HM í pílukasti hefst á morgun: Veisla frá byrjun til enda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2018 19:30 Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun og verður í fyrsta sinn sýnt frá keppninni í íslensku sjónvarpi en sýnt verður frá öllu mótinu á Stöð 2 Sport 2. Fyrsta beina útsendingin verður annað kvöld klukkan 19.30 en mótið verður nánast daglega þar til að úrslitaviðureignin fer fram á nýársdag. Mótið fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum, gamalli höll sem er stundum kölluð Ally Pally. Mikil eftirspurn er eftir aðgöngumiðum og stemningin mikil í salnum, þar sem á annað tug þúsunda fylgjast með. Pétur Rúðrik Guðmundsson er íslenskur landsliðsmaður í pílukasti. Hann var lengi vel leikmaður Grindavíkur í körfubolta en hefur síðustu ár einbeitt sér að pílunni. Hann segir mikla tilhlökkun ríkja fyrir mótinu. „Þetta verður bara veisla frá byrjun til enda. Það er ótrúleg skemmtun að horfa á HM í pílu,“ sagði Pétur. „Þarna eru 10-15 þúsund manns, öskrandi eins og á fótboltaleik. Þetta verður bara gaman.“ Pétur hefur orðið var við mikinn áhuga á pílukasti hér á landi og þá ekki síst á heimsmeistaramótinu sjálfu, sem hefur verið afar vinsælt sjónvarpsefni í Bretlandi og víðar í Evrópu. Pétur segir að það þurfi ekki mikla þekkingu á íþróttinni til að kveikja áhugann. „Í upphafi mun fólk þekkja fyrst og fremst stóru nöfnin, eins og Michael van Gerwen og Gary Anderson. Og svo kannski einn sem gæti talist skúrkur - Gerwyn Price sem er svolítið að láta reyna á hvernig menn mega haga sér á línunni. Mörgum finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Pétur. Pílukast var fyrst vinsælt á krám í Bretlandi en Pétur segir að nú sé ný kynslóð pílukastara að ryðja sér rúms sem hefur fengið allt annað uppeldi í íþróttinni. „Fólk verður mjög fljótt að finna sér einhvern til að halda með og ég hvet alla til að horfa á þetta frá byrjun.“ Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00 Heimsmeistari í pílu sakaður um prump | "Mér var illt í maganum“ Tvöfaldur heimsmeistari í pílu hefur verið ásakaður um að villa fyrir andstæðingi sínum með prumpi á boðsmóti bestu píluspilara heims. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun og verður í fyrsta sinn sýnt frá keppninni í íslensku sjónvarpi en sýnt verður frá öllu mótinu á Stöð 2 Sport 2. Fyrsta beina útsendingin verður annað kvöld klukkan 19.30 en mótið verður nánast daglega þar til að úrslitaviðureignin fer fram á nýársdag. Mótið fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum, gamalli höll sem er stundum kölluð Ally Pally. Mikil eftirspurn er eftir aðgöngumiðum og stemningin mikil í salnum, þar sem á annað tug þúsunda fylgjast með. Pétur Rúðrik Guðmundsson er íslenskur landsliðsmaður í pílukasti. Hann var lengi vel leikmaður Grindavíkur í körfubolta en hefur síðustu ár einbeitt sér að pílunni. Hann segir mikla tilhlökkun ríkja fyrir mótinu. „Þetta verður bara veisla frá byrjun til enda. Það er ótrúleg skemmtun að horfa á HM í pílu,“ sagði Pétur. „Þarna eru 10-15 þúsund manns, öskrandi eins og á fótboltaleik. Þetta verður bara gaman.“ Pétur hefur orðið var við mikinn áhuga á pílukasti hér á landi og þá ekki síst á heimsmeistaramótinu sjálfu, sem hefur verið afar vinsælt sjónvarpsefni í Bretlandi og víðar í Evrópu. Pétur segir að það þurfi ekki mikla þekkingu á íþróttinni til að kveikja áhugann. „Í upphafi mun fólk þekkja fyrst og fremst stóru nöfnin, eins og Michael van Gerwen og Gary Anderson. Og svo kannski einn sem gæti talist skúrkur - Gerwyn Price sem er svolítið að láta reyna á hvernig menn mega haga sér á línunni. Mörgum finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Pétur. Pílukast var fyrst vinsælt á krám í Bretlandi en Pétur segir að nú sé ný kynslóð pílukastara að ryðja sér rúms sem hefur fengið allt annað uppeldi í íþróttinni. „Fólk verður mjög fljótt að finna sér einhvern til að halda með og ég hvet alla til að horfa á þetta frá byrjun.“
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00 Heimsmeistari í pílu sakaður um prump | "Mér var illt í maganum“ Tvöfaldur heimsmeistari í pílu hefur verið ásakaður um að villa fyrir andstæðingi sínum með prumpi á boðsmóti bestu píluspilara heims. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00
Heimsmeistari í pílu sakaður um prump | "Mér var illt í maganum“ Tvöfaldur heimsmeistari í pílu hefur verið ásakaður um að villa fyrir andstæðingi sínum með prumpi á boðsmóti bestu píluspilara heims. 18. nóvember 2018 11:00