Skálkaskjól Guðmundur Steingrímsson skrifar 10. desember 2018 07:30 Eitt megineinkennið á samtíma okkar er hið yfirgripsmikla siðferðislega afstæði sem blasir við á sviði stjórnmálanna, einkum og sér í lagi, og ruglar marga í ríminu. Hvað má? Hvað má ekki? Eru einhver mörk? Auðvitað er umburðarlyndi fallegt. Það er mikill og sígildur sannleikur að maður eigi að fara varlega í því að dæma annað fólk. Öllum getur orðið á og það er vandlifað. En maður hlýtur líka að mega gera þá kröfu til leiðtoga heilu þjóðanna og annarra sem hafa valist í ábyrgðarstöður að þeir sýni einhvers konar gott fordæmi og geri sanngjarnar og skynsamlegar kröfur til sjálfs sín og annarra. Og reyni svo að gera sitt besta. Staðan er hins vegar sú, að ég held að það sé óhætt að fullyrða að persóna í stjórnmálum geti orðið uppvís að nánast hvaða misindisverknaði sem er — notum bara ímyndunaraflið — og hún gæti komist upp með það. Flest virðist finna sér fylgi. Flest finnur sér málsvara og réttlætingu. Það virðist líka yfirleitt hægt að þyrla upp nógu miklu ryki til að beina sjónum frá aðalatriðum málanna. Fjaðrafok veitir skjól.Minnisstætt samtal Tökum skálduð dæmi. Verði maður uppvís að því að flytja inn ólögleg vopn um langt árabil og að vera forsvarsmaður í umfangsmiklum mansalshring er allt eins víst að slíkur aðili afli sér fylgismanna á meðal þeirra sem telja þannig athafnasemi bera vott um styrk og sjálfsbjargarviðleitni. Verði maður gripinn við langvarandi peningaþvætti og skattaundanskot er allt eins víst að slíkur nái kjöri á þing sem lipur fjármálamaður. Verði maður staðinn að raðlygum á degi hverjum er vel mögulegt að halda því fram að mælskan sé samt engri lík og því erindið brýnt. Andsetnustu einstaklingar sem dreifa djöfulskap og sundrungu eru jafnvel taldir til uppbyggingarafla í þjóðfélögum. Skúrkar í augum einhverra eru sterkir leiðtogar á augum annarra. Eitthvert það minnisstæðasta samtal sem ég hef nokkurn tímann átt við mann um stjórnmál átti sér stað í Vestmannaeyjum fyrir allnokkrum árum. Píreygður, rámur og veðurbarinn Eyjamaður hóf að spjalla við mig eftir stjórnmálafund. Honum leist illa á málin. Stjórnmálin voru ekki eins og þau voru. „Ég hef alltaf haft einn stjórnmálamann í sérstöku uppáhaldi,“ sagði hann og tók sopa af bjórnum sínum. „Nú, og hver er það?“ spurði ég áhugasamur. „Það er hann Hitler,“ sagði maðurinn. Botnlaust undrunarefni Ég varð orðlaus, eins og gefur að skilja, um stundarsakir. „Jahá,“ sagði ég. „En Hitler gerði marga reiða.“ Ég kaus þannig að reyna að snúa þessum manni frá villu síns vegar með vissri lagni. Það mistókst. „Jú, jú,“ svaraði hann, gallharður. „Það er alveg rétt. Auðvitað fór Hitler yfir strikið. En hann var maður verka. Hann byggði hraðbrautirnar.“ Ég geri ekki ráð fyrir að viðhorf þessa manns endurspegli almennt stjórnmálaviðhorf í Eyjum, en punkturinn er nokkuð skýr: Það eru engin takmörk fyrir því hvað skoðanir annars fólks geta slegið mann út af laginu, hvað viðhorfin geta komið manni fullkomlega í opna skjöldu. Fólk sem maður telur til svívirðilegustu glæpamanna mannkynssögunnar njóta aðdáunar annarra.Niður á sama plan Hver er frábær? Hver er ekki frábær? Þetta einkenni á veröldinni, sem er afstæðið, má glöggt greina í hinum mögnuðu andstæðum sem birtast okkar í núverandi og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þegar kemur að siðferðisþreki er himinn og haf á milli Baracks Obama og Donalds Trump. Annar er til fyrirmyndar. Hinn vægast sagt ekki. Kannanir hafa gefið til kynna að þeir njóti svipaðs fylgis. Það finnst mér ótrúlegt. Yfirgripsmikill skortur á siðferðisvitund skiptir stóran hluta kjósenda engu máli. Þannig að. Jú, jú, það er hægt að sitja sem fastast á hvaða stól sem er eftir nánast hvaða skandal sem er. Hlutir gleymast. Við þetta sífellda niðurrif á siðferðisþreki innan stjórnmálanna verður áhugaverður vítahringur til. Stjórnmálamenn missa almennt traust. Álitið verður lítið sem ekkert. Alls konar misgjörðum er þar með trúað upp á stjórnmálamenn. Það veitir aftur skúrkum enn meira skjól til að haga sér illa. Sem aftur minnkar traust. Sem aftur skapar enn meira skjól. Það er mikilvægara en nokkru sinni, held ég, að kjósendur geri þá kröfu að fólk í stjórnmálum breyti þessu. Að það innleiði mælikvarða og siðferðismörk. Það er hlutverk þess. Við megum ekki við því, út af gríðarstórum ógnunum sem steðja að mannkyninu og ákvörðunum sem þarf að taka, að stjórnmálin séu leiksvæði tækifærissinna. Af þessum sökum er eftirleikur Klaustursupptakanna, og málsvörn forsprakkanna, jafnvel alvarlegri en upptökurnar sjálfar. Reynt er að draga aðra niður á sama plan í einhvers konar siðferðislegri hryðjuverkastarfsemi, svo eftir standi sviðin jörð þar sem allir eru vafasamir. Það er sami rassinn undir okkur öllum, segir Sigmundur. Auðvitað er það ekki þannig. Sumir eru betri en aðrir. Spyrjið bara stólinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Eitt megineinkennið á samtíma okkar er hið yfirgripsmikla siðferðislega afstæði sem blasir við á sviði stjórnmálanna, einkum og sér í lagi, og ruglar marga í ríminu. Hvað má? Hvað má ekki? Eru einhver mörk? Auðvitað er umburðarlyndi fallegt. Það er mikill og sígildur sannleikur að maður eigi að fara varlega í því að dæma annað fólk. Öllum getur orðið á og það er vandlifað. En maður hlýtur líka að mega gera þá kröfu til leiðtoga heilu þjóðanna og annarra sem hafa valist í ábyrgðarstöður að þeir sýni einhvers konar gott fordæmi og geri sanngjarnar og skynsamlegar kröfur til sjálfs sín og annarra. Og reyni svo að gera sitt besta. Staðan er hins vegar sú, að ég held að það sé óhætt að fullyrða að persóna í stjórnmálum geti orðið uppvís að nánast hvaða misindisverknaði sem er — notum bara ímyndunaraflið — og hún gæti komist upp með það. Flest virðist finna sér fylgi. Flest finnur sér málsvara og réttlætingu. Það virðist líka yfirleitt hægt að þyrla upp nógu miklu ryki til að beina sjónum frá aðalatriðum málanna. Fjaðrafok veitir skjól.Minnisstætt samtal Tökum skálduð dæmi. Verði maður uppvís að því að flytja inn ólögleg vopn um langt árabil og að vera forsvarsmaður í umfangsmiklum mansalshring er allt eins víst að slíkur aðili afli sér fylgismanna á meðal þeirra sem telja þannig athafnasemi bera vott um styrk og sjálfsbjargarviðleitni. Verði maður gripinn við langvarandi peningaþvætti og skattaundanskot er allt eins víst að slíkur nái kjöri á þing sem lipur fjármálamaður. Verði maður staðinn að raðlygum á degi hverjum er vel mögulegt að halda því fram að mælskan sé samt engri lík og því erindið brýnt. Andsetnustu einstaklingar sem dreifa djöfulskap og sundrungu eru jafnvel taldir til uppbyggingarafla í þjóðfélögum. Skúrkar í augum einhverra eru sterkir leiðtogar á augum annarra. Eitthvert það minnisstæðasta samtal sem ég hef nokkurn tímann átt við mann um stjórnmál átti sér stað í Vestmannaeyjum fyrir allnokkrum árum. Píreygður, rámur og veðurbarinn Eyjamaður hóf að spjalla við mig eftir stjórnmálafund. Honum leist illa á málin. Stjórnmálin voru ekki eins og þau voru. „Ég hef alltaf haft einn stjórnmálamann í sérstöku uppáhaldi,“ sagði hann og tók sopa af bjórnum sínum. „Nú, og hver er það?“ spurði ég áhugasamur. „Það er hann Hitler,“ sagði maðurinn. Botnlaust undrunarefni Ég varð orðlaus, eins og gefur að skilja, um stundarsakir. „Jahá,“ sagði ég. „En Hitler gerði marga reiða.“ Ég kaus þannig að reyna að snúa þessum manni frá villu síns vegar með vissri lagni. Það mistókst. „Jú, jú,“ svaraði hann, gallharður. „Það er alveg rétt. Auðvitað fór Hitler yfir strikið. En hann var maður verka. Hann byggði hraðbrautirnar.“ Ég geri ekki ráð fyrir að viðhorf þessa manns endurspegli almennt stjórnmálaviðhorf í Eyjum, en punkturinn er nokkuð skýr: Það eru engin takmörk fyrir því hvað skoðanir annars fólks geta slegið mann út af laginu, hvað viðhorfin geta komið manni fullkomlega í opna skjöldu. Fólk sem maður telur til svívirðilegustu glæpamanna mannkynssögunnar njóta aðdáunar annarra.Niður á sama plan Hver er frábær? Hver er ekki frábær? Þetta einkenni á veröldinni, sem er afstæðið, má glöggt greina í hinum mögnuðu andstæðum sem birtast okkar í núverandi og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þegar kemur að siðferðisþreki er himinn og haf á milli Baracks Obama og Donalds Trump. Annar er til fyrirmyndar. Hinn vægast sagt ekki. Kannanir hafa gefið til kynna að þeir njóti svipaðs fylgis. Það finnst mér ótrúlegt. Yfirgripsmikill skortur á siðferðisvitund skiptir stóran hluta kjósenda engu máli. Þannig að. Jú, jú, það er hægt að sitja sem fastast á hvaða stól sem er eftir nánast hvaða skandal sem er. Hlutir gleymast. Við þetta sífellda niðurrif á siðferðisþreki innan stjórnmálanna verður áhugaverður vítahringur til. Stjórnmálamenn missa almennt traust. Álitið verður lítið sem ekkert. Alls konar misgjörðum er þar með trúað upp á stjórnmálamenn. Það veitir aftur skúrkum enn meira skjól til að haga sér illa. Sem aftur minnkar traust. Sem aftur skapar enn meira skjól. Það er mikilvægara en nokkru sinni, held ég, að kjósendur geri þá kröfu að fólk í stjórnmálum breyti þessu. Að það innleiði mælikvarða og siðferðismörk. Það er hlutverk þess. Við megum ekki við því, út af gríðarstórum ógnunum sem steðja að mannkyninu og ákvörðunum sem þarf að taka, að stjórnmálin séu leiksvæði tækifærissinna. Af þessum sökum er eftirleikur Klaustursupptakanna, og málsvörn forsprakkanna, jafnvel alvarlegri en upptökurnar sjálfar. Reynt er að draga aðra niður á sama plan í einhvers konar siðferðislegri hryðjuverkastarfsemi, svo eftir standi sviðin jörð þar sem allir eru vafasamir. Það er sami rassinn undir okkur öllum, segir Sigmundur. Auðvitað er það ekki þannig. Sumir eru betri en aðrir. Spyrjið bara stólinn.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun