Solskjær að taka við United Anton Ingi Leifsson skrifar 18. desember 2018 22:51 Það stefnir í það að Solskjær sé að taka við United. vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, fyrrum framherji Manchester United til margra ára, verður bráðabirgðarstjóri liðsins út leiktíðina ef marka má heimasíðu félagsins og forsætisráðherra Noregs. Þó að enginn opinber yfirlýsing hefur verið gefin út var skrifað undir eitt myndband á heimasíðu félagsins að Solskjær verði bráðabirgðarstjóri United. Myndbandinu var eytt af heimasíðunni eftir að það komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þar var rifjuð upp þrennan magnaða sem Norðmaðurinn vann með United fyrir tuttugu tímabilum síðan en það er ljóst að þetta myndband og textinn átti ekki erindi við almennig. Ekki strax að minnsta kosti. Reikna má með að United hafi viljað gefa út almenna yfirlýsingu og greina frá því að norski framherjinn tæki við af Jose Mourinho sem var rekinn í dag. Því hafi myndbandinu verið eytt. Einnig til að ýta undir þessar sögusagnir þá skrifaði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, á Twitter-síðu sína í kvöld: „Frábær dagur fyrir norsku knattspyrnuna. Gangi þér vel að stýra Rauðu djöflunum,“ skrifaði Erna á Twitter-síðu sína nú í kvöld. Tístinu hefur nú verið eytt. Nú bíða stuðningsmenn United og fleiri knattspyrnu áhugamenn spenntir og sjá hver næstu skref verði í málinu en reikna má með að Solskjær verði kynntur í síðasta lagi á morgun. Fótbolti Noregur Tengdar fréttir Solskjær einn af þeim sem kemur til greina Ole Gunnar Solskjær er einn af þeim sem kemur til greina sem bráðabirgðastjóri Manchester United samkvæmt heimildum Sky Sports. 18. desember 2018 15:45 Mourinho hefur grætt vel á því að vera rekinn fjórum sinnum Ein af fróðlegum samantektum dagsins um fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United snýr að því hversu mikið Jose Mourinho hefur fengið borgað frá félögum eftir að þau ráku hann. 18. desember 2018 16:00 Redknapp um Mourinho: Skólabókardæmi um hegðunarmynstur ef þú vilt láta reka þig Sky Sports fékk Jamie Redknapp til að meta það af hverju Mancheter United ákvað að reka portúgalska knattspyrnustjórann Jose Mourinho í dag. 18. desember 2018 12:30 Skoruðu minna hjá Mourinho en undir stjórn David Moyes Jose Mourinho er ekki að koma vel út tölfræði sinni sem knattspyrnustjóri Manchester United en portúgalski var látinn taka pokann sinn í dag eftir þrjátíu mánuði í starfi. 18. desember 2018 10:30 Sky: Carrick stýrir United fyrst um sinn Heimildir Sky Sports herma að Michael Carrick muni taka við stjórn Manchester United þar til nýr bráðabirgðastjóri verður ráðinn. 18. desember 2018 10:08 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, fyrrum framherji Manchester United til margra ára, verður bráðabirgðarstjóri liðsins út leiktíðina ef marka má heimasíðu félagsins og forsætisráðherra Noregs. Þó að enginn opinber yfirlýsing hefur verið gefin út var skrifað undir eitt myndband á heimasíðu félagsins að Solskjær verði bráðabirgðarstjóri United. Myndbandinu var eytt af heimasíðunni eftir að það komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þar var rifjuð upp þrennan magnaða sem Norðmaðurinn vann með United fyrir tuttugu tímabilum síðan en það er ljóst að þetta myndband og textinn átti ekki erindi við almennig. Ekki strax að minnsta kosti. Reikna má með að United hafi viljað gefa út almenna yfirlýsingu og greina frá því að norski framherjinn tæki við af Jose Mourinho sem var rekinn í dag. Því hafi myndbandinu verið eytt. Einnig til að ýta undir þessar sögusagnir þá skrifaði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, á Twitter-síðu sína í kvöld: „Frábær dagur fyrir norsku knattspyrnuna. Gangi þér vel að stýra Rauðu djöflunum,“ skrifaði Erna á Twitter-síðu sína nú í kvöld. Tístinu hefur nú verið eytt. Nú bíða stuðningsmenn United og fleiri knattspyrnu áhugamenn spenntir og sjá hver næstu skref verði í málinu en reikna má með að Solskjær verði kynntur í síðasta lagi á morgun.
Fótbolti Noregur Tengdar fréttir Solskjær einn af þeim sem kemur til greina Ole Gunnar Solskjær er einn af þeim sem kemur til greina sem bráðabirgðastjóri Manchester United samkvæmt heimildum Sky Sports. 18. desember 2018 15:45 Mourinho hefur grætt vel á því að vera rekinn fjórum sinnum Ein af fróðlegum samantektum dagsins um fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United snýr að því hversu mikið Jose Mourinho hefur fengið borgað frá félögum eftir að þau ráku hann. 18. desember 2018 16:00 Redknapp um Mourinho: Skólabókardæmi um hegðunarmynstur ef þú vilt láta reka þig Sky Sports fékk Jamie Redknapp til að meta það af hverju Mancheter United ákvað að reka portúgalska knattspyrnustjórann Jose Mourinho í dag. 18. desember 2018 12:30 Skoruðu minna hjá Mourinho en undir stjórn David Moyes Jose Mourinho er ekki að koma vel út tölfræði sinni sem knattspyrnustjóri Manchester United en portúgalski var látinn taka pokann sinn í dag eftir þrjátíu mánuði í starfi. 18. desember 2018 10:30 Sky: Carrick stýrir United fyrst um sinn Heimildir Sky Sports herma að Michael Carrick muni taka við stjórn Manchester United þar til nýr bráðabirgðastjóri verður ráðinn. 18. desember 2018 10:08 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
Solskjær einn af þeim sem kemur til greina Ole Gunnar Solskjær er einn af þeim sem kemur til greina sem bráðabirgðastjóri Manchester United samkvæmt heimildum Sky Sports. 18. desember 2018 15:45
Mourinho hefur grætt vel á því að vera rekinn fjórum sinnum Ein af fróðlegum samantektum dagsins um fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United snýr að því hversu mikið Jose Mourinho hefur fengið borgað frá félögum eftir að þau ráku hann. 18. desember 2018 16:00
Redknapp um Mourinho: Skólabókardæmi um hegðunarmynstur ef þú vilt láta reka þig Sky Sports fékk Jamie Redknapp til að meta það af hverju Mancheter United ákvað að reka portúgalska knattspyrnustjórann Jose Mourinho í dag. 18. desember 2018 12:30
Skoruðu minna hjá Mourinho en undir stjórn David Moyes Jose Mourinho er ekki að koma vel út tölfræði sinni sem knattspyrnustjóri Manchester United en portúgalski var látinn taka pokann sinn í dag eftir þrjátíu mánuði í starfi. 18. desember 2018 10:30
Sky: Carrick stýrir United fyrst um sinn Heimildir Sky Sports herma að Michael Carrick muni taka við stjórn Manchester United þar til nýr bráðabirgðastjóri verður ráðinn. 18. desember 2018 10:08