns mismunun á grundvelli kyns. Hún hafi því unnið málið. Sigrún segir málið því næst hafa ratað á borð rektors og fékk hún fregnir af því að hann hefði fundað með siðanefnd. Rektor hafi hins vegar aldrei sett sig í samband við hana vegna málsins. Sigrún segist ekki geta sætt sig við ástandið, sem hafi gert vinnuumhverfið óbærilegt, og hefur hún því ákveðið að segja upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. „En aldrei heyrðist neitt. Nú er nær hálft ár liðið síðan dómur féll, ekki stakt orð borist frá rektor og allt ástand óbreytt - ef ekki verra. Nú er svo komið að ég get ekki hugsað mér að hefja enn annað starfsár á sama vinnustað. Ég segi því hér með upp starfi mínu sem prófessor í líftölfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.“Þurfti sjálf að standa straum af lögfræðikostnaði Sigrún ítrekar í samtali við Vísi að stjórnendur hafi ekkert brugðist við eftir að hún tilkynnti fyrst um hegðun mannsins árið 2016. Það var ekki fyrr en hún svaraði fyrir sig og löðrungaði hann í janúar árið 2017 að brugðist var við af mikilli hörku en eins og áður segir var málið að lokum látið niður falla. „En þá spyr ég, á ekki að rannska hitt, allan undanfarann? Þá kærum við málið fyrir siðanefnd, það þurfti ég allt að knýja sjálf og fékk enga aðstoð og greiddi allan lögfræðikostnað sjálf.“ Maðurinn á næstu skrifstofu Sigrún segir að eftir að dómur siðanefndar féll hafi hún til að mynda óskað eftir því við stjórnendur að hún yrði færð til á vinnustaðnum, þar sem skrifstofa hennar var við hliðina á skrifstofu umrædds manns, en ekki var komið til móts við þær óskir. „Eins og staðan er núna var gert ráð fyrir að ég væri í skrifstofu við hliðina á þessum manni, á sama gangi. Hann er ekki lengur yfirmaður minn, ég sagði mig úr því sem hann var involveraður í, en það er áfram gert ráð fyrir að ég sitji þarna í skrifstofunni við hliðina á honum.“ Algjör þögn úr herbúðum háskólans Þá segir hún aðspurð engin viðbrögð hafa fengið enn frá Háskóla Íslands eða rektor en hún sendi skólanum uppsagnarbréf sitt í morgun, áður en hún birti færsluna. „Hann [rektor] hefur enn ekki sagt orð við mig og enga tilraun gert til að hafa samband. Ég veit líka að hann hefur fengið ábendingar um að ég sé að bíða eftir því að heyra frá honum, en það er samt algjör þögn.“ Viðbrögðin við færslunni hafa að sögn Sigrúnar þó verið ótrúlega góð en hún hafði búið sig undir mikil átök eftir að hún réðst í birtingu í morgun. „Maður var alveg titrandi og einhvern veginn bjóst við því að þurfa að verja sig, en svo hef ég fengið svo mikinn stuðning úr öllum áttum.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðbrögðum frá Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð. MeToo Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns í hennar garð. Sigrún greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hún segir í samtali við Vísi að enn hafi ekkert heyrst frá Háskóla Íslands eða rektor, Jóni Atla Benediktssyni, vegna málsins. Sigrún segist hafa lýst yfir áhyggjum af „erfiðum samskiptum og kynferðislegu háttalagi“ af hendi yfirmanns í sinn garð í starfsmannaviðtali árið 2016. Hún segir engin viðbrögð hafa fylgt þeirri kvörtun og ástandið í kjölfarið versnað ört. Sigrún segir svo í samtali við Vísi að í janúar 2017 hafi upp úr soðið í samskiptum hennar við manninn. „[…] og þegar það var loks orðið óbærilegt svaraði ég fyrir mig og löðrungaði yfirmanninn. Þá fyrst brást Háskólinn við en á allt annan máta en mig óraði fyrir.“ Sigrún segist í færslunni hafa sett fram margvísleg sönnunargögn um alvarlegt andlegt ofbeldi og einelti af hálfu yfirmannsins en engin tilraun hafi verið gerð til að rannsaka málið innan háskólans. Hún hafi í kjölfarið verið rekin af vinnustaðnum og skipað að fara í veikindaleyfi. „Þegar ég neitaði að hlýða var mér hótað áminningu sem HÍ neyddist þó til að láta niður falla enda málið allt á sandi byggt.“Sigrún segist hafa óskað eftir því að vera færð til á vinnustaðnum eftir að dómur siðanefndar féll, þar sem skrifstofa mannsins var á sama gangi og skrifstofa hennar, en ekki var orðið við þeirri ósk.Hún segist að lokum hafa safnað nægilegum styrk til að kæra málið til siðanefndar Háskóla Íslands sem kvað upp dóm í júlí síðastliðnum. Að sögn Sigrúnar staðfesti dómurinn að umræddur yfirmaður hafi brotið þrjár greinar siðareglna, þar með talda jafnræðisreglu sem m.a. snýr að banni við hvers kyns mismunun á grundvelli kyns. Hún hafi því unnið málið. Sigrún segir málið því næst hafa ratað á borð rektors og fékk hún fregnir af því að hann hefði fundað með siðanefnd. Rektor hafi hins vegar aldrei sett sig í samband við hana vegna málsins. Sigrún segist ekki geta sætt sig við ástandið, sem hafi gert vinnuumhverfið óbærilegt, og hefur hún því ákveðið að segja upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. „En aldrei heyrðist neitt. Nú er nær hálft ár liðið síðan dómur féll, ekki stakt orð borist frá rektor og allt ástand óbreytt - ef ekki verra. Nú er svo komið að ég get ekki hugsað mér að hefja enn annað starfsár á sama vinnustað. Ég segi því hér með upp starfi mínu sem prófessor í líftölfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.“Þurfti sjálf að standa straum af lögfræðikostnaði Sigrún ítrekar í samtali við Vísi að stjórnendur hafi ekkert brugðist við eftir að hún tilkynnti fyrst um hegðun mannsins árið 2016. Það var ekki fyrr en hún svaraði fyrir sig og löðrungaði hann í janúar árið 2017 að brugðist var við af mikilli hörku en eins og áður segir var málið að lokum látið niður falla. „En þá spyr ég, á ekki að rannska hitt, allan undanfarann? Þá kærum við málið fyrir siðanefnd, það þurfti ég allt að knýja sjálf og fékk enga aðstoð og greiddi allan lögfræðikostnað sjálf.“ Maðurinn á næstu skrifstofu Sigrún segir að eftir að dómur siðanefndar féll hafi hún til að mynda óskað eftir því við stjórnendur að hún yrði færð til á vinnustaðnum, þar sem skrifstofa hennar var við hliðina á skrifstofu umrædds manns, en ekki var komið til móts við þær óskir. „Eins og staðan er núna var gert ráð fyrir að ég væri í skrifstofu við hliðina á þessum manni, á sama gangi. Hann er ekki lengur yfirmaður minn, ég sagði mig úr því sem hann var involveraður í, en það er áfram gert ráð fyrir að ég sitji þarna í skrifstofunni við hliðina á honum.“ Algjör þögn úr herbúðum háskólans Þá segir hún aðspurð engin viðbrögð hafa fengið enn frá Háskóla Íslands eða rektor en hún sendi skólanum uppsagnarbréf sitt í morgun, áður en hún birti færsluna. „Hann [rektor] hefur enn ekki sagt orð við mig og enga tilraun gert til að hafa samband. Ég veit líka að hann hefur fengið ábendingar um að ég sé að bíða eftir því að heyra frá honum, en það er samt algjör þögn.“ Viðbrögðin við færslunni hafa að sögn Sigrúnar þó verið ótrúlega góð en hún hafði búið sig undir mikil átök eftir að hún réðst í birtingu í morgun. „Maður var alveg titrandi og einhvern veginn bjóst við því að þurfa að verja sig, en svo hef ég fengið svo mikinn stuðning úr öllum áttum.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðbrögðum frá Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð.
MeToo Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira