Erlent

Jarðskjálfti skók Sikiley í nótt

Andri Eysteinsson skrifar
28 slösuðust í jarðskjálfta sem skók Sikiley í nótt, aðfaranótt annars jóladags. Jarðskjálftinn varð í nánd við eldfjallið Etnu sem hefur verið virkasta eldfjall Evrópu. BBC greinir frá.

Síðast gaus ösku úr fjallinu á Aðfangadag. Askan olli því að loka þurfti lofthelginni í kringum fjallið og flugvöllurinn í hafnarborginni Cataniu á austurströnd Sikileyjar.

Jarðskjálftinn í nótt mældist 4.8 stig á Richter-skalanum og varð rétt eftir klukkan 3 að nóttu á staðartíma. Þó nokkrar byggingar skemmdust í skjálftanum og fjöldi fólks rauk út á götur af ótta við fallandi húsmuni og hrynjandi byggingar. Tíu voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×