Eitt leyfisbréf afturför til fortíðar Guðríður Arnardóttir skrifar 13. desember 2018 08:38 Það var ekkert út í loftið sem lögum nr. 87 frá 2008 var breytt á sínum tíma en þau fjalla um menntun kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Með lögunum voru sett skýr gæðaviðmið um menntun kennara á öllum skólastigum, námið lengt í fimm ár og inntak námsins skilgreint sérstaklega. Hvað framhaldsskólann varðar þá hefur útgáfa leyfisbréfa verið bundin við tiltekna faggrein frá árinu 1998 og leyfi til kennslu í framhaldsskóla því bundið við tilteknar kennslugreinar. Lögin voru mikið framfaraskref frá eldra kerfi sem skilgreindi ekki þá nauðsynlegu sérhæfingu sem framhaldsskólakennarar þurfa að hafa. Innan framhaldsskólans eru kenndar á annað hundrað mismunandi greina. Bóklegar greinar í hug- og raunvísindum sem og iðn-, list- og verkgreinar. Það segir sig sjálft að í framhaldsskólanum er sérhæfing námsins orðin það mikil að megin áhersla í námi framhaldsskólakennara er fagmenntunin. Lögunum frá 2008 var einmitt ætlað að ramma inn þá augljósu staðreynd. Hugmyndir um eitt leyfisbréf til kennslu á skólastigunum þremur ganga því gegn núverandi lögum um menntun og ráðningu kennara og yrðu þær hugmyndir að veruleika yrði stigið stórt skref aftur á bak í menntun kennara og langt aftur fyrir árið 2008. Félag framhaldsskólakennara hefur ályktað gegn útgáfu eins leyfisbréfs og telur það gríðarlega afturför til fortíðar m.a. í ljósi þeirra gæðaviðmiða sem sett voru um menntun framhaldsskólakennara árið 2008. Forysta leik-, og grunnskólakennara hefur aftur á móti tekið jákvætt í slíkar hugmyndir. Það má vera að það sé raunhæft að gefa út eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, og grunnskóla, það er annarra en mitt að svara því. En hvað framhaldsskólann varðar verður ekki séð með nokkrum hætti réttlætingu á því að hverfa frá útgáfu sérhæfðra leyfisbréfa og um leið draga úr kröfum um lágmarks fagmenntun í hverri kennslugrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það var ekkert út í loftið sem lögum nr. 87 frá 2008 var breytt á sínum tíma en þau fjalla um menntun kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Með lögunum voru sett skýr gæðaviðmið um menntun kennara á öllum skólastigum, námið lengt í fimm ár og inntak námsins skilgreint sérstaklega. Hvað framhaldsskólann varðar þá hefur útgáfa leyfisbréfa verið bundin við tiltekna faggrein frá árinu 1998 og leyfi til kennslu í framhaldsskóla því bundið við tilteknar kennslugreinar. Lögin voru mikið framfaraskref frá eldra kerfi sem skilgreindi ekki þá nauðsynlegu sérhæfingu sem framhaldsskólakennarar þurfa að hafa. Innan framhaldsskólans eru kenndar á annað hundrað mismunandi greina. Bóklegar greinar í hug- og raunvísindum sem og iðn-, list- og verkgreinar. Það segir sig sjálft að í framhaldsskólanum er sérhæfing námsins orðin það mikil að megin áhersla í námi framhaldsskólakennara er fagmenntunin. Lögunum frá 2008 var einmitt ætlað að ramma inn þá augljósu staðreynd. Hugmyndir um eitt leyfisbréf til kennslu á skólastigunum þremur ganga því gegn núverandi lögum um menntun og ráðningu kennara og yrðu þær hugmyndir að veruleika yrði stigið stórt skref aftur á bak í menntun kennara og langt aftur fyrir árið 2008. Félag framhaldsskólakennara hefur ályktað gegn útgáfu eins leyfisbréfs og telur það gríðarlega afturför til fortíðar m.a. í ljósi þeirra gæðaviðmiða sem sett voru um menntun framhaldsskólakennara árið 2008. Forysta leik-, og grunnskólakennara hefur aftur á móti tekið jákvætt í slíkar hugmyndir. Það má vera að það sé raunhæft að gefa út eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, og grunnskóla, það er annarra en mitt að svara því. En hvað framhaldsskólann varðar verður ekki séð með nokkrum hætti réttlætingu á því að hverfa frá útgáfu sérhæfðra leyfisbréfa og um leið draga úr kröfum um lágmarks fagmenntun í hverri kennslugrein.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar