Spilling á þingi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. desember 2018 08:00 Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um viðhorf þjóðarinnar til alþingismanna og spillingar sýnir að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Einungis tvö prósent landsmanna telja svo að segja enga þingmenn vera spillta. Þessi niðurstaða ætti að vera alþingismönnum áfall, allavega ef þeir láta skoðanir þjóðarinnar sig einhverju varða. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þingmenn skuli fá falleinkunn hjá meirihluta þjóðarinnar. Það má með allnokkrum rétti líkja Alþingi við skólabekk þar sem svörtu sauðirnir koma óorði á allan bekkinn. Atburðir sem komið hafa fram í dagsljósið síðustu vikur og mánuði sýna að of margir svartir sauðir eru á þingi. Auðvitað hafa þeir verið þar á öllum tímum, en umhverfið er breytt. Hér áður fyrr gengu sögur af fyllirísrugli þingmanna manna á meðal en það breytti litlu sem engu um stöðu þeirra. Í dag eru gerðar ákveðnar kröfur um sómasamlega framkomu. Þingmenn sem klæmast og tala ofurniðrandi um aðra á opinberum stað geta ekki lengur verið vissir um að vera í öruggu skjóli. Karlkynsþingmenn sem áreita konur geta ekki lengur talið sig næsta örugga um að komast upp með athæfi sitt. Að þessu leyti eru tímarnir breyttir og það til hins betra. Undanfarið hafa verið opinberuð atvik sem lýsa ákveðinni siðblindu og siðspillingu þeirra þingmanna sem þar voru í aðalhlutverkum. Framferði þeirra var áfall, ekki bara fyrir Alþingi heldur þjóðina alla. Mjög líklegt er að í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar hafi þátttakendur haft þessa atburði í huga þegar þeir dæmdu stjórnmálamenn spillta. Einhver kynni að reyna að hártoga þann dóm þjóðarinnar með því að þarna sé ekki spilling á ferð. Jú, spilling er það – og siðspilling skal það heita, kjósi einhver að fá nákvæmara orðalag. Það er heldur ekki til að auka traust þjóðarinnar á þingmönnum að þeir meta flesta hluti út frá þröngum flokkshagsmunum, ekki þjóðarhag. Komist stjórnmálamenn til áhrifa er eins og grípi þá of marga óstjórnleg þörf til að hygla flokksfólki sínu frekar en að velja hæfasta fólkið til starfa. Rétt flokksskírteini skiptir þá meira máli en hæfileikar. Mikið hefur verið gert úr tali þingmanns Miðflokksins á barnum um sendiherrastöður, en þar varð ekki betur séð en að hrossakaup tíðkist þegar velja á fólk í þau störf. Kemur það virkilega einhverjum á óvart? Orð þingmannsins hafa örugglega staðfest þá tilfinningu sem mjög margir hafa, sem sagt þá að ansi margt annað hafi forgang við slíkt val en hæfni viðkomandi. Líklegt er að þingmenn séu sárir vegna þess dóms þjóðarinnar að þeir séu spilltir. Sé það einlægur vilji þeirra að breyta stöðunni verða þeir að leggja sig fram við að haga sér skikkanlega og einbeita sér að því að hugsa um hag þjóðarinnar frekar en að dekra við eigin flokkssystkini. Þingmenn hafa sannarlega verk að vinna. Til þess hafa þeir tækifæri því þarna á einmitt við að vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um viðhorf þjóðarinnar til alþingismanna og spillingar sýnir að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Einungis tvö prósent landsmanna telja svo að segja enga þingmenn vera spillta. Þessi niðurstaða ætti að vera alþingismönnum áfall, allavega ef þeir láta skoðanir þjóðarinnar sig einhverju varða. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þingmenn skuli fá falleinkunn hjá meirihluta þjóðarinnar. Það má með allnokkrum rétti líkja Alþingi við skólabekk þar sem svörtu sauðirnir koma óorði á allan bekkinn. Atburðir sem komið hafa fram í dagsljósið síðustu vikur og mánuði sýna að of margir svartir sauðir eru á þingi. Auðvitað hafa þeir verið þar á öllum tímum, en umhverfið er breytt. Hér áður fyrr gengu sögur af fyllirísrugli þingmanna manna á meðal en það breytti litlu sem engu um stöðu þeirra. Í dag eru gerðar ákveðnar kröfur um sómasamlega framkomu. Þingmenn sem klæmast og tala ofurniðrandi um aðra á opinberum stað geta ekki lengur verið vissir um að vera í öruggu skjóli. Karlkynsþingmenn sem áreita konur geta ekki lengur talið sig næsta örugga um að komast upp með athæfi sitt. Að þessu leyti eru tímarnir breyttir og það til hins betra. Undanfarið hafa verið opinberuð atvik sem lýsa ákveðinni siðblindu og siðspillingu þeirra þingmanna sem þar voru í aðalhlutverkum. Framferði þeirra var áfall, ekki bara fyrir Alþingi heldur þjóðina alla. Mjög líklegt er að í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar hafi þátttakendur haft þessa atburði í huga þegar þeir dæmdu stjórnmálamenn spillta. Einhver kynni að reyna að hártoga þann dóm þjóðarinnar með því að þarna sé ekki spilling á ferð. Jú, spilling er það – og siðspilling skal það heita, kjósi einhver að fá nákvæmara orðalag. Það er heldur ekki til að auka traust þjóðarinnar á þingmönnum að þeir meta flesta hluti út frá þröngum flokkshagsmunum, ekki þjóðarhag. Komist stjórnmálamenn til áhrifa er eins og grípi þá of marga óstjórnleg þörf til að hygla flokksfólki sínu frekar en að velja hæfasta fólkið til starfa. Rétt flokksskírteini skiptir þá meira máli en hæfileikar. Mikið hefur verið gert úr tali þingmanns Miðflokksins á barnum um sendiherrastöður, en þar varð ekki betur séð en að hrossakaup tíðkist þegar velja á fólk í þau störf. Kemur það virkilega einhverjum á óvart? Orð þingmannsins hafa örugglega staðfest þá tilfinningu sem mjög margir hafa, sem sagt þá að ansi margt annað hafi forgang við slíkt val en hæfni viðkomandi. Líklegt er að þingmenn séu sárir vegna þess dóms þjóðarinnar að þeir séu spilltir. Sé það einlægur vilji þeirra að breyta stöðunni verða þeir að leggja sig fram við að haga sér skikkanlega og einbeita sér að því að hugsa um hag þjóðarinnar frekar en að dekra við eigin flokkssystkini. Þingmenn hafa sannarlega verk að vinna. Til þess hafa þeir tækifæri því þarna á einmitt við að vilji er allt sem þarf.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun