Refsing fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákveðin í dag Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 10:41 Michael Flynn laug að FBI að hann hefði ekki rætt refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi við Kislyak sendiherra. Vísir/AFP Dómari í Washington-borg ákvarðar refsingu Michaels Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Saksóknarar sem rannsaka meint samráð framboðs Trump við Rússa hafa mælt með því að Flynn verði ekki dæmdur í fangelsi vegna aðstoðar hans við rannsóknina. Flynn játaði sig sekan um að hafa logið að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Washington, í desember í fyrra. Hóf hann í kjölfarið samstarf við saksóknara sem er sögð hafa verið „veruleg“. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að ljúga að alríkislögreglunni. Með sátt sem Flynn gerði við saksóknarana gæti hann vænst innan við hálfs árs fangelsisdóms, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómurinn verður kveðinn upp klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Trump réði Flynn sem fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn entist hins vegar aðeins innan við mánuð í starfi. Þá var hann rekinn fyrir að hafa logið að Mike Pence, varaforseta, um samskiptin við Kislyak, að sögn Hvíta hússins. Tveir viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að hafa starfað með leynd fyrir tyrknesk stjórnvöld. Reyndu þeir að þrýsta á bandaríska þingmenn um að framselja helsta pólitíska andstæðing Receps Erdogan forseta. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Þeir eru taldir hafa verið á launum hjá forseta Tyrklands til að reyna að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að framselja einn helsta pólitíska andstæðing hans. 17. desember 2018 16:08 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Dómari í Washington-borg ákvarðar refsingu Michaels Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Saksóknarar sem rannsaka meint samráð framboðs Trump við Rússa hafa mælt með því að Flynn verði ekki dæmdur í fangelsi vegna aðstoðar hans við rannsóknina. Flynn játaði sig sekan um að hafa logið að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Washington, í desember í fyrra. Hóf hann í kjölfarið samstarf við saksóknara sem er sögð hafa verið „veruleg“. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að ljúga að alríkislögreglunni. Með sátt sem Flynn gerði við saksóknarana gæti hann vænst innan við hálfs árs fangelsisdóms, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómurinn verður kveðinn upp klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Trump réði Flynn sem fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn entist hins vegar aðeins innan við mánuð í starfi. Þá var hann rekinn fyrir að hafa logið að Mike Pence, varaforseta, um samskiptin við Kislyak, að sögn Hvíta hússins. Tveir viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að hafa starfað með leynd fyrir tyrknesk stjórnvöld. Reyndu þeir að þrýsta á bandaríska þingmenn um að framselja helsta pólitíska andstæðing Receps Erdogan forseta.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Þeir eru taldir hafa verið á launum hjá forseta Tyrklands til að reyna að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að framselja einn helsta pólitíska andstæðing hans. 17. desember 2018 16:08 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00
Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Þeir eru taldir hafa verið á launum hjá forseta Tyrklands til að reyna að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að framselja einn helsta pólitíska andstæðing hans. 17. desember 2018 16:08