Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. desember 2018 19:00 Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála hefur ekki áhyggjur af hruni í ferðaþjónustu þó hægst hafi á vexti. Hann vonar að vöxtur næstu ára verði í takt við það sem innviðir landins og samfélagið ráða við. Fyrsti áfangi um álagsmat umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi var kynnt í dag. Tilgangur verkefnisins er að leggja mat á álag á innviði, umhverfi og samfélag gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi byggt á fyrirliggjandi gögnum en skýrslan sem var kynnt í dag er niðurstaða fyrri áfanga verkefnisins þar sem um er að ræða uppsetningu á álagsvísum sem munu þróast samhliða aukinni þekkingu og rannsóknum.Enn aukning þrátt fyrir að hún sé ekki eins hröð Verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að verkefninu, segir að þegar vinnu við álagsmatið verði lokið nýtist það við að gera áætlanir til dæmis vegna ásóknar ferðamanna á einstaka ferðamannastaði og til þess að undirbúa greinina fyrir óvæntar aðstæður.Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá EfluVísir/Stöð 2„Það er þá hluti af því að við setjum okkur ákveðnar forsendur um það hver vöxturinn verður inn í framtíðina byggt á þessu módeli. Þannig að allt frá því að horfa á fækkun í stéttinni yfir í að horfa á þessa miklu aukningu sem hefur verið á síðustu árum og að hún verði áframhaldandi, að það er þá hluti af þeirri sviðsmyndagerð og þeirri skoðun sem að fer fram núna í þessum seinni áfanga verkefnisins,“ segir Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að gert álagsmatsins. Álagsvísarnir fjórir sem skoðaðir eru, eru Efnahagslegt jafnvægi, annars vegar á innviði og fjárfestingar og hins vegar á þjóðhagslega stærð en jafnframt eru skoðuð áhrif á umhverfið sem og á samfélagið. Í seinni áfanga verkefnisins sem hófst í október verða álagvísarnir gildissettir þar sem metið verður hvort þolmörkum hafi verið náð. Met fjöldi ferðamanna kom til landsins á síðasta ári og var stærsti dagurinn í ágústmánuði, þegar níutíu þúsund manns voru á landinu á einum degi. Aðsóknin til landsins í ár gefur til kynna að enn eitt metið í komu ferðamanna til landsins verði slegið.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamálaVísir/Stöð 2Ekkert samfélag þolir þennan vöxt mörg ár í röð „Ég held að það verði aukning í ferðamönnum til Íslands um ókomin ár og ekki bara til Íslands, það er bara almenn aukning á ferðamönnum í heiminum,“ sagði Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, sem hefur umsjón með gerð álagsmatsins. Óskar segir að þrátt fyrir að vöxturinn sé ekki jafn hraður og áður verði áfram vöxtur í greininni og að vonandi verði hann í takt við það sem innviðir landsins ráði við. „Fréttamenn spyrja mig mjög mikið að því hvort að alls sé ekki að fara til fjandans að því að vöxturinn hefur minnkað úr 40 prósentum niður í tuttugu eða tíu prósent. Það var alveg nauðsynlegt, það hefði allt farið til fjandans ef hann hefði ekki minnkað. Það er ekkert samfélag sem þolir vaxtaprósentu í tveggja stafa tölu mörg ár í röð, það er bara ekki til í heiminum,“ sagði Óskar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála hefur ekki áhyggjur af hruni í ferðaþjónustu þó hægst hafi á vexti. Hann vonar að vöxtur næstu ára verði í takt við það sem innviðir landins og samfélagið ráða við. Fyrsti áfangi um álagsmat umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi var kynnt í dag. Tilgangur verkefnisins er að leggja mat á álag á innviði, umhverfi og samfélag gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi byggt á fyrirliggjandi gögnum en skýrslan sem var kynnt í dag er niðurstaða fyrri áfanga verkefnisins þar sem um er að ræða uppsetningu á álagsvísum sem munu þróast samhliða aukinni þekkingu og rannsóknum.Enn aukning þrátt fyrir að hún sé ekki eins hröð Verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að verkefninu, segir að þegar vinnu við álagsmatið verði lokið nýtist það við að gera áætlanir til dæmis vegna ásóknar ferðamanna á einstaka ferðamannastaði og til þess að undirbúa greinina fyrir óvæntar aðstæður.Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá EfluVísir/Stöð 2„Það er þá hluti af því að við setjum okkur ákveðnar forsendur um það hver vöxturinn verður inn í framtíðina byggt á þessu módeli. Þannig að allt frá því að horfa á fækkun í stéttinni yfir í að horfa á þessa miklu aukningu sem hefur verið á síðustu árum og að hún verði áframhaldandi, að það er þá hluti af þeirri sviðsmyndagerð og þeirri skoðun sem að fer fram núna í þessum seinni áfanga verkefnisins,“ segir Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að gert álagsmatsins. Álagsvísarnir fjórir sem skoðaðir eru, eru Efnahagslegt jafnvægi, annars vegar á innviði og fjárfestingar og hins vegar á þjóðhagslega stærð en jafnframt eru skoðuð áhrif á umhverfið sem og á samfélagið. Í seinni áfanga verkefnisins sem hófst í október verða álagvísarnir gildissettir þar sem metið verður hvort þolmörkum hafi verið náð. Met fjöldi ferðamanna kom til landsins á síðasta ári og var stærsti dagurinn í ágústmánuði, þegar níutíu þúsund manns voru á landinu á einum degi. Aðsóknin til landsins í ár gefur til kynna að enn eitt metið í komu ferðamanna til landsins verði slegið.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamálaVísir/Stöð 2Ekkert samfélag þolir þennan vöxt mörg ár í röð „Ég held að það verði aukning í ferðamönnum til Íslands um ókomin ár og ekki bara til Íslands, það er bara almenn aukning á ferðamönnum í heiminum,“ sagði Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, sem hefur umsjón með gerð álagsmatsins. Óskar segir að þrátt fyrir að vöxturinn sé ekki jafn hraður og áður verði áfram vöxtur í greininni og að vonandi verði hann í takt við það sem innviðir landsins ráði við. „Fréttamenn spyrja mig mjög mikið að því hvort að alls sé ekki að fara til fjandans að því að vöxturinn hefur minnkað úr 40 prósentum niður í tuttugu eða tíu prósent. Það var alveg nauðsynlegt, það hefði allt farið til fjandans ef hann hefði ekki minnkað. Það er ekkert samfélag sem þolir vaxtaprósentu í tveggja stafa tölu mörg ár í röð, það er bara ekki til í heiminum,“ sagði Óskar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira