Hundruð lögreglumanna leita árásarmannsins í Strassborg Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 12. desember 2018 07:14 Lögreglumaður gætir vettvangs við jólamarkaðinn á Kléber-torgi þar sem voðaverkið var framið. Vísir/EPA Mikil leit er nú gerð að byssumanni sem skaut á fólk á jólamarkaði í frönsku borginni Strassborg í gærkvöldi. Lögreglan telur sig vita hver þarna var að verki en hann myrti þrjá og særði tólf á markaðnum áður en honum tókst að flýja eftir skotbardaga við hermenn og lögreglu. Talið er að maðurinn sé særður. Innanríkisráðherra Frakka, Christophe Castaner, segir að eftirlit hafi verið hert til muna á landamærum Frakklands og að löggæsluyfirvöld séu á hæsta viðbúnaðarstigi. Þá hefur öryggi á jólamörkuðum, sem eru í flestum bæjum og borgum landsins, verið hert til muna. Sex þeirra sem særðust í árásinni á Kléber-torgi gærkvöldi eru sagðir í alvarlegu ástandi. Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp en hann er sagður tuttugu og níu ára gamall innfæddur íbúi í Strassborg sem lögregla hafði þegar undir eftirliti, vegna gruns um að áforma hryðjuverk. Fyrr um daginn hafði maðurinn flúið þegar lögregla kom heim til hans til að gera húsleit vegna ráns sem framið var í borginni. Handsprengjur fundust í íbúð hans. Hundruð lögreglumanna taka þátt í leitinni að morðingjanum. Ekki er vitað hvað honum gekk til, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Frakkland Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Nokkrir særðir eftir skotárás í Strassborg Skothvellir heyrðust nærri jólamarkaði. 11. desember 2018 20:22 Tveir látnir og tíu særðir í skotárás í Strassborg Lögreglan hefur borið kennsl á árásarmanninn en hann gengur enn laus. 11. desember 2018 22:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Mikil leit er nú gerð að byssumanni sem skaut á fólk á jólamarkaði í frönsku borginni Strassborg í gærkvöldi. Lögreglan telur sig vita hver þarna var að verki en hann myrti þrjá og særði tólf á markaðnum áður en honum tókst að flýja eftir skotbardaga við hermenn og lögreglu. Talið er að maðurinn sé særður. Innanríkisráðherra Frakka, Christophe Castaner, segir að eftirlit hafi verið hert til muna á landamærum Frakklands og að löggæsluyfirvöld séu á hæsta viðbúnaðarstigi. Þá hefur öryggi á jólamörkuðum, sem eru í flestum bæjum og borgum landsins, verið hert til muna. Sex þeirra sem særðust í árásinni á Kléber-torgi gærkvöldi eru sagðir í alvarlegu ástandi. Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp en hann er sagður tuttugu og níu ára gamall innfæddur íbúi í Strassborg sem lögregla hafði þegar undir eftirliti, vegna gruns um að áforma hryðjuverk. Fyrr um daginn hafði maðurinn flúið þegar lögregla kom heim til hans til að gera húsleit vegna ráns sem framið var í borginni. Handsprengjur fundust í íbúð hans. Hundruð lögreglumanna taka þátt í leitinni að morðingjanum. Ekki er vitað hvað honum gekk til, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Frakkland Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Nokkrir særðir eftir skotárás í Strassborg Skothvellir heyrðust nærri jólamarkaði. 11. desember 2018 20:22 Tveir látnir og tíu særðir í skotárás í Strassborg Lögreglan hefur borið kennsl á árásarmanninn en hann gengur enn laus. 11. desember 2018 22:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Nokkrir særðir eftir skotárás í Strassborg Skothvellir heyrðust nærri jólamarkaði. 11. desember 2018 20:22
Tveir látnir og tíu særðir í skotárás í Strassborg Lögreglan hefur borið kennsl á árásarmanninn en hann gengur enn laus. 11. desember 2018 22:08