Enski boltinn

Solskjær að taka við United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það stefnir í það að Solskjær sé að taka við United.
Það stefnir í það að Solskjær sé að taka við United. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, fyrrum framherji Manchester United til margra ára, verður bráðabirgðarstjóri liðsins út leiktíðina ef marka má heimasíðu félagsins og forsætisráðherra Noregs.

Þó að enginn opinber yfirlýsing hefur verið gefin út var skrifað undir eitt myndband á heimasíðu félagsins að Solskjær verði bráðabirgðarstjóri United. Myndbandinu var eytt af heimasíðunni eftir að það komst í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Þar var rifjuð upp þrennan magnaða sem Norðmaðurinn vann með United fyrir tuttugu tímabilum síðan en það er ljóst að þetta myndband og textinn átti ekki erindi við almennig. Ekki strax að minnsta kosti.

Reikna má með að United hafi viljað gefa út almenna yfirlýsingu og greina frá því að norski framherjinn tæki við af Jose Mourinho sem var rekinn í dag. Því hafi myndbandinu verið eytt.

Einnig til að ýta undir þessar sögusagnir þá skrifaði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, á Twitter-síðu sína í kvöld:

„Frábær dagur fyrir norsku knattspyrnuna. Gangi þér vel að stýra Rauðu djöflunum,“ skrifaði Erna á Twitter-síðu sína nú í kvöld. Tístinu hefur nú verið eytt.

Nú bíða stuðningsmenn United og fleiri knattspyrnu áhugamenn spenntir og sjá hver næstu skref verði í málinu en reikna má með að Solskjær verði kynntur í síðasta lagi á morgun.


Tengdar fréttir

Sky: Carrick stýrir United fyrst um sinn

Heimildir Sky Sports herma að Michael Carrick muni taka við stjórn Manchester United þar til nýr bráðabirgðastjóri verður ráðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×