Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Sylvía Hall skrifar 26. desember 2018 11:08 Falleg mynd af ljósaskreytingum á leiðum ástvina. Instagram Bandaríski tæknirisinn Apple hefur birt fallegt jólamyndband og myndir á Instagram-síðu sinni í samstarfi við íslenska ljósmyndarann Sögu Sig og kvikmyndagerðarmanninn Ágúst Jakobsson. Myndirnar, sem allar eru teknar á iPhone síma, eru teknar á Íslandi og fanga svipmyndir jólanna hér á landi í fallegu myndbandi. Myndbandið heitir „Icelandic Winter Lights“ eða Íslensk vetrarljós og segir frá þeirri hefð Íslendinga að heiðra minningu ástvina yfir jólatímann. Þar kemur fram að við Íslendingar höfum lært að lifa í myrkrinu og náttúrunni, talað um trú okkar á álfa og huldufólk sem og þá sterku trú á að ástvinir lifi áfram með okkur eftir dauðann. View this post on InstagramA post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 12:52pm PST„Í þeim skilningi er hægt að segja að dauðinn sigri ekki, og þótt að skammdegið geti verið notalegt þegar við hittumst þá komum við saman með ljós í hjartanu.“ Sögumaður myndbandsins segir frá því að faðir hennar hafi eitt sinn sagt að myrkrið geri okkur betur í stakk búinn til þess að takast á við erfiðar áskoranir, bæði í lífinu og sálinni. „Ljós getur ekki verið til eitt í tómarúmi og myrkrið þrífst ekki án ljóss.“ Myndirnar og myndbrotin eiga það sameiginlegt að bera með sér myrkur vetrarins í bland við ljósadýrð jólaljósanna. Á myndunum má meðal annars sjá fallega skreytta kirkjugarða og hráa náttúrufegurð landsins sem Saga og Ágúst ná að sýna á einstakan hátt í herferðinni. Hér að neðan má sjá myndbandið í fullri lengd. View this post on Instagram Photographer Saga Sig shares the significance of light in Icelandic Christmas tradition. Shot on iPhone XR 12.21 - 24, 2018 by Saga Sig and August Jakobsson. A post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 2:00pm PST Apple Jól Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple hefur birt fallegt jólamyndband og myndir á Instagram-síðu sinni í samstarfi við íslenska ljósmyndarann Sögu Sig og kvikmyndagerðarmanninn Ágúst Jakobsson. Myndirnar, sem allar eru teknar á iPhone síma, eru teknar á Íslandi og fanga svipmyndir jólanna hér á landi í fallegu myndbandi. Myndbandið heitir „Icelandic Winter Lights“ eða Íslensk vetrarljós og segir frá þeirri hefð Íslendinga að heiðra minningu ástvina yfir jólatímann. Þar kemur fram að við Íslendingar höfum lært að lifa í myrkrinu og náttúrunni, talað um trú okkar á álfa og huldufólk sem og þá sterku trú á að ástvinir lifi áfram með okkur eftir dauðann. View this post on InstagramA post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 12:52pm PST„Í þeim skilningi er hægt að segja að dauðinn sigri ekki, og þótt að skammdegið geti verið notalegt þegar við hittumst þá komum við saman með ljós í hjartanu.“ Sögumaður myndbandsins segir frá því að faðir hennar hafi eitt sinn sagt að myrkrið geri okkur betur í stakk búinn til þess að takast á við erfiðar áskoranir, bæði í lífinu og sálinni. „Ljós getur ekki verið til eitt í tómarúmi og myrkrið þrífst ekki án ljóss.“ Myndirnar og myndbrotin eiga það sameiginlegt að bera með sér myrkur vetrarins í bland við ljósadýrð jólaljósanna. Á myndunum má meðal annars sjá fallega skreytta kirkjugarða og hráa náttúrufegurð landsins sem Saga og Ágúst ná að sýna á einstakan hátt í herferðinni. Hér að neðan má sjá myndbandið í fullri lengd. View this post on Instagram Photographer Saga Sig shares the significance of light in Icelandic Christmas tradition. Shot on iPhone XR 12.21 - 24, 2018 by Saga Sig and August Jakobsson. A post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 2:00pm PST
Apple Jól Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira