Hvað er jafnlaunavottun? Guðmundur Sigbergsson skrifar 10. desember 2018 10:16 Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um jafnlaunavottun en umfjöllunin hefur snúist í miklu meiri mæli um jafnlaunakerfin en ekki hina eiginlegu vottun. Vottun stjórnunarkerfa er jákvæð niðurstaða samræmismats, sem er aðferðarfræði við að staðfesta að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar staðalbundnar kröfur. Í samræmismati er leitast við að sýna fram á að tilgreindar kröfur staðla séu uppfylltar eða ekki í útfærslu atvinnurekenda á viðkomandi stjórnunarkerfi. Til framkvæmdar vottana eru gerðar mjög strangar kröfur en þeim er m.a. ætlað að tryggja samræmda framkvæmd og að vottanir séu ekki veittar nema að kröfur séu uppfylltar. Jafnlaunakerfi er stjórnunarkerfi og jafnlaunavottun er staðfesting á að jafnlaunakerfi uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar. Til vottunarstofa eru gerðar strangar kröfur sem lúta m.a. að óhæði, hlutleysi, trúnaði, upplýsingagjöf, ábyrgð, hæfni, viðbrögðum við kvörtunum og áhættumiðaðri nálgun aðgerða. Aðalmarkmið vottunar er að veita hagsmunaaðilum traust á því að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar kröfur viðkomandi stjórnunarkerfis. Gildi vottunarinnar er þannig byggt á trúverðugleika hennar sem grundvallast á hæfni, getu og óhæði þess sem vottunina veitir. Til þess að tryggja að vottunarstofur sem framkvæma samræmismat uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra afla þær sér faggildingar hjá til þess bærum opinberum aðila, t.d. faggildingarsviðs Einkaleyfastofu (ISAC). Faggilding er eins konar vottun fyrir vottunarstofur en faggilding staðfestir að vottunarstofa starfi í samræmi við kröfur ÍST EN ISO 17021-1:2015 Samræmismat – Kröfur til stofnana sem annast úttektir og vottun stjórnunarkerfa. Faggilding er jafnframt alltaf afmörkuð við tiltekin svið. Fyrir jafnlaunakerfi er sérstök faggilding veitt í vottunum þeirra sem staðfestir að hæfni og sérþekking sé til staðar hjá vottunarstofu á jafnlaunakerfum. Sá sem veitir faggildinguna hefur svo reglubundið eftirlit með að framkvæmd vottunarstofunnar sé í samræmi við kröfur. Eins og staðan er í dag hefur engin vottunarstofa hlotið faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa. Hingað til hafa vottanir jafnlaunakerfa aðeins verið veittar á grundvelli undanþáguákvæðis í reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum, sem rennur úr gildi í lok árs 2019. Þær vottanir eru ekki faggiltar en grundvallast á því að viðkomandi aðilar sem veita vottun geti sýnt fram á faggildingu í vottunum annarra stjórnunarkerfisstaðla. Í þessu fyrirkomulagi felst að eftirlit með þeim aðilum er ekkert af hálfu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, sem hefur enga aðkomu að framkvæmd þeirrra sem veita vottanir á jafnlaunakerfum í dag á grundvelli framangreindrar undanþágu. Þriðjudaginn 4. desember sl. tók gildi breyting á reglugerðinni. Í breytingunni felst að vottunarstofur sem lokið hafa ákveðnum skrefum í faggildingarferli hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu í vottunum jafnlaunakerfa teljast uppfylla hæfniskröfur. Breytingin er mjög jákvæð til framtíðar litið þar sem hún bæði greiðir götu nýrra vottunaraðila inn á markaðinn og tryggir aðkomu faggildingarsviðs að jafnlaunavottun. Það mun jafnframt einfalda faggildingarferlið hjá þeim vottunarstofum sem vilja afla sér faggildingar í vottunum jafnlaunakerfa. Vonandi leiðir breytingin líka til þess að fyrirtæki og stofnanir sjái mikilvægi þess að öðlast vottun frá aðila sem háður er opinberu eftirliti og sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa. Hins vegar stendur eftir sú spurning hvernig stjórnvöld ætla að tryggja að vottanir þeirra sem starfa á grundvelli undanþágunnar uppfylli kröfur sem gerðar eru til vottunarstofa. Lögfesting jafnlaunavottunar er einstök á heimsvísu en aldrei hefur stjórnunarkerfisstaðli verið beitt á þann hátt sem gert er í jafnlaunavottun. Mörg lönd líta til Íslands að þessu leyti, hvernig framkvæmd jafnlaunavottunar gengur þegar þau taka ákvörðun um hvort sambærilegum aðferðum verði beitt til að stuðla að launajafnrétti kvenna og karla. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil í að tryggja að vel takist til við framkvæmd jafnlaunavottunar og að markmiðinu að baki henni verði náð, þ.e. að tryggja að grundvallarmannréttindum, lagaskyldu og þjóðréttarskuldbindingum sé framfylgt og komið verði á launajafnrétti kvenna og karla. Til þess að árangur náist þarf framkvæmd vottana að vera í samræmi við kröfur og að faggildingarsvið hafi yfirsýn yfir málaflokkinn frá öllum hliðum.Höfundur er framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Sigbergsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um jafnlaunavottun en umfjöllunin hefur snúist í miklu meiri mæli um jafnlaunakerfin en ekki hina eiginlegu vottun. Vottun stjórnunarkerfa er jákvæð niðurstaða samræmismats, sem er aðferðarfræði við að staðfesta að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar staðalbundnar kröfur. Í samræmismati er leitast við að sýna fram á að tilgreindar kröfur staðla séu uppfylltar eða ekki í útfærslu atvinnurekenda á viðkomandi stjórnunarkerfi. Til framkvæmdar vottana eru gerðar mjög strangar kröfur en þeim er m.a. ætlað að tryggja samræmda framkvæmd og að vottanir séu ekki veittar nema að kröfur séu uppfylltar. Jafnlaunakerfi er stjórnunarkerfi og jafnlaunavottun er staðfesting á að jafnlaunakerfi uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar. Til vottunarstofa eru gerðar strangar kröfur sem lúta m.a. að óhæði, hlutleysi, trúnaði, upplýsingagjöf, ábyrgð, hæfni, viðbrögðum við kvörtunum og áhættumiðaðri nálgun aðgerða. Aðalmarkmið vottunar er að veita hagsmunaaðilum traust á því að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar kröfur viðkomandi stjórnunarkerfis. Gildi vottunarinnar er þannig byggt á trúverðugleika hennar sem grundvallast á hæfni, getu og óhæði þess sem vottunina veitir. Til þess að tryggja að vottunarstofur sem framkvæma samræmismat uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra afla þær sér faggildingar hjá til þess bærum opinberum aðila, t.d. faggildingarsviðs Einkaleyfastofu (ISAC). Faggilding er eins konar vottun fyrir vottunarstofur en faggilding staðfestir að vottunarstofa starfi í samræmi við kröfur ÍST EN ISO 17021-1:2015 Samræmismat – Kröfur til stofnana sem annast úttektir og vottun stjórnunarkerfa. Faggilding er jafnframt alltaf afmörkuð við tiltekin svið. Fyrir jafnlaunakerfi er sérstök faggilding veitt í vottunum þeirra sem staðfestir að hæfni og sérþekking sé til staðar hjá vottunarstofu á jafnlaunakerfum. Sá sem veitir faggildinguna hefur svo reglubundið eftirlit með að framkvæmd vottunarstofunnar sé í samræmi við kröfur. Eins og staðan er í dag hefur engin vottunarstofa hlotið faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa. Hingað til hafa vottanir jafnlaunakerfa aðeins verið veittar á grundvelli undanþáguákvæðis í reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum, sem rennur úr gildi í lok árs 2019. Þær vottanir eru ekki faggiltar en grundvallast á því að viðkomandi aðilar sem veita vottun geti sýnt fram á faggildingu í vottunum annarra stjórnunarkerfisstaðla. Í þessu fyrirkomulagi felst að eftirlit með þeim aðilum er ekkert af hálfu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, sem hefur enga aðkomu að framkvæmd þeirrra sem veita vottanir á jafnlaunakerfum í dag á grundvelli framangreindrar undanþágu. Þriðjudaginn 4. desember sl. tók gildi breyting á reglugerðinni. Í breytingunni felst að vottunarstofur sem lokið hafa ákveðnum skrefum í faggildingarferli hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu í vottunum jafnlaunakerfa teljast uppfylla hæfniskröfur. Breytingin er mjög jákvæð til framtíðar litið þar sem hún bæði greiðir götu nýrra vottunaraðila inn á markaðinn og tryggir aðkomu faggildingarsviðs að jafnlaunavottun. Það mun jafnframt einfalda faggildingarferlið hjá þeim vottunarstofum sem vilja afla sér faggildingar í vottunum jafnlaunakerfa. Vonandi leiðir breytingin líka til þess að fyrirtæki og stofnanir sjái mikilvægi þess að öðlast vottun frá aðila sem háður er opinberu eftirliti og sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa. Hins vegar stendur eftir sú spurning hvernig stjórnvöld ætla að tryggja að vottanir þeirra sem starfa á grundvelli undanþágunnar uppfylli kröfur sem gerðar eru til vottunarstofa. Lögfesting jafnlaunavottunar er einstök á heimsvísu en aldrei hefur stjórnunarkerfisstaðli verið beitt á þann hátt sem gert er í jafnlaunavottun. Mörg lönd líta til Íslands að þessu leyti, hvernig framkvæmd jafnlaunavottunar gengur þegar þau taka ákvörðun um hvort sambærilegum aðferðum verði beitt til að stuðla að launajafnrétti kvenna og karla. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil í að tryggja að vel takist til við framkvæmd jafnlaunavottunar og að markmiðinu að baki henni verði náð, þ.e. að tryggja að grundvallarmannréttindum, lagaskyldu og þjóðréttarskuldbindingum sé framfylgt og komið verði á launajafnrétti kvenna og karla. Til þess að árangur náist þarf framkvæmd vottana að vera í samræmi við kröfur og að faggildingarsvið hafi yfirsýn yfir málaflokkinn frá öllum hliðum.Höfundur er framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun