Segir Trump víst hafa skipað sér að brjóta lög Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2018 12:45 Michael Cohen, eftir að hann var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar á miðvikudaginn. AP/Craig Ruttle Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Trump víst hafa vitað af því að greiðslur til tveggja kvenna í aðdraganda kosninganna 2016 hafi verið ólöglegar. Cohen segir Trump hafa skipað sér að sjá um greiðslurnar því hann hafi haft áhyggjur af því hvaða áhrif sögur þeirra um meint kynferðisleg sambönd Trump og þeirra myndu hafa á forsetakosningarnar. Þetta sagði Cohen í sjónvarpsviðtali sem birt var í Bandaríkjunum í morgun og var það í fyrsta sinn sem hann tjáir sig eftir að hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi, meðal annars vegna þessara greiðslna. Hann mun hefja afplánun þann 6. mars. Klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi sængað hjá Trump nokkrum mánuðum eftir að Melania Trump fæddi yngsta barn forsetans, fékk 130 þúsund dali frá Cohen einungis nokkrum vikum fyrir kosningarnar 2016. Þá hefur fyrirtækið American Media Incorporated, sem gefur út National Enquirer, viðurkennt að hafa keypt sögu Karen McDougal, Playboy fyrirsætu, um meint framhjáhald Trump og hennar fyrir 150 þúsund dali. Útgefandi National Enquirer er David J. Pecker, vinur Trump til langs tíma og er sagður hafa látið Cohen vita af því að Stormy Daniels ætlaði sér að selja sögu sína til fjölmiðla.Sjá einnig: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lögSaksóknarar segja greiðslur þessar vera brot á kosningalögum þar sem þær fari langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Cohen var í gær dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðleitni hans til að tryggja byggingu Trump-turnar í Moskvu í aðdraganda kosninganna. Í kjölfar þess hefur Trump sagt að hann hafi ekki vitað af því að greiðslurnar væru ólöglegar. Hann hefur einnig haldið því fram að um einkaviðskipti væri að ræða og greiðslurnar hefðu ekki verið ólöglegar. Ef eitthvað hefði verið ólöglegt bæri Cohen alla ábyrgð. Cohen segir þó að forsetinn hafi skipað honum að gera þetta og að hann hafi einnig verið meðvitaður um að þeir væru að brjóta lögin. Tilgangurinn hefði verið að hjálpa framboði Trump. Cohen segir enn fremur að hann sé reiður út í sjálfan sig og hann hafi brotið lög vegna blindrar hollustu við Trump.„Ég gaf manni hollustu mína, sem í sannleikanum sagt, á hollustu ekki skilið,“ sagði Cohen.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.AP/Evan VucciHann segir engan trúa því að Trump hafi ekki vitað hvað væri í gangi. Allar ákvarðanir í fyrirtæki forsetans hafi verið bornar undir Trump sjálfan. „Hann veit sannleikann. Ég veit sannleikann. Aðrir vita sannleikann. Hér er sannleikurinn: Íbúar Bandaríkjanna, íbúar heimsins, ekki trúa því sem hann segir. Þessi maður segir ekki sannleikann og það er sorglegt að ég sé að taka ábyrgð á ódæðum hans.“ Cohen gaf einnig lítið fyrir þær ásakanir Trump að hann hafi einungis játað sekt til að koma skömm á „forsetann“, eins og Trump sjálfur talaði um sig í þriðju persónu.Vill ekki vera vondi karlinn George Stephanopoulos, fréttamaður ABC, spurði Cohen einnig út í lygar hans til þingmanna og aðrar sakfellingar fyrir skattsvik og bankasvik og spurði af hverju fólk ætti að trúa honum nú. Cohen sagði að fólk ætti að trúa honum því saksóknarar hafi tekið fram að þær upplýsingar sem hann hafi veitt hafi verið trúverðugar og hjálpsamar. „Þeir bjuggu yfir töluvert af upplýsingum sem sannreyna að ég er að segja sannleikann.“ Cohen tók einnig fram að hegðun Trump hefði breyst verulega eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Trump sé ekki lengur sami maðurinn og hann þjónaði í rúman áratug. „Ég held að starfsálagið sé mun meira en hann átti von á. Þetta er ekki eins í fyrirtæki hans þar sem hann gat gefið skipanir og fólk framfylgdi þeim í blindni. Það er kerfi þarna,“ sagði Cohen. Þá sagðist hann vonast til þess í framtíðinni að hans yrði minnst sem manns sem hefði reynt að hjálpa til við að bæta Bandaríkin. Hann vildi ekki vera „vondi karlinn“ í þessari tilteknu sögu.Viðtalið við Cohen má sjá, í tveimur hlutum, hér að neðan.FULL PART 1: "I'm angry at myself, because I knew what I was doing was wrong," Michael Cohen tells @GStephanopoulos. https://t.co/sTCn23S6sbMore of the exclusive interview is just ahead on @GMA. pic.twitter.com/6X1CNcvWDx— Good Morning America (@GMA) December 14, 2018 PART 2 of @GStephanopoulos' exclusive sit down with former Trump attorney Michael Cohen is RIGHT NOW on @GMA. TRANSCRIPT: https://t.co/sTCn23S6sb pic.twitter.com/B4rnQwrCas— Good Morning America (@GMA) December 14, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. 12. desember 2018 12:37 Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15 Fyrrverandi lögmaður Trump fær þriggja ára dóm Dómstóll í New York dæmdi í dag Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Donald Trump Bandaríkjaforseta, í þriggja ára fangelsi. 12. desember 2018 17:35 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. 13. desember 2018 15:30 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Trump víst hafa vitað af því að greiðslur til tveggja kvenna í aðdraganda kosninganna 2016 hafi verið ólöglegar. Cohen segir Trump hafa skipað sér að sjá um greiðslurnar því hann hafi haft áhyggjur af því hvaða áhrif sögur þeirra um meint kynferðisleg sambönd Trump og þeirra myndu hafa á forsetakosningarnar. Þetta sagði Cohen í sjónvarpsviðtali sem birt var í Bandaríkjunum í morgun og var það í fyrsta sinn sem hann tjáir sig eftir að hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi, meðal annars vegna þessara greiðslna. Hann mun hefja afplánun þann 6. mars. Klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi sængað hjá Trump nokkrum mánuðum eftir að Melania Trump fæddi yngsta barn forsetans, fékk 130 þúsund dali frá Cohen einungis nokkrum vikum fyrir kosningarnar 2016. Þá hefur fyrirtækið American Media Incorporated, sem gefur út National Enquirer, viðurkennt að hafa keypt sögu Karen McDougal, Playboy fyrirsætu, um meint framhjáhald Trump og hennar fyrir 150 þúsund dali. Útgefandi National Enquirer er David J. Pecker, vinur Trump til langs tíma og er sagður hafa látið Cohen vita af því að Stormy Daniels ætlaði sér að selja sögu sína til fjölmiðla.Sjá einnig: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lögSaksóknarar segja greiðslur þessar vera brot á kosningalögum þar sem þær fari langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Cohen var í gær dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðleitni hans til að tryggja byggingu Trump-turnar í Moskvu í aðdraganda kosninganna. Í kjölfar þess hefur Trump sagt að hann hafi ekki vitað af því að greiðslurnar væru ólöglegar. Hann hefur einnig haldið því fram að um einkaviðskipti væri að ræða og greiðslurnar hefðu ekki verið ólöglegar. Ef eitthvað hefði verið ólöglegt bæri Cohen alla ábyrgð. Cohen segir þó að forsetinn hafi skipað honum að gera þetta og að hann hafi einnig verið meðvitaður um að þeir væru að brjóta lögin. Tilgangurinn hefði verið að hjálpa framboði Trump. Cohen segir enn fremur að hann sé reiður út í sjálfan sig og hann hafi brotið lög vegna blindrar hollustu við Trump.„Ég gaf manni hollustu mína, sem í sannleikanum sagt, á hollustu ekki skilið,“ sagði Cohen.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.AP/Evan VucciHann segir engan trúa því að Trump hafi ekki vitað hvað væri í gangi. Allar ákvarðanir í fyrirtæki forsetans hafi verið bornar undir Trump sjálfan. „Hann veit sannleikann. Ég veit sannleikann. Aðrir vita sannleikann. Hér er sannleikurinn: Íbúar Bandaríkjanna, íbúar heimsins, ekki trúa því sem hann segir. Þessi maður segir ekki sannleikann og það er sorglegt að ég sé að taka ábyrgð á ódæðum hans.“ Cohen gaf einnig lítið fyrir þær ásakanir Trump að hann hafi einungis játað sekt til að koma skömm á „forsetann“, eins og Trump sjálfur talaði um sig í þriðju persónu.Vill ekki vera vondi karlinn George Stephanopoulos, fréttamaður ABC, spurði Cohen einnig út í lygar hans til þingmanna og aðrar sakfellingar fyrir skattsvik og bankasvik og spurði af hverju fólk ætti að trúa honum nú. Cohen sagði að fólk ætti að trúa honum því saksóknarar hafi tekið fram að þær upplýsingar sem hann hafi veitt hafi verið trúverðugar og hjálpsamar. „Þeir bjuggu yfir töluvert af upplýsingum sem sannreyna að ég er að segja sannleikann.“ Cohen tók einnig fram að hegðun Trump hefði breyst verulega eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Trump sé ekki lengur sami maðurinn og hann þjónaði í rúman áratug. „Ég held að starfsálagið sé mun meira en hann átti von á. Þetta er ekki eins í fyrirtæki hans þar sem hann gat gefið skipanir og fólk framfylgdi þeim í blindni. Það er kerfi þarna,“ sagði Cohen. Þá sagðist hann vonast til þess í framtíðinni að hans yrði minnst sem manns sem hefði reynt að hjálpa til við að bæta Bandaríkin. Hann vildi ekki vera „vondi karlinn“ í þessari tilteknu sögu.Viðtalið við Cohen má sjá, í tveimur hlutum, hér að neðan.FULL PART 1: "I'm angry at myself, because I knew what I was doing was wrong," Michael Cohen tells @GStephanopoulos. https://t.co/sTCn23S6sbMore of the exclusive interview is just ahead on @GMA. pic.twitter.com/6X1CNcvWDx— Good Morning America (@GMA) December 14, 2018 PART 2 of @GStephanopoulos' exclusive sit down with former Trump attorney Michael Cohen is RIGHT NOW on @GMA. TRANSCRIPT: https://t.co/sTCn23S6sb pic.twitter.com/B4rnQwrCas— Good Morning America (@GMA) December 14, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. 12. desember 2018 12:37 Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15 Fyrrverandi lögmaður Trump fær þriggja ára dóm Dómstóll í New York dæmdi í dag Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Donald Trump Bandaríkjaforseta, í þriggja ára fangelsi. 12. desember 2018 17:35 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. 13. desember 2018 15:30 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30
Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21
Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. 12. desember 2018 12:37
Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15
Fyrrverandi lögmaður Trump fær þriggja ára dóm Dómstóll í New York dæmdi í dag Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Donald Trump Bandaríkjaforseta, í þriggja ára fangelsi. 12. desember 2018 17:35
Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30
Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. 13. desember 2018 15:30