Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 08:20 Marius og Maren á Íslandi í sumar. Mynd/Marius Fuglestad Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Þau dvöldu á Íslandi í sumar og ferðuðust um landið, þar sem hann sá Maren síðast á lífi. Lík Marenar og danskrar samferðakonu hennar, Louisu Vesterager Jespersen, fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakesh. Þær stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreymdi saman um ÍslandsferðLouisa Vesterager Jespersen.Marius Fuglestad er norskur ferðalangur sem heldur úti nokkuð vinsælli Instagram-síðu undir nafninu Eventyrgauken, eða Ævintýragaukurinn upp á íslensku. Hann segir í samtali við VG að þau Maren hafi kynnst í sumar. Þau hafi bæði haft unun af útivist og ákváðu að endingu að láta sameiginlegan draum rætast. „Við töluðum lengi um að fara til Íslands og tveimur dögum síðar vorum við búin að bóka ferðina.“ Marius og Maren komu til landsins í júlí en Maren þurfti að hætta göngunni fyrr en áætlað var vegna meiðsla í fæti. Leiðir þeirra skildu því eftir nokkra daga en Marius hélt sjálfur áfram ferð sinni. Þetta var í síðasta skipti sem hann sá Maren á lífi. „Þetta er síðasta minning mín um hana. Við fórum saman þvert yfir Ísland fyrir fimm mánuðum. Nú er hún farin. Við töluðum um að lífið gæti verið stutt og að við yrðum að lifa því á meðan við gætum.“ Að sögn Mariusar var Maren jákvæð, ljúf og undi sér best úti í náttúrunni. Í kjölfar Íslandsferðarinnar hafi hana dreymt um að ganga á Grænlandsjökul en Marius leggur jafnframt þunga áherslu á að Maren hafi verið afar annt um öryggi sitt á ferðalögum. „Mig hefði aldrei grunað að svona nokkuð myndi henda hana, af öllu útivistarfólki sem ég þekki.“ View this post on InstagramRiver crossing - dangerous, exciting and refreshing A post shared by Marius Fuglestad (@eventyrgauken) on Jul 22, 2018 at 10:42am PDTÞrír Marokkómenn handteknirÞrír eru í haldi lögreglu í Marokkó vegna morðanna á Maren og Louisu. Allir eru mennirnir Marokkómenn og er talið að málið tengist öfgastefnu eða hryðjuverkum. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar lýsa morðinu sem hrottalegu. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Lík Ueland og Jespersen fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 10:48 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins í Marokkó Einn var handtekinn í morgun og því eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. 18. desember 2018 15:21 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Þau dvöldu á Íslandi í sumar og ferðuðust um landið, þar sem hann sá Maren síðast á lífi. Lík Marenar og danskrar samferðakonu hennar, Louisu Vesterager Jespersen, fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakesh. Þær stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreymdi saman um ÍslandsferðLouisa Vesterager Jespersen.Marius Fuglestad er norskur ferðalangur sem heldur úti nokkuð vinsælli Instagram-síðu undir nafninu Eventyrgauken, eða Ævintýragaukurinn upp á íslensku. Hann segir í samtali við VG að þau Maren hafi kynnst í sumar. Þau hafi bæði haft unun af útivist og ákváðu að endingu að láta sameiginlegan draum rætast. „Við töluðum lengi um að fara til Íslands og tveimur dögum síðar vorum við búin að bóka ferðina.“ Marius og Maren komu til landsins í júlí en Maren þurfti að hætta göngunni fyrr en áætlað var vegna meiðsla í fæti. Leiðir þeirra skildu því eftir nokkra daga en Marius hélt sjálfur áfram ferð sinni. Þetta var í síðasta skipti sem hann sá Maren á lífi. „Þetta er síðasta minning mín um hana. Við fórum saman þvert yfir Ísland fyrir fimm mánuðum. Nú er hún farin. Við töluðum um að lífið gæti verið stutt og að við yrðum að lifa því á meðan við gætum.“ Að sögn Mariusar var Maren jákvæð, ljúf og undi sér best úti í náttúrunni. Í kjölfar Íslandsferðarinnar hafi hana dreymt um að ganga á Grænlandsjökul en Marius leggur jafnframt þunga áherslu á að Maren hafi verið afar annt um öryggi sitt á ferðalögum. „Mig hefði aldrei grunað að svona nokkuð myndi henda hana, af öllu útivistarfólki sem ég þekki.“ View this post on InstagramRiver crossing - dangerous, exciting and refreshing A post shared by Marius Fuglestad (@eventyrgauken) on Jul 22, 2018 at 10:42am PDTÞrír Marokkómenn handteknirÞrír eru í haldi lögreglu í Marokkó vegna morðanna á Maren og Louisu. Allir eru mennirnir Marokkómenn og er talið að málið tengist öfgastefnu eða hryðjuverkum. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar lýsa morðinu sem hrottalegu.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Lík Ueland og Jespersen fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 10:48 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins í Marokkó Einn var handtekinn í morgun og því eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. 18. desember 2018 15:21 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Lík Ueland og Jespersen fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 10:48
Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40
Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins í Marokkó Einn var handtekinn í morgun og því eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. 18. desember 2018 15:21