Guðrún Brá hefur leik í Marrakesh Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. desember 2018 12:00 Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/Golfsamband Íslands Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni hefur leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó á sunnudaginn. Leiknir verða fimm hringir á Amelkis-golfvellinum í úthverfi Marrakesh og eru alls 115 kylfingar skráðir til leiks. Niðurskurður verður eftir fjórða hring þar sem sextíu efstu kylfingarnir berjast um eitt af efstu 25 sætunum sem veitir fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Með Guðrúnu í ráshóp á sunnudaginn eru þær Lauren Horsford frá Englandi og hin finnska Niina Liias og verða þær ræstar út klukkan 9.40 um morguninn að staðartíma. Guðrún Brá sem varð Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn fyrr á þessu ári er að reyna í annað sinn að komast inn á Evrópumótaröðina, sterkustu mótaröð Evrópu. Hún lenti í 53. sæti á sama tíma fyrir ári og var sex höggum frá því að öðlast þátttökurétt. Þess í stað keppti hún á LETA-mótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Evrópu á þessu ári, hennar fyrsta sem atvinnukylfingur. Bestum árangri náði hún undir lok tímabilsins þegar hún deildi 17. sæti í Barcelona eftir að hafa verið meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn. Takist henni að komast inn á Evrópumótaröðina verða tveir íslenskir kylfingar á mótaröðinni á næsta ári. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur leikið á mótaröðinni undanfarin tvö ár með góðum árangri. Þá verður hún fjórði íslenski kylfingurinn sem kemst á þessa sterkustu mótaröð Evrópu ef henni tekst að enda meðal 25 efstu kylfinga á mótinu. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili sem varð á sínum tíma fjórum sinnum Íslandsmeistari í höggleik kvenna varð sú fyrsta til að komast inn á mótaröðina og lék í tvö ár. Þá hefur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tekið þátt í mótum á Evrópumótaröðinni með reglulegu millibili undanfarin ár. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni hefur leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó á sunnudaginn. Leiknir verða fimm hringir á Amelkis-golfvellinum í úthverfi Marrakesh og eru alls 115 kylfingar skráðir til leiks. Niðurskurður verður eftir fjórða hring þar sem sextíu efstu kylfingarnir berjast um eitt af efstu 25 sætunum sem veitir fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Með Guðrúnu í ráshóp á sunnudaginn eru þær Lauren Horsford frá Englandi og hin finnska Niina Liias og verða þær ræstar út klukkan 9.40 um morguninn að staðartíma. Guðrún Brá sem varð Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn fyrr á þessu ári er að reyna í annað sinn að komast inn á Evrópumótaröðina, sterkustu mótaröð Evrópu. Hún lenti í 53. sæti á sama tíma fyrir ári og var sex höggum frá því að öðlast þátttökurétt. Þess í stað keppti hún á LETA-mótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Evrópu á þessu ári, hennar fyrsta sem atvinnukylfingur. Bestum árangri náði hún undir lok tímabilsins þegar hún deildi 17. sæti í Barcelona eftir að hafa verið meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn. Takist henni að komast inn á Evrópumótaröðina verða tveir íslenskir kylfingar á mótaröðinni á næsta ári. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur leikið á mótaröðinni undanfarin tvö ár með góðum árangri. Þá verður hún fjórði íslenski kylfingurinn sem kemst á þessa sterkustu mótaröð Evrópu ef henni tekst að enda meðal 25 efstu kylfinga á mótinu. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili sem varð á sínum tíma fjórum sinnum Íslandsmeistari í höggleik kvenna varð sú fyrsta til að komast inn á mótaröðina og lék í tvö ár. Þá hefur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tekið þátt í mótum á Evrópumótaröðinni með reglulegu millibili undanfarin ár.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira