Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2018 13:08 Jamal Khashoggi var einn þeirra blaðamanna sem myrtir voru á árinu. AP/Virginia Mayo Tímaritið Time hefur valið myrta og fangelsaða blaðamenn sem manneskjur ársins 2018. Andlit nokkurra þeirra skeyta forsíðu tímaritsins sem er gefin út í nokkrum útgáfum. Á meðal þeirra er Jamal Khashoggi, sádiarabíski blaðamaðurinn, sem var myrtur í sendiráði Sáda í Tyrklandi í október. Ákvörðun ritstjórar Time byggir meðal annars á því að aldrei hafa fleiri blaðamenn verið hnepptir í fangelsi en um þessar mundir, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Stjórnvöld víða um heim fordæmi á sama tíma gagnrýninn fréttaflutning sem „falsfréttir“. Time titlar blaðamennina sem „verndarana“ í stríði gegn sannleikanum. Ólíkt einræðisherrum fyrri tíðar sem beittu ritskoðun reyni einræðisherrar nútímans að ala á tortryggni í garð staðreynda og nærist á ruglingi sem samfélagsmiðlar hjálpa til við að skapa Rökstuddur grunur leikur á að Mohammed bin Salman, krónsprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann var pistlahöfundur Washington Post, búsettur í Bandaríkjunum, og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad. „Hann sagði heimsbyggðinni sannleikann um hrottaskap þeirra gegn þeim sem töluðu gegn þeim og fyrir það var hann myrtur,“ segir í umsögn Time. Auk Khashoggi eru fjórir blaðamenn og einn sölufulltrúi bandaríska dagblaðsins Capital Gazette sem byssumaður skaut til bana í Maryland í júlí á meðal manneskja ársins hjá Time. Morðinginn hafði stefnt blaðinu en tapað fyrir dómstólum og er talinn hafa skipulagt morðin. Blaðið kom engu að síður út daginn eftir árásina. Tveir blaðamenn Reuters sem dúsa í fangelsi í Búrma eru einnig í hópnum. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september fyrir að hafa brotið lög um ríkisleyndamál með umfjöllun sinni um fjöldamorð stjórnarhersins á róhingjamúslimum. Maria Ressa, ritstjóri fréttasíðunnar Rappler á Filippseyjum er einn verndaranna sem Time lýsir. Hún hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Fyrir vikið hefur vefsíðan orðið fyrir áreiti af hálfu dómsmálaráðuneytis landsins og neitar ríkisstjórnin að veita blaðamönnum síðunnar passa sem leyfði þeim að fylgja henni eftir. Ressa gæti sjálf átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi vegna skattsvika sem yfirvöld hafa ákært hana fyrir. Bandaríkin Fréttir ársins 2018 Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Capital minnist fallinna félaga á forsíðu "Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. 30. júní 2018 09:00 Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan Hann er ákærður í 23 liðum, þar á meðal fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði. 30. júlí 2018 22:57 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tímaritið Time hefur valið myrta og fangelsaða blaðamenn sem manneskjur ársins 2018. Andlit nokkurra þeirra skeyta forsíðu tímaritsins sem er gefin út í nokkrum útgáfum. Á meðal þeirra er Jamal Khashoggi, sádiarabíski blaðamaðurinn, sem var myrtur í sendiráði Sáda í Tyrklandi í október. Ákvörðun ritstjórar Time byggir meðal annars á því að aldrei hafa fleiri blaðamenn verið hnepptir í fangelsi en um þessar mundir, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Stjórnvöld víða um heim fordæmi á sama tíma gagnrýninn fréttaflutning sem „falsfréttir“. Time titlar blaðamennina sem „verndarana“ í stríði gegn sannleikanum. Ólíkt einræðisherrum fyrri tíðar sem beittu ritskoðun reyni einræðisherrar nútímans að ala á tortryggni í garð staðreynda og nærist á ruglingi sem samfélagsmiðlar hjálpa til við að skapa Rökstuddur grunur leikur á að Mohammed bin Salman, krónsprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann var pistlahöfundur Washington Post, búsettur í Bandaríkjunum, og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad. „Hann sagði heimsbyggðinni sannleikann um hrottaskap þeirra gegn þeim sem töluðu gegn þeim og fyrir það var hann myrtur,“ segir í umsögn Time. Auk Khashoggi eru fjórir blaðamenn og einn sölufulltrúi bandaríska dagblaðsins Capital Gazette sem byssumaður skaut til bana í Maryland í júlí á meðal manneskja ársins hjá Time. Morðinginn hafði stefnt blaðinu en tapað fyrir dómstólum og er talinn hafa skipulagt morðin. Blaðið kom engu að síður út daginn eftir árásina. Tveir blaðamenn Reuters sem dúsa í fangelsi í Búrma eru einnig í hópnum. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september fyrir að hafa brotið lög um ríkisleyndamál með umfjöllun sinni um fjöldamorð stjórnarhersins á róhingjamúslimum. Maria Ressa, ritstjóri fréttasíðunnar Rappler á Filippseyjum er einn verndaranna sem Time lýsir. Hún hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Fyrir vikið hefur vefsíðan orðið fyrir áreiti af hálfu dómsmálaráðuneytis landsins og neitar ríkisstjórnin að veita blaðamönnum síðunnar passa sem leyfði þeim að fylgja henni eftir. Ressa gæti sjálf átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi vegna skattsvika sem yfirvöld hafa ákært hana fyrir.
Bandaríkin Fréttir ársins 2018 Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Capital minnist fallinna félaga á forsíðu "Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. 30. júní 2018 09:00 Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan Hann er ákærður í 23 liðum, þar á meðal fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði. 30. júlí 2018 22:57 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09
Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35
Capital minnist fallinna félaga á forsíðu "Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. 30. júní 2018 09:00
Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan Hann er ákærður í 23 liðum, þar á meðal fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði. 30. júlí 2018 22:57