Nei, nei, ekki á Alþingi! Ívar Halldórsson skrifar 25. desember 2018 15:46 Nú í aðdraganda nýs árs líta landsmenn gjarna í eigin barm og heita sjálfum sér að standa sig betur gagnvart náunganum. Mistök liðins árs skal ekki endurtaka og hlúa skal betur að anda, sál og líkama. Nærgætni, kærleika, virðingu, stuðning og traust skal setja á oddinn í samskiptum við annað fólk og fagmennskan fer í framsætið á nýju starfsári. Við skulum því vona að áramótaheiti „Klaustursmanna“ verði á engan hátt í takt við þessi óæskilegu loforð sem hér fara á eftir: 1. Ég ætla aldrei að tala niðrandi um fatlaða þegar verið er að hljóðrita mig. 2. Ég ætla aldrei að tala um konur sem kynlífsdúkkur þegar verið er að hljóðrita mig. 3. Ég ætla aldrei að drulla yfir samstarfsmenn mína þegar verið er að hljóðrita mig. 4. Ég ætla að leyna betur drykkju minni á vinnutíma á nýju ári ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig og fylgjast með. 5. Ef ég og vinnufélagar mínir þurfum að baktala aðra þingmenn á opinberum stöðum ætla ég að tryggja að við notum dulnefni fremur en alvöru nöfn fórnarlamba okkar - ef einhver skyldi vera að hljóðrita samtalið. 6. Á nýju ári mun ég taka þingmennsku minni alvarlega - í það minnsta opinberlega; ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig. 7. Ef ég næst aftur með allt niðrum mig á upptöku á nýju ári, mun ég vera betur undirbúinn með sannfærandi afsakanir til að geta skorast faglega undan ábyrgð á orðum mínum. 8. Ég ætla aldrei að fara aftur á þennan illa hljóðeinangraða Klaustursbar með vinnufélögum mínum. 9. Ef ég verð var við að verið sé að hljóðrita ósæmilegt samtal okkar vinnufélaganna á nýju ári, ætla ég að hneykslast, sýnast vera nóg boðið og ganga burt í fússi. 10. Sama á hverju dynur og hverju ég klúðra á nýju ári - mun ég ekki í einhverri þjóðarmeðvirkni freistast til að segja af mér þingmennsku. Nei, nei, ekki á Alþingi! Fólk hefur kynnst Klaustursmálinu vel undanfarnar vikur (kannski of vel) og á sterkt eftirbragð umræðunnar eflaust eftir að finnast á tungu þjóðarinnar fram yfir áramót. Traust fólks til þingmanna virðist hafa allt annað en aukist og margir eiga bágt með trúa því að heiðri Alþingis verði bjargað meðan fólki finnst þingmenn skorast undan ábyrgð og freista fremur þess að flýja kastljósið með því að vekja athygli á „andremmu“ annarra. Upptaka varpaði óvart ljósi á ýmislegt ónotalegt sem átti aldrei að losna úr viðjum myrkursins. Kurr í kyrrþey bergmálaði um allt og siðferðislegar vangaveltur um vinnubrögð alþingismanna voru nú skyndilega á milli vara allra landsmanna. En svo er ein spurningin sem eflaust margir glíma við þessi: Ef við áttum aldrei að heyra samtal Klaustursriddaranna, af hverju getum við ekki þá bara látið eins og það hafi aldrei átt sér stað? Getum við ekki af-heyrt svívirðilegt samtalið einhvern veginn? Við höfðum aldrei rétt á að vera meðvituð um þá vítaverðu framkomu sem átti sér stað milli vinnufélaga innan Alþingis. En það er auðvitað hægara sagt en gert að af-vita það sem maður þegar veit. Auðvitað reynum við að vera bjartsýn og vonum að innri og afsökunarlaus endurskoðun eigi sér stað innan menningar Alþingis í kjölfar Klaustursmálsins; að þingmenn geri alvarlega úttekt á eigin siðferði og vinnubrögðum. Að þeir læri af mistökum sínum og taki auðmjúk skref til endurbóta. Við skulum vona innilega að áramótaheiti alþingismanna endurspegli betra innræti, betri samvisku og raunverulega og ríkari ábyrgðarkennd gagnvart okkur sem veittum þeim umboð til góðra verka í þágu lands og þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda nýs árs líta landsmenn gjarna í eigin barm og heita sjálfum sér að standa sig betur gagnvart náunganum. Mistök liðins árs skal ekki endurtaka og hlúa skal betur að anda, sál og líkama. Nærgætni, kærleika, virðingu, stuðning og traust skal setja á oddinn í samskiptum við annað fólk og fagmennskan fer í framsætið á nýju starfsári. Við skulum því vona að áramótaheiti „Klaustursmanna“ verði á engan hátt í takt við þessi óæskilegu loforð sem hér fara á eftir: 1. Ég ætla aldrei að tala niðrandi um fatlaða þegar verið er að hljóðrita mig. 2. Ég ætla aldrei að tala um konur sem kynlífsdúkkur þegar verið er að hljóðrita mig. 3. Ég ætla aldrei að drulla yfir samstarfsmenn mína þegar verið er að hljóðrita mig. 4. Ég ætla að leyna betur drykkju minni á vinnutíma á nýju ári ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig og fylgjast með. 5. Ef ég og vinnufélagar mínir þurfum að baktala aðra þingmenn á opinberum stöðum ætla ég að tryggja að við notum dulnefni fremur en alvöru nöfn fórnarlamba okkar - ef einhver skyldi vera að hljóðrita samtalið. 6. Á nýju ári mun ég taka þingmennsku minni alvarlega - í það minnsta opinberlega; ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig. 7. Ef ég næst aftur með allt niðrum mig á upptöku á nýju ári, mun ég vera betur undirbúinn með sannfærandi afsakanir til að geta skorast faglega undan ábyrgð á orðum mínum. 8. Ég ætla aldrei að fara aftur á þennan illa hljóðeinangraða Klaustursbar með vinnufélögum mínum. 9. Ef ég verð var við að verið sé að hljóðrita ósæmilegt samtal okkar vinnufélaganna á nýju ári, ætla ég að hneykslast, sýnast vera nóg boðið og ganga burt í fússi. 10. Sama á hverju dynur og hverju ég klúðra á nýju ári - mun ég ekki í einhverri þjóðarmeðvirkni freistast til að segja af mér þingmennsku. Nei, nei, ekki á Alþingi! Fólk hefur kynnst Klaustursmálinu vel undanfarnar vikur (kannski of vel) og á sterkt eftirbragð umræðunnar eflaust eftir að finnast á tungu þjóðarinnar fram yfir áramót. Traust fólks til þingmanna virðist hafa allt annað en aukist og margir eiga bágt með trúa því að heiðri Alþingis verði bjargað meðan fólki finnst þingmenn skorast undan ábyrgð og freista fremur þess að flýja kastljósið með því að vekja athygli á „andremmu“ annarra. Upptaka varpaði óvart ljósi á ýmislegt ónotalegt sem átti aldrei að losna úr viðjum myrkursins. Kurr í kyrrþey bergmálaði um allt og siðferðislegar vangaveltur um vinnubrögð alþingismanna voru nú skyndilega á milli vara allra landsmanna. En svo er ein spurningin sem eflaust margir glíma við þessi: Ef við áttum aldrei að heyra samtal Klaustursriddaranna, af hverju getum við ekki þá bara látið eins og það hafi aldrei átt sér stað? Getum við ekki af-heyrt svívirðilegt samtalið einhvern veginn? Við höfðum aldrei rétt á að vera meðvituð um þá vítaverðu framkomu sem átti sér stað milli vinnufélaga innan Alþingis. En það er auðvitað hægara sagt en gert að af-vita það sem maður þegar veit. Auðvitað reynum við að vera bjartsýn og vonum að innri og afsökunarlaus endurskoðun eigi sér stað innan menningar Alþingis í kjölfar Klaustursmálsins; að þingmenn geri alvarlega úttekt á eigin siðferði og vinnubrögðum. Að þeir læri af mistökum sínum og taki auðmjúk skref til endurbóta. Við skulum vona innilega að áramótaheiti alþingismanna endurspegli betra innræti, betri samvisku og raunverulega og ríkari ábyrgðarkennd gagnvart okkur sem veittum þeim umboð til góðra verka í þágu lands og þjóðar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun