Á forsendum barnsins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2018 07:00 Valfrelsi er ekki eingöngu falleg hugmyndafræðileg nálgun heldur er það einn af lyklunum til þess að hver einstaklingur geti notið sín á eigin forsendum, það eykur lífsgæði hvers og eins og ýtir undir manneskjulegra samfélag, sem tekur tillit til fjölbreytileikans. Mikilvægt er að menntakerfið setji ekki börnin okkar fyrirfram í tiltekin box eða farveg án þess að við eða börnin sjálf höfum nokkuð um það að segja. Foreldrar frekar en kerfið eru betur í stakk búnir til að velja hvað er barninu fyrir bestu og þegar foreldrar standa frammi fyrir því að börn þeirra geta verið alls konar er brýnna en ella að tryggja að valfrelsi sé til staðar.Sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót Viðreisn hefur haft það á stefnuskrá sinni frá upphafi að styðja eigi við fjölbreytt rekstrarform menntastofnana, sem lykilleið til að fjölga valkostum í námi. Þar eru sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót við menntaflóruna. Hlutfall sjálfstætt starfandi skóla er afar lágt á Íslandi, eða um 2% allra starfandi skóla. Til samanburðar eru þeir um 15% í Svíþjóð og 12% í Danmörku. Að okkar mati er mikilvægt að sveitarfélög geti boðið upp á umhverfi, með fjölbreytnina í fyrirrúmi, þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið opinberra; hvort sem um er að ræða leik- eða grunnskóla. Í því felst engin ógnun, miklu heldur tækifæri til að styðja börn með ólíka hæfileika og ólíkar þarfir. Þar fyrir utan skapa sjálfstætt starfandi grunnskólar ný tækifæri fyrir kennarastéttina. Fjölbreytileikinn ýtir undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum. Til þess að tryggja þetta dýrmæta valfrelsi og styrkja jöfn tækifæri innan menntakerfisins hefur þingflokkur Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum lagt fram nýtt frumvarp sem breytir lögum um grunnskóla á þann hátt að létt verði undir greiðslubyrði á foreldrum. Þannig verði stuðlað að því að val þeirra á skólum grundvallist af faglegum forsendum en ekki efnahag. Að hagur barnsins verði í fyrirrúmi.Að hafa val út frá barninu sjálfu Ákveðinnar tortryggni gætti meðal vissra afla þegar fyrsta skrefið til að tryggja rekstraröryggi sjálfstætt starfandi skóla var tekið með lögunum árið 2007. Reynslan á þessum ríflega 10 árum hefur þó sýnt að við höfum styrkt innviði skólakerfis okkar til muna – og að það er rétt að halda því áfram. Þess vegna leggjum við til hófleg skref til hækkunar á því lágmarksframlagi sem sveitarfélögum ber að greiða með börnum í sjálfstætt starfandi skólum. Er það annars vegar gert til að lágmarka þann kostnað sem fellur á foreldra og hins vegar til að val foreldra miðist frekar við hvaða úrræði henti þörfum barna þeirra hverju sinni. Óháð efnahag og óháð rekstrarformi. Við viljum öll tryggja jöfn tækifæri og öflugt menntakerfi fyrir alla. Það gerum við best með því að ýta undir þá valkosti sem geta laðað það besta fram í hverju og einu skólabarni og leyft því að þroskast á eigin forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Valfrelsi er ekki eingöngu falleg hugmyndafræðileg nálgun heldur er það einn af lyklunum til þess að hver einstaklingur geti notið sín á eigin forsendum, það eykur lífsgæði hvers og eins og ýtir undir manneskjulegra samfélag, sem tekur tillit til fjölbreytileikans. Mikilvægt er að menntakerfið setji ekki börnin okkar fyrirfram í tiltekin box eða farveg án þess að við eða börnin sjálf höfum nokkuð um það að segja. Foreldrar frekar en kerfið eru betur í stakk búnir til að velja hvað er barninu fyrir bestu og þegar foreldrar standa frammi fyrir því að börn þeirra geta verið alls konar er brýnna en ella að tryggja að valfrelsi sé til staðar.Sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót Viðreisn hefur haft það á stefnuskrá sinni frá upphafi að styðja eigi við fjölbreytt rekstrarform menntastofnana, sem lykilleið til að fjölga valkostum í námi. Þar eru sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót við menntaflóruna. Hlutfall sjálfstætt starfandi skóla er afar lágt á Íslandi, eða um 2% allra starfandi skóla. Til samanburðar eru þeir um 15% í Svíþjóð og 12% í Danmörku. Að okkar mati er mikilvægt að sveitarfélög geti boðið upp á umhverfi, með fjölbreytnina í fyrirrúmi, þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið opinberra; hvort sem um er að ræða leik- eða grunnskóla. Í því felst engin ógnun, miklu heldur tækifæri til að styðja börn með ólíka hæfileika og ólíkar þarfir. Þar fyrir utan skapa sjálfstætt starfandi grunnskólar ný tækifæri fyrir kennarastéttina. Fjölbreytileikinn ýtir undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum. Til þess að tryggja þetta dýrmæta valfrelsi og styrkja jöfn tækifæri innan menntakerfisins hefur þingflokkur Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum lagt fram nýtt frumvarp sem breytir lögum um grunnskóla á þann hátt að létt verði undir greiðslubyrði á foreldrum. Þannig verði stuðlað að því að val þeirra á skólum grundvallist af faglegum forsendum en ekki efnahag. Að hagur barnsins verði í fyrirrúmi.Að hafa val út frá barninu sjálfu Ákveðinnar tortryggni gætti meðal vissra afla þegar fyrsta skrefið til að tryggja rekstraröryggi sjálfstætt starfandi skóla var tekið með lögunum árið 2007. Reynslan á þessum ríflega 10 árum hefur þó sýnt að við höfum styrkt innviði skólakerfis okkar til muna – og að það er rétt að halda því áfram. Þess vegna leggjum við til hófleg skref til hækkunar á því lágmarksframlagi sem sveitarfélögum ber að greiða með börnum í sjálfstætt starfandi skólum. Er það annars vegar gert til að lágmarka þann kostnað sem fellur á foreldra og hins vegar til að val foreldra miðist frekar við hvaða úrræði henti þörfum barna þeirra hverju sinni. Óháð efnahag og óháð rekstrarformi. Við viljum öll tryggja jöfn tækifæri og öflugt menntakerfi fyrir alla. Það gerum við best með því að ýta undir þá valkosti sem geta laðað það besta fram í hverju og einu skólabarni og leyft því að þroskast á eigin forsendum.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun