Of algengt að asískir ferðamenn noti ekki öryggisbúnað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. desember 2018 20:52 Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir of algengt að ferðamenn frá Asíu noti ekki öryggisbúnað eins og barnabílstóla á ferð sinni um landið. Ungt barn sem fórst í slysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Forsætisráðherra segir slysið sýna nauðsyn frekari samgönguúrbóta. Tvær konur og ungt barn fórust og fjórir slösuðust alvarlega, þar af tvö börn, þegar jeppi þeirra fór út af brúnni yfir Núpsvötn í gærmorgun. Fólkið er breskir ríkisborgarar af indverskum ættum. Í ljós hefur komið að barnið sem fórst, sem var innan við eins árs gamalt, var ekki í barnabílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir bílstóla veita börnum gríðarlega mikla vörn og meiri en bílbelti. Það sé alltaf þess virði að nota bílstóla. Ómögulegt sé þó að segja hvort það hefði bjargað einhverju í slysinu í gær. Íslenskar umferðarreglur gera ráð fyrir því að börn sem eru lægri en 135 sentímetrar að hæð séu ávallt í öryggisbúnaði í bílum. Sveinn Kristján segir of algengt að asískir ferðamenn virði ekki reglurnar. „Því miður er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki um bílbelti né bílstóla, alger þannig að maður getur aldrei tryggt að fólk sé vant að nota þennan búnað eða sé áttað um skylduna,“ segir hann.Á ábyrgð leigutaka að leigja bílstól Axel Gómez, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Avis, segir það á ábyrgð leigutaka að leigja barnabílstól en starfsfólk bílaleiga upplýsi þá um nauðsyn þess. Útilokað sé hins vegar fyrir leigurnar að vita hverjir fari inn í bílana. Hann segir slysið við Núpsvötn áfall fyrir ferðaþjónustuna. „Fólkið í framlínu okkar í Keflavík hefur þurft að svara ótal spurningum frá ferðamönnum sem hafa komið í gær og í dag. Þetta náttúrulega spyrst fljótt út. Þannig að þetta hefur ótvírætt mikil áhrif á iðnaðinn í heild sinni. Ekki spurning,“ segir hann. Banaslysið sýnir fram á nauðsyn þess að ráðast þurfi í frekari úrbætur í samgöngumálum, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir að ríkisstjórnin hafi þegar stigið fyrsta skrefið í þá átt með því að leggja fjóra milljarða króna til viðbótar við það sem áður hafði verið ætlað til samgöngumála. „En betur má ef duga skal,“ segir forsætisráðherra. Banaslys við Núpsvötn Bílaleigur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. 28. desember 2018 14:34 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28. desember 2018 18:38 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir of algengt að ferðamenn frá Asíu noti ekki öryggisbúnað eins og barnabílstóla á ferð sinni um landið. Ungt barn sem fórst í slysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Forsætisráðherra segir slysið sýna nauðsyn frekari samgönguúrbóta. Tvær konur og ungt barn fórust og fjórir slösuðust alvarlega, þar af tvö börn, þegar jeppi þeirra fór út af brúnni yfir Núpsvötn í gærmorgun. Fólkið er breskir ríkisborgarar af indverskum ættum. Í ljós hefur komið að barnið sem fórst, sem var innan við eins árs gamalt, var ekki í barnabílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir bílstóla veita börnum gríðarlega mikla vörn og meiri en bílbelti. Það sé alltaf þess virði að nota bílstóla. Ómögulegt sé þó að segja hvort það hefði bjargað einhverju í slysinu í gær. Íslenskar umferðarreglur gera ráð fyrir því að börn sem eru lægri en 135 sentímetrar að hæð séu ávallt í öryggisbúnaði í bílum. Sveinn Kristján segir of algengt að asískir ferðamenn virði ekki reglurnar. „Því miður er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki um bílbelti né bílstóla, alger þannig að maður getur aldrei tryggt að fólk sé vant að nota þennan búnað eða sé áttað um skylduna,“ segir hann.Á ábyrgð leigutaka að leigja bílstól Axel Gómez, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Avis, segir það á ábyrgð leigutaka að leigja barnabílstól en starfsfólk bílaleiga upplýsi þá um nauðsyn þess. Útilokað sé hins vegar fyrir leigurnar að vita hverjir fari inn í bílana. Hann segir slysið við Núpsvötn áfall fyrir ferðaþjónustuna. „Fólkið í framlínu okkar í Keflavík hefur þurft að svara ótal spurningum frá ferðamönnum sem hafa komið í gær og í dag. Þetta náttúrulega spyrst fljótt út. Þannig að þetta hefur ótvírætt mikil áhrif á iðnaðinn í heild sinni. Ekki spurning,“ segir hann. Banaslysið sýnir fram á nauðsyn þess að ráðast þurfi í frekari úrbætur í samgöngumálum, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir að ríkisstjórnin hafi þegar stigið fyrsta skrefið í þá átt með því að leggja fjóra milljarða króna til viðbótar við það sem áður hafði verið ætlað til samgöngumála. „En betur má ef duga skal,“ segir forsætisráðherra.
Banaslys við Núpsvötn Bílaleigur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. 28. desember 2018 14:34 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28. desember 2018 18:38 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. 28. desember 2018 14:34
Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24
Bílstóll barnsins sem lést var laus Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. 28. desember 2018 18:38