Hvers vegna hvalveiðar? Úrsúla Jünemann skrifar 12. desember 2018 08:00 Tilefni þess að ég skrifa þessa grein er að ég heimsótti fyrrverandi heimalandið mitt, Þýskaland, og hitti þar góða gamla vini. Margoft var ég spurð um hvers vegna það sé ennþá verið að veiða hvali á Íslandi og hvort menn séu nú ekki loksins að hætta þessu. Mér vafðist stöðugt tunga um tönn í þeirri tilraun að finna eitthvað til að réttlæta hvalveiðar hér á landi. Eftir ríkulega umhugsun er niðurstaða mín að hvalveiðar ættu að heyra sögunni til og ekki sé hægt að réttlæta þær lengur. 1. „Íslendingar hafa alltaf stundað hvalveiðar og þetta er partur af menningu okkar.“ Rangt! Aðrar þjóðir veiddu hvali hér við Íslandsstrendur lengi en Íslendingar sjálfir fóru ekki að veiða hvali fyrr en um miðja síðustu öld. 2. „Við verðum að nýta auðlindir okkar.“ En í hverju eru auðlindir okkar fólgnar? Það er miklu meiri ávinningur í því að skoða hvali en að drepa þá. Hvalaskoðun er vinsæl hjá ferðamönnum og jafnvel tilefni sumra til að koma hingað. En að við séum að drepa hvali setur ljótan stimpil á Ísland sem ferðamannaland og skaðar ímynd okkar út á við. 3. „Hvalveiðar skapa atvinnu.“ Að vísu unnu um 150 manns við þessa iðju en hvalaskoðun veitir fleirum vinnu. Einungis á Reykjavíkursvæðinu vinna hátt í 200 manns við hvalaskoðun. Svo leyfi ég mér að fullyrða að vinnan við að kynna land okkar og náttúru sé margfalt skemmtilegri og meira uppbyggjandi en að drepa háþróuð dýr og búta þau í sundur. Það þarf að rannsaka betur hversu skaðlegar hvalveiðar eru fyrir ferðaþjónustu. Allavega hef ég í starfi mínu sem leiðsögumaður heyrt margar neikvæðar raddir um hvalveiðar. 4. „Það er allt í lagi að skjóta dýr, þetta eru bara skepnur.“ Er það svona einfalt? Í dýraverndunarlögum er hægt að lesa að dýr skuli aflífa á skjótan og sem minnst sársaukafullan hátt. En það er vitað að hvalur sem fær skutul í sig er að þjást og kveljast lengi áður enn hann deyr. Og svo erum við ekki einu sinni að tala um að hvalir séu mjög háþróaðar lífverur. Í sumar komu fréttir um að oft séu kálfafullar langreyðarkýr veiddar. Svo var talað um að tvisvar sinnum hafa verið drepnir svonefndir blendingar (afkvæmi langreyðar og steypireyðar) og það sé allt í lagi því einungis steypireyðar eru alfriðaðar. En um er að ræða mjög sjaldgæft fyrirbæri sem ber að vernda. 5. „Hvalaafurðir eru eftirsóttar og seljast vel.“ Ó, nei! Birgðirnar af hvalkjöti hafa safnast fyrir í frystihúsum því enginn markaður er fyrir slíkt. Nema kannski í Japan. En til að koma hvalkjötinu þangað þarf að yfirstíga margar hindranir, til dæmis hafa skipin ekki fengið leyfi til að leggja að landi í flestum höfnum. Reynt er núna að sigla norðurleiðina til Japans. Rökin um að nú væri hægt að vinna fæðubótarefni úr hvalkjöti sem ynni á móti blóðleysi eru einnig frekar langsótt. Það sama er hægt að vinna úr öðrum og mun aðgengilegri hráefnum. 6. „Flestir Íslendingar eru fylgjandi hvalveiðum.“ Rangt. Næstum jafn margir eru fylgjandi og andvígir eftir síðustu könnun. Því miður er stórt hlutfall þeirra sem svara könnunum, um 40%, ekki búnir að mynda sér skoðun. En ef við skoðum þróun síðustu ára þá minnkar stöðugt hlutfall þeirra sem vilja veiða hvali. Stuðningur við hvalveiðar fer minnkandi samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir IFAW, Alþjóða dýravelferðarsjóðinn, fyrir ári. Og er það gott. Það er einn maður hér á landi sem heldur hvalveiðum uppi og enginn veit hversu miklu hann er að tapa á því. Hann er því miður moldríkur enda átti hann stóran hlut í HB Granda, útgerðarfyrirtæki sem mokar upp peningum. Hann getur leyft sér að halda áfram þeirri þráhyggju að Íslendingar eigi að veiða hvali og því miður með dyggum stuðningi sjávarútvegsráðherra. Það er tími til kominn að stöðva þetta, öll skynsemi mælir með því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Tilefni þess að ég skrifa þessa grein er að ég heimsótti fyrrverandi heimalandið mitt, Þýskaland, og hitti þar góða gamla vini. Margoft var ég spurð um hvers vegna það sé ennþá verið að veiða hvali á Íslandi og hvort menn séu nú ekki loksins að hætta þessu. Mér vafðist stöðugt tunga um tönn í þeirri tilraun að finna eitthvað til að réttlæta hvalveiðar hér á landi. Eftir ríkulega umhugsun er niðurstaða mín að hvalveiðar ættu að heyra sögunni til og ekki sé hægt að réttlæta þær lengur. 1. „Íslendingar hafa alltaf stundað hvalveiðar og þetta er partur af menningu okkar.“ Rangt! Aðrar þjóðir veiddu hvali hér við Íslandsstrendur lengi en Íslendingar sjálfir fóru ekki að veiða hvali fyrr en um miðja síðustu öld. 2. „Við verðum að nýta auðlindir okkar.“ En í hverju eru auðlindir okkar fólgnar? Það er miklu meiri ávinningur í því að skoða hvali en að drepa þá. Hvalaskoðun er vinsæl hjá ferðamönnum og jafnvel tilefni sumra til að koma hingað. En að við séum að drepa hvali setur ljótan stimpil á Ísland sem ferðamannaland og skaðar ímynd okkar út á við. 3. „Hvalveiðar skapa atvinnu.“ Að vísu unnu um 150 manns við þessa iðju en hvalaskoðun veitir fleirum vinnu. Einungis á Reykjavíkursvæðinu vinna hátt í 200 manns við hvalaskoðun. Svo leyfi ég mér að fullyrða að vinnan við að kynna land okkar og náttúru sé margfalt skemmtilegri og meira uppbyggjandi en að drepa háþróuð dýr og búta þau í sundur. Það þarf að rannsaka betur hversu skaðlegar hvalveiðar eru fyrir ferðaþjónustu. Allavega hef ég í starfi mínu sem leiðsögumaður heyrt margar neikvæðar raddir um hvalveiðar. 4. „Það er allt í lagi að skjóta dýr, þetta eru bara skepnur.“ Er það svona einfalt? Í dýraverndunarlögum er hægt að lesa að dýr skuli aflífa á skjótan og sem minnst sársaukafullan hátt. En það er vitað að hvalur sem fær skutul í sig er að þjást og kveljast lengi áður enn hann deyr. Og svo erum við ekki einu sinni að tala um að hvalir séu mjög háþróaðar lífverur. Í sumar komu fréttir um að oft séu kálfafullar langreyðarkýr veiddar. Svo var talað um að tvisvar sinnum hafa verið drepnir svonefndir blendingar (afkvæmi langreyðar og steypireyðar) og það sé allt í lagi því einungis steypireyðar eru alfriðaðar. En um er að ræða mjög sjaldgæft fyrirbæri sem ber að vernda. 5. „Hvalaafurðir eru eftirsóttar og seljast vel.“ Ó, nei! Birgðirnar af hvalkjöti hafa safnast fyrir í frystihúsum því enginn markaður er fyrir slíkt. Nema kannski í Japan. En til að koma hvalkjötinu þangað þarf að yfirstíga margar hindranir, til dæmis hafa skipin ekki fengið leyfi til að leggja að landi í flestum höfnum. Reynt er núna að sigla norðurleiðina til Japans. Rökin um að nú væri hægt að vinna fæðubótarefni úr hvalkjöti sem ynni á móti blóðleysi eru einnig frekar langsótt. Það sama er hægt að vinna úr öðrum og mun aðgengilegri hráefnum. 6. „Flestir Íslendingar eru fylgjandi hvalveiðum.“ Rangt. Næstum jafn margir eru fylgjandi og andvígir eftir síðustu könnun. Því miður er stórt hlutfall þeirra sem svara könnunum, um 40%, ekki búnir að mynda sér skoðun. En ef við skoðum þróun síðustu ára þá minnkar stöðugt hlutfall þeirra sem vilja veiða hvali. Stuðningur við hvalveiðar fer minnkandi samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir IFAW, Alþjóða dýravelferðarsjóðinn, fyrir ári. Og er það gott. Það er einn maður hér á landi sem heldur hvalveiðum uppi og enginn veit hversu miklu hann er að tapa á því. Hann er því miður moldríkur enda átti hann stóran hlut í HB Granda, útgerðarfyrirtæki sem mokar upp peningum. Hann getur leyft sér að halda áfram þeirri þráhyggju að Íslendingar eigi að veiða hvali og því miður með dyggum stuðningi sjávarútvegsráðherra. Það er tími til kominn að stöðva þetta, öll skynsemi mælir með því.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun