Tíu ára bræðir gömul hjörtu í stórum stíl Stefán Árni Pálsson skrifar 13. desember 2018 14:30 Bjarni Gabríel fer á kostum á elliheimilum borgarinnar. Bjarni Gabríel Bjarnason byrjaði að syngja áður en hann fór að tala en hjólin fóru fyrst að snúast þegar hann upp á sínar eigin spýtur tók þátt í Jólastjörnunni á Stöð 2 í fyrra en eftir það var hann ráðinn út um allt að syngja. Í dag þræðir þessi tíu ára drengur elliheimili borgarinnar og syngur jólasöngva fyrir áhorfendur. Lífið ræddi við Bjarna sem á framtíðina fyrir sér í bransanum. „Ég veit ekki alveg hvað er það allra skemmtilegasta við að syngja en mér finnst mest gaman að gleðja fólk og svo finnst mér bara sjálfum svo gaman að syngja og mér líður best þegar ég syng beint frá hjartanu,“ segir Bjarni Gabríel. Hann segist heldur betur ætla starfa við söng í framtíðinni. „Já, ég ætla að flytja til Los Angeles og fara í skóla þar og æfa fótbolta og syngja með. Og síðan ætla ég að vinna sem söngvari framtíðinni. Ég ætla samt að leyfa mömmu og pabba að búa í gestahúsi í garðinum hjá mér í LA.“Hér að neðan má sjá Bjarna syngja aðeins 11 mánaða. Giggin á elliheimilunum eru skemmtileg. „Það var mjög gaman því maður syngur nálægt fólkinu og það er mjög gaman að gleðja fólk sem er svona gamalt, sumir brostu en sumir fóru samt að gráta og knúsuðu mig. Sumir voru mög veikir og gátu kannski ekki brosað en þau brostu samt inn í sér. Ég ætla að syngja fyrir gamla fólkið á elliheimilunum í Reykjavík og líka úti á landi. Svo er ég í Kringlunni um helgina og er svo í leikarahópnum hjá Jólagestum Björgvins rétt fyrir jólin. Ætli ég syngi ekki líka í nokkrum jólaboðum og jólaböllum eins og í fyrra.“ Bjarni æfir oftast stíft en hann þarf ekki að sækja hæfileikana langt. Amma hans er Edda Björgvinsdóttir og frændi hans er Björgvin Franz Gíslason leikari.Hér að neðan má sjá myndband frá þátttöku Bjarna í Jólastjörnunni.„Ég nenni nú ekki alltaf að æfa mig mikið því ég elska að spila fótbolta og svo er ég líka í ballett en það er best að æfa sig og stundum fæ ég Björgvin Franz frænda minn til að hjálpa mér. Mér finnst best að syngja fyrir framan tölvuna eða í stofunnu og oft held ég á Nínu hundinum mínum meðan ég syng en hún vill helst ekki að ég sé að dansa mikið með sig í fanginu. Annars syng ég bara út um allt líka í bílnum með mömmu minni.“ Bjarna finnst skemmtilegast að vera með vinum sínum, spila Playstation og fara í fótbolta, fara á skíði og hafa kósýkvöld.Hvað ætlar þú að gera við peninginn sem þú syngur þér inn fyrir?„Ég er að safna mér fyrir tölvu en eg ætla líka að kaupa jólagjafir handa fátækum börnum á Íslandi og setja undir jólatréð í Kringlunni.“Hér má fylgja Barna á Facebook. Jól Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Bjarni Gabríel Bjarnason byrjaði að syngja áður en hann fór að tala en hjólin fóru fyrst að snúast þegar hann upp á sínar eigin spýtur tók þátt í Jólastjörnunni á Stöð 2 í fyrra en eftir það var hann ráðinn út um allt að syngja. Í dag þræðir þessi tíu ára drengur elliheimili borgarinnar og syngur jólasöngva fyrir áhorfendur. Lífið ræddi við Bjarna sem á framtíðina fyrir sér í bransanum. „Ég veit ekki alveg hvað er það allra skemmtilegasta við að syngja en mér finnst mest gaman að gleðja fólk og svo finnst mér bara sjálfum svo gaman að syngja og mér líður best þegar ég syng beint frá hjartanu,“ segir Bjarni Gabríel. Hann segist heldur betur ætla starfa við söng í framtíðinni. „Já, ég ætla að flytja til Los Angeles og fara í skóla þar og æfa fótbolta og syngja með. Og síðan ætla ég að vinna sem söngvari framtíðinni. Ég ætla samt að leyfa mömmu og pabba að búa í gestahúsi í garðinum hjá mér í LA.“Hér að neðan má sjá Bjarna syngja aðeins 11 mánaða. Giggin á elliheimilunum eru skemmtileg. „Það var mjög gaman því maður syngur nálægt fólkinu og það er mjög gaman að gleðja fólk sem er svona gamalt, sumir brostu en sumir fóru samt að gráta og knúsuðu mig. Sumir voru mög veikir og gátu kannski ekki brosað en þau brostu samt inn í sér. Ég ætla að syngja fyrir gamla fólkið á elliheimilunum í Reykjavík og líka úti á landi. Svo er ég í Kringlunni um helgina og er svo í leikarahópnum hjá Jólagestum Björgvins rétt fyrir jólin. Ætli ég syngi ekki líka í nokkrum jólaboðum og jólaböllum eins og í fyrra.“ Bjarni æfir oftast stíft en hann þarf ekki að sækja hæfileikana langt. Amma hans er Edda Björgvinsdóttir og frændi hans er Björgvin Franz Gíslason leikari.Hér að neðan má sjá myndband frá þátttöku Bjarna í Jólastjörnunni.„Ég nenni nú ekki alltaf að æfa mig mikið því ég elska að spila fótbolta og svo er ég líka í ballett en það er best að æfa sig og stundum fæ ég Björgvin Franz frænda minn til að hjálpa mér. Mér finnst best að syngja fyrir framan tölvuna eða í stofunnu og oft held ég á Nínu hundinum mínum meðan ég syng en hún vill helst ekki að ég sé að dansa mikið með sig í fanginu. Annars syng ég bara út um allt líka í bílnum með mömmu minni.“ Bjarna finnst skemmtilegast að vera með vinum sínum, spila Playstation og fara í fótbolta, fara á skíði og hafa kósýkvöld.Hvað ætlar þú að gera við peninginn sem þú syngur þér inn fyrir?„Ég er að safna mér fyrir tölvu en eg ætla líka að kaupa jólagjafir handa fátækum börnum á Íslandi og setja undir jólatréð í Kringlunni.“Hér má fylgja Barna á Facebook.
Jól Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira