Segir Obamacare ekki samrýmast stjórnarskrá Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2018 09:41 Löggjöfin er iðulega kennd við Barack Obama, forvera Trump í embætti. Getty/Bloomber Alríkisdómari í Texas hefur komist að þeirri niðurstöðu að lykilhluti heilbrigðislöggjafarinnar Afoordable Care Act, sem oftast er kallað Obamacare, samrýmist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnar úrskurðinum og líklegt er að málið fari nú fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Samráð 20 ríkja vilja meina að löggjöfin í heild sé ógild eftir breytingar á skattalögum Bandaríkjanna sem samþykktar voru á síðasta ári. Þá var felld úr gildi klausa um að mönnum yrði gerð refsing ef þeir væru ekki með sjúkratryggingu. Trump hét því að afnema Obamacare, sem samþykkt var 2010 og átti að tryggja þeim sjúkratryggingar sem höfðu ekki efni á þeim. Repúblikanar hafa verið í meirihluta á Bandaríkjaþingi síðan Trump tók við sem forseti en þrátt fyrir það eru lögin ennþá í gildi. Árið 2017 var hins vegar felld úr gildi klausa um að menn yrðu að vera með sjúkratryggingu ellegar greiða sérstakan skatt. Trump tók fregnum um úrskurðinn fagnandi á Twitter. Wow, but not surprisingly, ObamaCare was just ruled UNCONSTITUTIONAL by a highly respected judge in Texas. Great news for America! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2018 Hann hvatti einnig Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í þinginu að samþykkja „sterk lög“ sem myndu tryggja „frábæra“ heilbrigðisþjónustu. Úrskurðurinn kom einum degi áður en frestur til að sækja um Obamacare fyrir næsta ár rann út. Sarah Sanders, talskona Hvíta Hússins, segir þó að lögin séu enn í gildi þar til frekari vendingar verða í málinu. Hvíta húsið hefur hvatt fulltrúadeild þingsins til að koma á öðru og betra kerfi í staðinn. En þrátt fyrir að fulltrúar 20 ríkja hafi í sameiningu reynt að fella Obamacare eru önnur ríki á þeirri skoðun að ef Obamacare verði fellt úr gildi muni það valda milljónum Bandaríkjamanna skaða. Nancy Pelosi, forseti öldungadeildar þingsins sagði að úrskurðinn væri grimmdarlegur og fáránlegur og sagði að honum yrði áfrýjað. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Alríkisdómari í Texas hefur komist að þeirri niðurstöðu að lykilhluti heilbrigðislöggjafarinnar Afoordable Care Act, sem oftast er kallað Obamacare, samrýmist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnar úrskurðinum og líklegt er að málið fari nú fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Samráð 20 ríkja vilja meina að löggjöfin í heild sé ógild eftir breytingar á skattalögum Bandaríkjanna sem samþykktar voru á síðasta ári. Þá var felld úr gildi klausa um að mönnum yrði gerð refsing ef þeir væru ekki með sjúkratryggingu. Trump hét því að afnema Obamacare, sem samþykkt var 2010 og átti að tryggja þeim sjúkratryggingar sem höfðu ekki efni á þeim. Repúblikanar hafa verið í meirihluta á Bandaríkjaþingi síðan Trump tók við sem forseti en þrátt fyrir það eru lögin ennþá í gildi. Árið 2017 var hins vegar felld úr gildi klausa um að menn yrðu að vera með sjúkratryggingu ellegar greiða sérstakan skatt. Trump tók fregnum um úrskurðinn fagnandi á Twitter. Wow, but not surprisingly, ObamaCare was just ruled UNCONSTITUTIONAL by a highly respected judge in Texas. Great news for America! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2018 Hann hvatti einnig Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í þinginu að samþykkja „sterk lög“ sem myndu tryggja „frábæra“ heilbrigðisþjónustu. Úrskurðurinn kom einum degi áður en frestur til að sækja um Obamacare fyrir næsta ár rann út. Sarah Sanders, talskona Hvíta Hússins, segir þó að lögin séu enn í gildi þar til frekari vendingar verða í málinu. Hvíta húsið hefur hvatt fulltrúadeild þingsins til að koma á öðru og betra kerfi í staðinn. En þrátt fyrir að fulltrúar 20 ríkja hafi í sameiningu reynt að fella Obamacare eru önnur ríki á þeirri skoðun að ef Obamacare verði fellt úr gildi muni það valda milljónum Bandaríkjamanna skaða. Nancy Pelosi, forseti öldungadeildar þingsins sagði að úrskurðinn væri grimmdarlegur og fáránlegur og sagði að honum yrði áfrýjað.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira