Trump-hjónin brugðu sér óvænt til Írak Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2018 20:15 Það fór vel á með forsetahjónunum og bandaríska herliðinu. Getty/Saul Loeb Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, eru nú stödd í Írak meðal bandarískra hermanna sem varið hafa jólahátíðinni þar í landi. Þetta er fyrsta í sinn sem Trump heimsækir bandaríska hermenn við skyldustörf á átakasvæði. Forsetahjónin gerðu ekki boð á undan sér en í fréttatilkynningu sem Hvíta húsið sendi síðdegis kemur fram að þau hafi komið til landsins að kvöldi jóladags. Tilgangur heimsóknarinnar sé að þakka hermönnunum fyrir vel unnin störf á síðustu misserum. Trump hefur látið að sér kveða í varnarmálum að undanförnu og ber það skemmst að nefna ákvörðun hans um að draga Bandaríkjaher út úr átökunum í Sýrlandi. Ákvörðunin var umdeild og sást það kannski hvað best í afsögn varnarmálaráðherrans Jim Mattis. Hann ákvað að róa á önnur mið vegna „óyfirstíganlegs ágreinings“ þeirra um réttmæti ákvörðunarinnar. Bandaríkjaforseti tók þó fram í heimsókn sinni að ekki stæði til að herinn yfirgæfi Írak í náinni framtíð. Vera Bandaríkjahers í landinu gæti komið að góðum notum, „ef við viljum gera eitthvað í Sýrlandi,“ eins og Trump orðaði það. Ýjaði hann þar að því að Bandaríkin hefðu áfram möguleikann á því að stíga inn í átökin í Sýrlandi, snúist honum hugur. Í heimsókn sinni, sem meðal annars fór fram í herstöð flughersins í al-Asad vestan höfuðborgarinnar Baghdad, sagðist hann auk þess vera sannfærður um að fleiri myndu í fyllingu tímans átta sig á ágæti ákvörðunar sinnar. Bandaríkin Donald Trump Írak Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Íslenskur kúrdi kallar eftir viðbrögðum Íslendinga í mannréttindaráði Íslenskur kúrdi vill að Ísland óski eftir fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar Donalds Trump að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 26. desember 2018 18:30 Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, eru nú stödd í Írak meðal bandarískra hermanna sem varið hafa jólahátíðinni þar í landi. Þetta er fyrsta í sinn sem Trump heimsækir bandaríska hermenn við skyldustörf á átakasvæði. Forsetahjónin gerðu ekki boð á undan sér en í fréttatilkynningu sem Hvíta húsið sendi síðdegis kemur fram að þau hafi komið til landsins að kvöldi jóladags. Tilgangur heimsóknarinnar sé að þakka hermönnunum fyrir vel unnin störf á síðustu misserum. Trump hefur látið að sér kveða í varnarmálum að undanförnu og ber það skemmst að nefna ákvörðun hans um að draga Bandaríkjaher út úr átökunum í Sýrlandi. Ákvörðunin var umdeild og sást það kannski hvað best í afsögn varnarmálaráðherrans Jim Mattis. Hann ákvað að róa á önnur mið vegna „óyfirstíganlegs ágreinings“ þeirra um réttmæti ákvörðunarinnar. Bandaríkjaforseti tók þó fram í heimsókn sinni að ekki stæði til að herinn yfirgæfi Írak í náinni framtíð. Vera Bandaríkjahers í landinu gæti komið að góðum notum, „ef við viljum gera eitthvað í Sýrlandi,“ eins og Trump orðaði það. Ýjaði hann þar að því að Bandaríkin hefðu áfram möguleikann á því að stíga inn í átökin í Sýrlandi, snúist honum hugur. Í heimsókn sinni, sem meðal annars fór fram í herstöð flughersins í al-Asad vestan höfuðborgarinnar Baghdad, sagðist hann auk þess vera sannfærður um að fleiri myndu í fyllingu tímans átta sig á ágæti ákvörðunar sinnar.
Bandaríkin Donald Trump Írak Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Íslenskur kúrdi kallar eftir viðbrögðum Íslendinga í mannréttindaráði Íslenskur kúrdi vill að Ísland óski eftir fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar Donalds Trump að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 26. desember 2018 18:30 Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Íslenskur kúrdi kallar eftir viðbrögðum Íslendinga í mannréttindaráði Íslenskur kúrdi vill að Ísland óski eftir fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar Donalds Trump að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 26. desember 2018 18:30
Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49
Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28