Langþreyttur Ragnar Þór horfir til Frakklands og pantar gul vesti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 13:18 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR virðist innblásinn af nýlegum mótmælum í Frakklandi þar sem mótmælendur klæddust gulum vestum til að mótmæla efnahagsstefnu landsins. Ragnar Þór Ingólfsson segist hafa pantað sér gult vesti í dag og spyr hvort panta eigi fleiri. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofaði í framhaldi af mótmælunum að hækka lágmarkslaun í landinu og gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. Þá hyggst hann afturkalla skerðingar á eftirlaunum. Fjórar helgar í röð mótmæltu hinir svokölluðu „gulvestungar“ Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans. Í upphafi beindust mótmælaaðgerðirnar að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu landsins. Mótmælin í Frakklandi hafa einkennst af skemmdarverkum og óeirðum. Kveikt var í bílum, rúður voru brotnar og skemmdir voru unnar á verslunum og veitingastöðum. Vest var ástandið í Parísarborg en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse.Hrossakaup á börum bæjarins Ragnar Þór virðist ætla sér byltingu í anda þeirrar í Frakklandi. Vísar hann til fjölmargra mála sem komið hafa upp hjá kjörnum fulltrúum undanfarið. „Kjörnir fulltrúar stunda hrossakaup á börum bæjarins, eru uppvísir af ósæmilegri hegðun, jafnvel kynferðislegri áreitni. Stjórnvöld lækka veiðigjöld og hækka framlög til stjórnmálaflokka. Þjóðarsjóður skal stofnaður fyrir einhverja dekurkálfa að gambla með. Kjararáð hækkar kjör þeirra um tæplega helming um leið og ekkert svigrúm er til kerfisbreytinga eða kjarabóta fyrir þjóðina. Skýrsla um hvítþvott fjármálakerfisins segir okkur að vanda betur valið á þeim sem fá bankana í hendurnar næst. Uppbygging innviða verða svo fjármagnaðir með gjaldtöku,“ segir Ragnar Þór. „Ekkert er að marka kosningaloforðin eins og venjulega því stjórnmálamenn virðast eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á 4 ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga. Í millitíðinni eru þau kyrfilega læst í neðstu skúffu ríkisstjórnarinnar með stórum bunka spillingarmála, panamaskjala og nýju stjórnarskráni.“Fréttin er í vinnslu. Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Formaður VR virðist innblásinn af nýlegum mótmælum í Frakklandi þar sem mótmælendur klæddust gulum vestum til að mótmæla efnahagsstefnu landsins. Ragnar Þór Ingólfsson segist hafa pantað sér gult vesti í dag og spyr hvort panta eigi fleiri. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofaði í framhaldi af mótmælunum að hækka lágmarkslaun í landinu og gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. Þá hyggst hann afturkalla skerðingar á eftirlaunum. Fjórar helgar í röð mótmæltu hinir svokölluðu „gulvestungar“ Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans. Í upphafi beindust mótmælaaðgerðirnar að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu landsins. Mótmælin í Frakklandi hafa einkennst af skemmdarverkum og óeirðum. Kveikt var í bílum, rúður voru brotnar og skemmdir voru unnar á verslunum og veitingastöðum. Vest var ástandið í Parísarborg en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse.Hrossakaup á börum bæjarins Ragnar Þór virðist ætla sér byltingu í anda þeirrar í Frakklandi. Vísar hann til fjölmargra mála sem komið hafa upp hjá kjörnum fulltrúum undanfarið. „Kjörnir fulltrúar stunda hrossakaup á börum bæjarins, eru uppvísir af ósæmilegri hegðun, jafnvel kynferðislegri áreitni. Stjórnvöld lækka veiðigjöld og hækka framlög til stjórnmálaflokka. Þjóðarsjóður skal stofnaður fyrir einhverja dekurkálfa að gambla með. Kjararáð hækkar kjör þeirra um tæplega helming um leið og ekkert svigrúm er til kerfisbreytinga eða kjarabóta fyrir þjóðina. Skýrsla um hvítþvott fjármálakerfisins segir okkur að vanda betur valið á þeim sem fá bankana í hendurnar næst. Uppbygging innviða verða svo fjármagnaðir með gjaldtöku,“ segir Ragnar Þór. „Ekkert er að marka kosningaloforðin eins og venjulega því stjórnmálamenn virðast eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á 4 ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga. Í millitíðinni eru þau kyrfilega læst í neðstu skúffu ríkisstjórnarinnar með stórum bunka spillingarmála, panamaskjala og nýju stjórnarskráni.“Fréttin er í vinnslu.
Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira