Nýju húsi „klesst“ upp að gluggunum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. desember 2018 07:00 Nýtt tvíbýlishús á Bergstaðastræti 29 á að vera áfast þessum tveimur íbúðarhúsum og loka fyrir gluggana á gula húsinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fyrirhugað tveggja hæða tvíbýlishús auk kjallara sem áformað er á baklóð Bergstaðastrætis 29, fast upp að þremur húsum á Óðinsgötu 18 og Bergstaðastræti 31a, mætir harðri andstöðu húseigenda í kring. „Að ætla að sprengja og brjóta klöpp allt að þrjá metra fast niður með húsinu er óskiljanleg framkvæmd sem mun skemma verulega eða eyðileggja þennan hluta hússins," segir í bréfi Berglindar Sigurðardóttir skipulagsfræðings fyrir hönd eigenda Bergstaðastrætis 31a sem myndi verða áfast gafli nýja hússins. Berglind bendir á að stutt sé í að húsið á Bergstaðastræti 31a verði hundrað ára og þar með friðað. Það sé steinsteypt en lítið sem ekkert járnbent. Eigendurnir áskilji sér allan rétt til skaðabóta verði af framkvæmdinni. „Í öðru lagi er verið að klessa húsinu inn í húsaþyrpingu sem fyrir er, sem er skipulagslega vont," skrifar Berglind. Verðgildi aðliggjandi húsa muni rýrna og valda auknu ónæði. „Þetta mun byrgja útsýni og auk þess valda auknu skuggavarpi á lóð Óðinsgötu 16 sem ég samþykki ekki,“ segir íbúi á Óðinsgötu 16. Eigendur og íbúar Óðinsgötu 18c segja vegið að hagsmunum á margvíslegan hátt. Segja þeir tvo glugga á vesturhlið eignar sinnar, svefnherbergisglugga og stofuglugga, snúa að Bergstaðastræti 29. „Lagt er til að fyrirhuguð bygging rísi alveg upp við okkar eign og mun fyrirhuguð bygging loka fyrir gluggana þannig að engin loftun og engin dagsbirta bærist inn í þessi rými í eign okkar og aðeins nyti dagsbirtu frá gluggum sem eru á austurhlið hússins," segja eigendur Óðinsgötu 18c. Eins og fleiri bendir fólkið á Óðinsgötu 18c á að að fyrirhugað byggingarsvæði sé á klöpp og því þurfi að beita sprengingum eða stórvirkum tækjum. „Allt í kring eru gömul hús og er grunnur hússins Óðinsgötur 18c og 18b úr holsteini sem er jafn gamall húsinu eða 100 ára á næsta ári," segir í bréfi þeirra. „Bygging þessi mun valda skertu útsýni ásamt töluverðu skuggavarpi á lóð fasteignar Óðinsgötu 16,“ segir eigandi í því húsi. Húseigandafélagið sendir inn mótmælabréf fyrir hönd 24 ára konu sem keypti 38 fermetra íbúð á Óðinsgötu 18b á árinu 2015. „Samkvæmt tillögunni á að byggja húsið alveg upp við Óðinsgötu 18b og loka þar með fyrir baðherbergisglugga íbúðarinnar,“ segir í bréfinu þar sem rakið er að glugginn hafi verið gerður 2014 til að bregðast við myglu vegna lélegrar loftunar. „Gluggi þessi er eini auðopnanlegi gluggi íbúðarinnar og þjónar tilgangi sem björgunarop,“ segir Húseigendafélagið sem eins og fleiri benda á háan aldur núverandi húsa á svæðinu. Þá er í tveimur bréfanna undirstrikað að þegar séu óleyfisframkvæmdir á Bergstaðastræti 29 sem byggingarfulltrúa sé kunnugt um og óskað eftir því að embættið geri eitthvað í því. Er þar um að ræða skúr og hjólabrettapall. Í byggingarleyfisumsókn sem tekin var fyrir hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur síðastliðinn föstudag segir að málið hafi þegar verið kynnt á skipulagssviði borgarinnar og verið vel tekið. Málið fer nú til umsagnar hjá verkefnisstjóra hverfisins. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fyrirhugað tveggja hæða tvíbýlishús auk kjallara sem áformað er á baklóð Bergstaðastrætis 29, fast upp að þremur húsum á Óðinsgötu 18 og Bergstaðastræti 31a, mætir harðri andstöðu húseigenda í kring. „Að ætla að sprengja og brjóta klöpp allt að þrjá metra fast niður með húsinu er óskiljanleg framkvæmd sem mun skemma verulega eða eyðileggja þennan hluta hússins," segir í bréfi Berglindar Sigurðardóttir skipulagsfræðings fyrir hönd eigenda Bergstaðastrætis 31a sem myndi verða áfast gafli nýja hússins. Berglind bendir á að stutt sé í að húsið á Bergstaðastræti 31a verði hundrað ára og þar með friðað. Það sé steinsteypt en lítið sem ekkert járnbent. Eigendurnir áskilji sér allan rétt til skaðabóta verði af framkvæmdinni. „Í öðru lagi er verið að klessa húsinu inn í húsaþyrpingu sem fyrir er, sem er skipulagslega vont," skrifar Berglind. Verðgildi aðliggjandi húsa muni rýrna og valda auknu ónæði. „Þetta mun byrgja útsýni og auk þess valda auknu skuggavarpi á lóð Óðinsgötu 16 sem ég samþykki ekki,“ segir íbúi á Óðinsgötu 16. Eigendur og íbúar Óðinsgötu 18c segja vegið að hagsmunum á margvíslegan hátt. Segja þeir tvo glugga á vesturhlið eignar sinnar, svefnherbergisglugga og stofuglugga, snúa að Bergstaðastræti 29. „Lagt er til að fyrirhuguð bygging rísi alveg upp við okkar eign og mun fyrirhuguð bygging loka fyrir gluggana þannig að engin loftun og engin dagsbirta bærist inn í þessi rými í eign okkar og aðeins nyti dagsbirtu frá gluggum sem eru á austurhlið hússins," segja eigendur Óðinsgötu 18c. Eins og fleiri bendir fólkið á Óðinsgötu 18c á að að fyrirhugað byggingarsvæði sé á klöpp og því þurfi að beita sprengingum eða stórvirkum tækjum. „Allt í kring eru gömul hús og er grunnur hússins Óðinsgötur 18c og 18b úr holsteini sem er jafn gamall húsinu eða 100 ára á næsta ári," segir í bréfi þeirra. „Bygging þessi mun valda skertu útsýni ásamt töluverðu skuggavarpi á lóð fasteignar Óðinsgötu 16,“ segir eigandi í því húsi. Húseigandafélagið sendir inn mótmælabréf fyrir hönd 24 ára konu sem keypti 38 fermetra íbúð á Óðinsgötu 18b á árinu 2015. „Samkvæmt tillögunni á að byggja húsið alveg upp við Óðinsgötu 18b og loka þar með fyrir baðherbergisglugga íbúðarinnar,“ segir í bréfinu þar sem rakið er að glugginn hafi verið gerður 2014 til að bregðast við myglu vegna lélegrar loftunar. „Gluggi þessi er eini auðopnanlegi gluggi íbúðarinnar og þjónar tilgangi sem björgunarop,“ segir Húseigendafélagið sem eins og fleiri benda á háan aldur núverandi húsa á svæðinu. Þá er í tveimur bréfanna undirstrikað að þegar séu óleyfisframkvæmdir á Bergstaðastræti 29 sem byggingarfulltrúa sé kunnugt um og óskað eftir því að embættið geri eitthvað í því. Er þar um að ræða skúr og hjólabrettapall. Í byggingarleyfisumsókn sem tekin var fyrir hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur síðastliðinn föstudag segir að málið hafi þegar verið kynnt á skipulagssviði borgarinnar og verið vel tekið. Málið fer nú til umsagnar hjá verkefnisstjóra hverfisins.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira