Sigursælasti þjálfarinn í sögu MLS-deildarinnar er látinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. desember 2018 08:00 Sigi Schmid er allur. getty/Otto Greule Jr Sigi Schmid, sigursælasti þjálfarinn í sögu bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta, er látinn 65 ára að aldri. Hann lést á jóladag á Ronald Reagan-sjúkrahúsinu í Los Angeles þar sem hann að hann beið eftir að fá nýtt hjarta. Formleg dánarorsök hefur ekki verið gefin út en Þjóðverjinn, sem var skírður Siegfried Schmid, var búinn að glíma lengi við hjartavandamál og höfðu leikmenn LA Galaxy áhyggjur af honum á síðustu leiktíð, að því fram kemur í frétt LA Times. Schmid var meðal annars lagður inn á sjúkrahús vegna lungnabólgu þegar að hann stýrði Seattle Sounders árið 2009 og fyrir þremur árum missti hann af leik liðsins án þess að útskýrt var hvar þjálfarinn væri og hvers vegna hann missti af leiknum. Sigi Schmid fæddist í Þýskaland en flutti með foreldrum sínum aðeins fjögurra ára gamall til Kaliforníu þar sem að faðir hans fékk vinnu við bruggverksmiðju og móðir hans rak þýska matvöruverslun.Sigi Schmid fer yfir málin með Zlatan.getty/ Matthew AshtonJürgen Klinsmann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og þjálfari bandaríska landsliðsins, fæddist skammt frá heimaslóðum Schmid í Þýskalandi og kynntist honum vel þegar að hann stýrði bandaríska landsliðinu. „Hann var mikill fjölskyldumaður og hann elskaði fótbolta. Hann var eins og alfræðiorðabók. Hann á stærstan hlut í uppbyggingu fótboltans í Bandaríkjunum undanfarin 30 ár. Hann bjó til sigursæl lið hjá LA Galaxy, Columbus Crew og Seattle Sounders,“ segir Klinsmann í viðtali við LA Times. Sigi Schmid gerðist þjálfari UCLA-háskólans árið 1980, fimm árum eftir að ljúka þar námi en hann tók svo við LA Galaxy árið 1999 og stýrði því til sigurs í MLS-deildinni árið 2002. Þá vann hann Meistaradeild Mið-Ameríku árið 2000 með Galaxy. Hann tók við Columbus Crew árið 2006 og gerði það að meisturum tveimur árum síðar áður en hann tók svo við stórliði Seattle Sounders árið 2009 og var þar í sjö ár. Hann var svo þjálfari Galaxy með Zlatan á síðustu leiktíð áður en hann lét af störfum. Schmid vann 266 deildarleiki í MLS-deildinni og 18 leiki í úrslitakeppninni. Hann vann MLS-deildina tvisvar sinnum, deildarmeistaratitilinn þrívegis og bandaríska bikarinn fimm sinnum. Andlát Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Sigi Schmid, sigursælasti þjálfarinn í sögu bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta, er látinn 65 ára að aldri. Hann lést á jóladag á Ronald Reagan-sjúkrahúsinu í Los Angeles þar sem hann að hann beið eftir að fá nýtt hjarta. Formleg dánarorsök hefur ekki verið gefin út en Þjóðverjinn, sem var skírður Siegfried Schmid, var búinn að glíma lengi við hjartavandamál og höfðu leikmenn LA Galaxy áhyggjur af honum á síðustu leiktíð, að því fram kemur í frétt LA Times. Schmid var meðal annars lagður inn á sjúkrahús vegna lungnabólgu þegar að hann stýrði Seattle Sounders árið 2009 og fyrir þremur árum missti hann af leik liðsins án þess að útskýrt var hvar þjálfarinn væri og hvers vegna hann missti af leiknum. Sigi Schmid fæddist í Þýskaland en flutti með foreldrum sínum aðeins fjögurra ára gamall til Kaliforníu þar sem að faðir hans fékk vinnu við bruggverksmiðju og móðir hans rak þýska matvöruverslun.Sigi Schmid fer yfir málin með Zlatan.getty/ Matthew AshtonJürgen Klinsmann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og þjálfari bandaríska landsliðsins, fæddist skammt frá heimaslóðum Schmid í Þýskalandi og kynntist honum vel þegar að hann stýrði bandaríska landsliðinu. „Hann var mikill fjölskyldumaður og hann elskaði fótbolta. Hann var eins og alfræðiorðabók. Hann á stærstan hlut í uppbyggingu fótboltans í Bandaríkjunum undanfarin 30 ár. Hann bjó til sigursæl lið hjá LA Galaxy, Columbus Crew og Seattle Sounders,“ segir Klinsmann í viðtali við LA Times. Sigi Schmid gerðist þjálfari UCLA-háskólans árið 1980, fimm árum eftir að ljúka þar námi en hann tók svo við LA Galaxy árið 1999 og stýrði því til sigurs í MLS-deildinni árið 2002. Þá vann hann Meistaradeild Mið-Ameríku árið 2000 með Galaxy. Hann tók við Columbus Crew árið 2006 og gerði það að meisturum tveimur árum síðar áður en hann tók svo við stórliði Seattle Sounders árið 2009 og var þar í sjö ár. Hann var svo þjálfari Galaxy með Zlatan á síðustu leiktíð áður en hann lét af störfum. Schmid vann 266 deildarleiki í MLS-deildinni og 18 leiki í úrslitakeppninni. Hann vann MLS-deildina tvisvar sinnum, deildarmeistaratitilinn þrívegis og bandaríska bikarinn fimm sinnum.
Andlát Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira