Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 16:53 Sigurður Sólmundarson, sem margir þekkja betur sem Costco-gaurinn eða jafnvel Budduna, hefur ekki glatað húmornum þrátt fyrir óhappið. „Jæja elskurnar mínar.“ Svo hefst heldur raunalegt ávarp Sigurðar Sólmundarsonar til vina sinn á Facebook. Enda ekki tilefni til að vera með grín og glens því Sigurður, sem margir þekkja betur sem Costco gaurinn, lenti í óhappi sem heldur betur setur strik í reikninginn varðandi allt jólahald. „Ég lenti í bílslysi síðdegis í gær. Fékk aðsvif, fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á smábíl stúlku sem betur fer slapp vel. Ég er sem sagt brotinn á báðum fótum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður. Takk fyrir allar kveðjurnar, elsku vinir,“ segir Sigurður og veifar af mynd til vina sinna af sjúkrabeði sínu á spítalanum.Ekki glatað húmornum sárkvalinn á sjúkrabeði Sigurð þekkja fjölmargir sem Costco-gaurinn en hann átti það til skömmu eftir að stórverslunin Costco tók til starfa að taka upp stórskemmtileg myndbandsbrot sem hann birti þá í Facebook-hópnum „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.“ Þar fjallaði hann um ýmsar vörur sem hann hafði keypt og var harla jákvæður gagnvart flestu sem þar var boðið uppá. Enda, áskilið og féllu þessi myndbönd heldur betur í vel kramið.Sigurður veifar til vina sinna þar sem hann er nú staddur á spítalanum, brotinn á báðum löppum og handleggsbrotinn að auki.Bróðir Sigurðar er svo sjálfur Sóli Hólm skemmtikraftur og sjónvarpsmaður. Sóli getur verið skæður í gerð myndbrota og atriða sem hann birtir á samfélagsmiðlum og þar hefur Sigurður bróðir hans oft verið í aðalhlutverki og er þá jafnan kallaður „Buddan“ af sínum frægari bróður. Sem Sigurður kallar reyndar „ódýrari týpuna“ í samtali við Vísi. Þá kom á daginn að Sigurður hefur ekki glatað húmornum þar sem hann lá sárþjáður nýkominn úr myndatöku á Borgarspítalanum. Ekki er vitað hvort hann á við einhver innvortismeiðsl að stríða einnig. En, Sigurður þarf reyndar ekki neinn frægðarljóma frá bróður sínum, sjálfur hefur hann gert garðinn frægan með Leikfélagi Hveragerðis hvar hann er búsettur.Sendir Sóla eftir jólagjöfunum „Já, þetta var rosalegt,“ segir Sigurður sem var á leið frá Stokkseyri niður á Selfoss. Síðdegis í gær. Hann segir að hann hafi átt við einhver svimaköst að stríða, hann leið út af og sveigði þá yfir á hinn vegarhelminginn. Hann áttaði sig og sveigði á sinn vegarhelming aftur en þá vildi ekki betur til en bílstóri reyndi að forða árekstrinum með því að beygja þangað einnig. Sigurður segir þetta alfarið sér að kenna. Og þakkar fyrir að allir séu á lífi. Sigurður var á vinnubíl, Citroen Berlingo.Nú er allt í uppnámi fyrir jólaundirbúninginn? „Heldur betur. Setur allt úr skoðum,“ segir Sigurður sem er múrari og þriggja barna faðir. „Þetta er grábölvað. Það er í mörg horn að líta. ég hugsa að ég láti þetta bitna á Sóla. Já, ég sendi bara kvikindið til að kaupa jólagjafirnar fyrir mig. Hann hefur ekkert betra að gera. Hann er gull af manni, góður strákur en hann hefur aldrei nennt að vinna.“ Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
„Jæja elskurnar mínar.“ Svo hefst heldur raunalegt ávarp Sigurðar Sólmundarsonar til vina sinn á Facebook. Enda ekki tilefni til að vera með grín og glens því Sigurður, sem margir þekkja betur sem Costco gaurinn, lenti í óhappi sem heldur betur setur strik í reikninginn varðandi allt jólahald. „Ég lenti í bílslysi síðdegis í gær. Fékk aðsvif, fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á smábíl stúlku sem betur fer slapp vel. Ég er sem sagt brotinn á báðum fótum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður. Takk fyrir allar kveðjurnar, elsku vinir,“ segir Sigurður og veifar af mynd til vina sinna af sjúkrabeði sínu á spítalanum.Ekki glatað húmornum sárkvalinn á sjúkrabeði Sigurð þekkja fjölmargir sem Costco-gaurinn en hann átti það til skömmu eftir að stórverslunin Costco tók til starfa að taka upp stórskemmtileg myndbandsbrot sem hann birti þá í Facebook-hópnum „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.“ Þar fjallaði hann um ýmsar vörur sem hann hafði keypt og var harla jákvæður gagnvart flestu sem þar var boðið uppá. Enda, áskilið og féllu þessi myndbönd heldur betur í vel kramið.Sigurður veifar til vina sinna þar sem hann er nú staddur á spítalanum, brotinn á báðum löppum og handleggsbrotinn að auki.Bróðir Sigurðar er svo sjálfur Sóli Hólm skemmtikraftur og sjónvarpsmaður. Sóli getur verið skæður í gerð myndbrota og atriða sem hann birtir á samfélagsmiðlum og þar hefur Sigurður bróðir hans oft verið í aðalhlutverki og er þá jafnan kallaður „Buddan“ af sínum frægari bróður. Sem Sigurður kallar reyndar „ódýrari týpuna“ í samtali við Vísi. Þá kom á daginn að Sigurður hefur ekki glatað húmornum þar sem hann lá sárþjáður nýkominn úr myndatöku á Borgarspítalanum. Ekki er vitað hvort hann á við einhver innvortismeiðsl að stríða einnig. En, Sigurður þarf reyndar ekki neinn frægðarljóma frá bróður sínum, sjálfur hefur hann gert garðinn frægan með Leikfélagi Hveragerðis hvar hann er búsettur.Sendir Sóla eftir jólagjöfunum „Já, þetta var rosalegt,“ segir Sigurður sem var á leið frá Stokkseyri niður á Selfoss. Síðdegis í gær. Hann segir að hann hafi átt við einhver svimaköst að stríða, hann leið út af og sveigði þá yfir á hinn vegarhelminginn. Hann áttaði sig og sveigði á sinn vegarhelming aftur en þá vildi ekki betur til en bílstóri reyndi að forða árekstrinum með því að beygja þangað einnig. Sigurður segir þetta alfarið sér að kenna. Og þakkar fyrir að allir séu á lífi. Sigurður var á vinnubíl, Citroen Berlingo.Nú er allt í uppnámi fyrir jólaundirbúninginn? „Heldur betur. Setur allt úr skoðum,“ segir Sigurður sem er múrari og þriggja barna faðir. „Þetta er grábölvað. Það er í mörg horn að líta. ég hugsa að ég láti þetta bitna á Sóla. Já, ég sendi bara kvikindið til að kaupa jólagjafirnar fyrir mig. Hann hefur ekkert betra að gera. Hann er gull af manni, góður strákur en hann hefur aldrei nennt að vinna.“
Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira