Jólaeftirlitið María Bjarnadóttir skrifar 14. desember 2018 08:00 Ég þekki börn sem efast um tilvist íslenskra jólasveina. Þetta eru góð og ágætlega uppalin börn, en efasemdarfræ um hina þrettán fráu sveina hefur náð að skjóta rótum í þeirra saklausu jólahjörtum. Ég veit að sjálfsögðu ekki hver á að axla ábyrgð á þessu, en einhver ætti að gera það. Ég veit fyrir víst að foreldrar þessara barna hafa árlega sætt ágengum yfirheyrslum vegna málsins og hafa í því samhengi bæði haft réttarstöðu grunaðra og vitna. Þau vita að sjálfsögðu ekkert um málið eins og margoft hefur komið fram í skýrslutökum. Þó að stöku mömmur séu að kyssa jólasveina, eru foreldrar ekki í neinu skipulögðu samstarfi við sveinana. Auðvitað er mjög furðulegt fyrir foreldra að réttlæta fyrir börnum stuðning sinn við að ókunnugir menn sem stunda húsbrot og þjófnað séu að fylgjast með þeim á laun. Það er líka flókið að viðurkenna að foreldri veiti fúslega samþykki fyrir því að sveinarnir haldi yfirlit yfir og meti hegðun barna hvort sem þau eru vakin eða sofin, án andmælaréttar fyrir börnin. Það þarf svo varla að taka fram hversu vafasöm vinnsla jólasveinanna á þessum upplýsingum er í skilningi persónuverndarlaga. Þó þetta séu réttmætar ábendingar eru þær bara aðeins of Skröggslegar. Það er líka leiðinlegt að það sé verið að efast um trúverðugleika sveinanna út af einhverjum framkvæmdaratriðum eins og ómöguleika varðandi útsendingakerfi skógjafa. Það þarf enginn svona neikvæðni í desember, það er nógu dimmt fyrir. Svo er þetta kerfisbundna eftirlit alveg í fínu lagi. Það er tímabundið í eðli sínu, gætir meðalhófs og stefnir að lögmætu markmiði um að næra jólaandann. Þið megið trúa því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég þekki börn sem efast um tilvist íslenskra jólasveina. Þetta eru góð og ágætlega uppalin börn, en efasemdarfræ um hina þrettán fráu sveina hefur náð að skjóta rótum í þeirra saklausu jólahjörtum. Ég veit að sjálfsögðu ekki hver á að axla ábyrgð á þessu, en einhver ætti að gera það. Ég veit fyrir víst að foreldrar þessara barna hafa árlega sætt ágengum yfirheyrslum vegna málsins og hafa í því samhengi bæði haft réttarstöðu grunaðra og vitna. Þau vita að sjálfsögðu ekkert um málið eins og margoft hefur komið fram í skýrslutökum. Þó að stöku mömmur séu að kyssa jólasveina, eru foreldrar ekki í neinu skipulögðu samstarfi við sveinana. Auðvitað er mjög furðulegt fyrir foreldra að réttlæta fyrir börnum stuðning sinn við að ókunnugir menn sem stunda húsbrot og þjófnað séu að fylgjast með þeim á laun. Það er líka flókið að viðurkenna að foreldri veiti fúslega samþykki fyrir því að sveinarnir haldi yfirlit yfir og meti hegðun barna hvort sem þau eru vakin eða sofin, án andmælaréttar fyrir börnin. Það þarf svo varla að taka fram hversu vafasöm vinnsla jólasveinanna á þessum upplýsingum er í skilningi persónuverndarlaga. Þó þetta séu réttmætar ábendingar eru þær bara aðeins of Skröggslegar. Það er líka leiðinlegt að það sé verið að efast um trúverðugleika sveinanna út af einhverjum framkvæmdaratriðum eins og ómöguleika varðandi útsendingakerfi skógjafa. Það þarf enginn svona neikvæðni í desember, það er nógu dimmt fyrir. Svo er þetta kerfisbundna eftirlit alveg í fínu lagi. Það er tímabundið í eðli sínu, gætir meðalhófs og stefnir að lögmætu markmiði um að næra jólaandann. Þið megið trúa því.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar