Jafnrétti kynja hvergi meira en á Íslandi tíunda árið í röð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2018 11:24 Mikill fjöldi var á Arnarhóli á Kvennafrídaginn í október þar sem krafist var jafnrétti kynjanna. Vísir/Vilhelm Tíunda árið í röð trónir Ísland á toppnum á lista Alþjóðaefnhagsráðsins (World Economic Forum) yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest. Listinn var birtur í morgun og næst á eftir Íslandi eru Noregur, Svíþjóð og Finnland. Framfarir í jafnréttismálum eru hægar á heimsvísu og bendir niðurstaðan til þess að það muni taka 108 ár að ná fullu jafnrétti karla og kvenna í heiminum, segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Úttektin nær til velflestra landa og leggur mat á jafnrétti kynja í stjórnmálum, menntun, atvinnu og heilbrigði. Í kynningu á niðurstöðum er sérstaklega fjallað um hvað ræður góðri frammistöðu Íslendinga á þessu sviði. „Vægi jafnréttismála hefur aukist verulega á alþjóðavettvangi undanfarin ár og er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf og þróun málaflokksins á heimsvísu. Jafnrétti er lykiláhersla stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hefur verið unnið ötullega að áframhaldandi framförum á því sviði bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi,“ segiri í tilkynningunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir lista Alþjóðaefnahagsráðsins endurspegla það mikla starf sem hefur verið unnið í þágu jafnréttismála á Íslandi; á vettvangi stjórnvalda, innan fræðanna og í grasrótinni. „Við eigum kvennahreyfingunni á Íslandi mikið að þakka fyrir að hafa rutt brautina og þrýst á breytingar í samfélaginu. Lykilatriðið er að skilja að jafnrétti kynjanna er ekki náð og að það kemur ekki af sjálfu sér. Þegar ég er spurð um árangur Íslands á alþjóðavettvangi nefni ég oft almenna leikskóla og fæðingarorlof sem lykilstefnumál. En síðan vitum við líka að ofbeldi gegn konum er bæði orsök og afleiðing kynjamisréttis og það hefur okkur því miður ekki tekist að uppræta hér á landi. Við eigum enn verk að vinna og ég hlakka til að leiða þennan málaflokk fyrir hönd ríkisstjórnarinnar næstu árin.”Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Ísland eiga kvennahreyfingunni mikið að þakka.vísir/vilhelmVilja að Ísland sé fyrirmynd Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir gleðilegt að Ísland skuli áfram verma toppsætið á listanum en því fylgi jafnframt mikil ábyrgð. „Ísland hefur um árabil lagt ríka áherslu á jafnréttismál sem grundvallarmannréttindi og forsendu framfara og þróunar, líkt og við þekkjum úr okkar eigin samfélagi,“ segir Guðlaugur. „Við viljum vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar á þessu sviði jafnframt því að miðla af reynslu okkar og sérþekkingu. Málflutningur Íslands á alþjóðavettvangi fær hljómgrunn vegna þessarar góðu stöðu og seta okkar í mannréttindaráðinu hefur gefið tilefni til að láta enn frekar til okkar taka.“ Guðlaugur segir Ísland jafnframt vinna að valdeflingu og virðingu fyrir réttindum kvenna í friðar- og öryggismálum og í þróunarsamvinnu. Í tillögu til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2019-2023, sem lögð var fram á Alþingi fyrir stuttu, eru mannréttindi, jafnrétti kynjanna og sjálfbær þróun leiðarljós í þróunarsamvinnu. Í fyrsta skipti er kynjajafnrétti og valdefling kvenna sérstakt áherslusvið. Á næsta ári hækkar framlag til þróunarsamvinnuverkefna sem stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna um þriðjung en þau nema um 12% af heildarframlagi Íslands til þróunarsamvinnu það sem af er þessu ári. Ísland er meðal annars stærsti stuðningsaðili Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) miðað við íbúafjölda og heldur úti Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þá verður aukin áhersla lögð á jafnréttisverkefni í tvíhliða samstarfslöndum Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Ísland eiga að vera fyrirmynd annarra þjóða.FBL/ErnirJafnréttismálin í forsætisráðuneytið Í byrjun ársins 2019 verða jafnréttismálin flutt í forsætisráðuneytið til að auka vægi þeirra og framfylgja enn betur samþættingu jafnréttismála í stefnu ríkisstjórnarinnar. Jafnréttismálin snerta starfssvið allra ráðuneyta og fara mörg þeirra með viðamikla málaflokka sem geta haft mikil áhrif á stöðu og þróun málaflokksins hér á landi. Ný skrifstofa jafnréttismála í Stjórnarráðinu mun hafa umsjón með framtíðarstefnumótun í jafnréttismálum og er ætlað miðlægt hlutverk við að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda. Forgangsverkefni verður að vinna við endurskoðun jafnréttislaga og útvíkkun jafnréttishugtaksins í samhengi við alþjóðalega þróun. Utanríkismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tíunda árið í röð trónir Ísland á toppnum á lista Alþjóðaefnhagsráðsins (World Economic Forum) yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest. Listinn var birtur í morgun og næst á eftir Íslandi eru Noregur, Svíþjóð og Finnland. Framfarir í jafnréttismálum eru hægar á heimsvísu og bendir niðurstaðan til þess að það muni taka 108 ár að ná fullu jafnrétti karla og kvenna í heiminum, segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Úttektin nær til velflestra landa og leggur mat á jafnrétti kynja í stjórnmálum, menntun, atvinnu og heilbrigði. Í kynningu á niðurstöðum er sérstaklega fjallað um hvað ræður góðri frammistöðu Íslendinga á þessu sviði. „Vægi jafnréttismála hefur aukist verulega á alþjóðavettvangi undanfarin ár og er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf og þróun málaflokksins á heimsvísu. Jafnrétti er lykiláhersla stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hefur verið unnið ötullega að áframhaldandi framförum á því sviði bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi,“ segiri í tilkynningunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir lista Alþjóðaefnahagsráðsins endurspegla það mikla starf sem hefur verið unnið í þágu jafnréttismála á Íslandi; á vettvangi stjórnvalda, innan fræðanna og í grasrótinni. „Við eigum kvennahreyfingunni á Íslandi mikið að þakka fyrir að hafa rutt brautina og þrýst á breytingar í samfélaginu. Lykilatriðið er að skilja að jafnrétti kynjanna er ekki náð og að það kemur ekki af sjálfu sér. Þegar ég er spurð um árangur Íslands á alþjóðavettvangi nefni ég oft almenna leikskóla og fæðingarorlof sem lykilstefnumál. En síðan vitum við líka að ofbeldi gegn konum er bæði orsök og afleiðing kynjamisréttis og það hefur okkur því miður ekki tekist að uppræta hér á landi. Við eigum enn verk að vinna og ég hlakka til að leiða þennan málaflokk fyrir hönd ríkisstjórnarinnar næstu árin.”Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Ísland eiga kvennahreyfingunni mikið að þakka.vísir/vilhelmVilja að Ísland sé fyrirmynd Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir gleðilegt að Ísland skuli áfram verma toppsætið á listanum en því fylgi jafnframt mikil ábyrgð. „Ísland hefur um árabil lagt ríka áherslu á jafnréttismál sem grundvallarmannréttindi og forsendu framfara og þróunar, líkt og við þekkjum úr okkar eigin samfélagi,“ segir Guðlaugur. „Við viljum vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar á þessu sviði jafnframt því að miðla af reynslu okkar og sérþekkingu. Málflutningur Íslands á alþjóðavettvangi fær hljómgrunn vegna þessarar góðu stöðu og seta okkar í mannréttindaráðinu hefur gefið tilefni til að láta enn frekar til okkar taka.“ Guðlaugur segir Ísland jafnframt vinna að valdeflingu og virðingu fyrir réttindum kvenna í friðar- og öryggismálum og í þróunarsamvinnu. Í tillögu til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2019-2023, sem lögð var fram á Alþingi fyrir stuttu, eru mannréttindi, jafnrétti kynjanna og sjálfbær þróun leiðarljós í þróunarsamvinnu. Í fyrsta skipti er kynjajafnrétti og valdefling kvenna sérstakt áherslusvið. Á næsta ári hækkar framlag til þróunarsamvinnuverkefna sem stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna um þriðjung en þau nema um 12% af heildarframlagi Íslands til þróunarsamvinnu það sem af er þessu ári. Ísland er meðal annars stærsti stuðningsaðili Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) miðað við íbúafjölda og heldur úti Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þá verður aukin áhersla lögð á jafnréttisverkefni í tvíhliða samstarfslöndum Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Ísland eiga að vera fyrirmynd annarra þjóða.FBL/ErnirJafnréttismálin í forsætisráðuneytið Í byrjun ársins 2019 verða jafnréttismálin flutt í forsætisráðuneytið til að auka vægi þeirra og framfylgja enn betur samþættingu jafnréttismála í stefnu ríkisstjórnarinnar. Jafnréttismálin snerta starfssvið allra ráðuneyta og fara mörg þeirra með viðamikla málaflokka sem geta haft mikil áhrif á stöðu og þróun málaflokksins hér á landi. Ný skrifstofa jafnréttismála í Stjórnarráðinu mun hafa umsjón með framtíðarstefnumótun í jafnréttismálum og er ætlað miðlægt hlutverk við að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda. Forgangsverkefni verður að vinna við endurskoðun jafnréttislaga og útvíkkun jafnréttishugtaksins í samhengi við alþjóðalega þróun.
Utanríkismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira